32021R1338

Commission Implementing Regulation (EU) 2021/1338 of 11 August 2021 amending Implementing Regulation (EU) 2017/373 as regards reporting requirements and reporting channels between organisations, and requirements for meteorological services

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1338 frá 11. ágúst 2021 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/373 að því er varðar kröfur um skýrslugjöf og leiðir til skýrslugjafar á milli stofnana eða fyrirtækja, og kröfur um veðurþjónustu
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 137/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið með þessari gerð er að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð (ESB) 2017/373 til þess að hún endurspegli nýjustu alþjóðlega staðla og ráðlagðar starfsvenjur ICAO og til að samræma ákvæði gerðarinnar við ýmis ákvæði reglugerða (ESB) 376/2014, (ESB) 965/2012 og (ESB) 139/2014. Um er að ræða ákvæði er lúta að kröfum um tilkynningar atvika og boðleiðir milli stofnana, auk krafna á þá sem veita veðurþjónustu. Jákvæð áhrif, ekki viðbótarkostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmið með þessari gerð er að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð (ESB) 2017/373 til þess að hún endurspegli nýjustu alþjóðlega staðla og ráðlagðar starfsvenjur ICAO og til að samræma ákvæði gerðarinnar við ýmis ákvæði reglugerða (ESB) 376/2014, (ESB) 965/2012 og (ESB) 139/2014. Um er að ræða ákvæði er lúta að kröfum um tilkynningar atvika og boðleiðir milli stofnana, auk krafna á þá sem veita veðurþjónustu,Efnisútdráttur: Um er að ræða framkvæmdareglugerð (ESB) 2021/1338 um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/373 að því er varðar kröfur um tilkynningar atvika og boðleiðir milli stofnana og kröfur um veðurþjónustu.  Reglugerð (ESB) 2017/373 mælir fyrir um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar /flugleiðsöguþjónustu og aðrar aðgerðir flugumferðarstjórnar fyrir almenna flugumferð og eftirlit með þeim. Samkvæmt reglugerðinni skulu þjónustuveitendur koma á fót tilkynningakerfum sem hluta af stjórnunarkerfi sínu í þeim tilgangi að stuðla að stöðugum endurbótum og öryggi. Með þessari gerð eru gerðar breytingar á reglugerð (ESB) 2017/373 til að tryggja samræmi við reglugerð (ESB) nr. 376/2014 um tilkynningu atvika í almenningsflugi sem og greiningu á og eftirfylgni með þeim. Þá snúa breytingarnar einnig að því að samræma reglugerð (ESB) 2017/373 við breytingar á viðauka 3 við Chicago-samninginn sem snúa m.a. að því að efla og bæta samhæfingu að því er varðar dreifingu og upplýsingaskipti á veðurathugunum (METAR og SPECI), flugvallarspám (TAF), markverðar veðurupplýsingar (SIGMET), veðurupplýsingum sem geta haft áhrif öryggi flugs í lægri hæðum (AIRMET), eldfjallaösku, hitabeltisveður, geimveður o.fl. til að henti betur við heildstæða upplýsingastjórnun, e. System Wide Information Management.Þá eru einnig gerðar nauðsynlegar breytingar á reglugerð (ESB) 2017/373 til að samræma hana við ákvæði reglugerða (ESB) nr. 965/2012 og (ESB) nr. 139/2014 í tengslum við kröfur um svokallað Global Reporting Format (GRF) sem snýst um birtingu upplýsinga um flugbrautarástand.  Einnig er tilvísun í eldri EASA-gerð breytt yfir í nýja, (ESB) 2018/1139, auk þess sem ítrekuð er ábyrgð starfsleyfishafa skv. 2014/373 í samræmi við kröfur úr reglugerð (ESB) 2018/1139.Er viðaukum I, II, III, V og VI við framkvæmdareglugerð (ESB) 2017/373 breytt til samræmis við viðauka I til V við þessa reglugerð. Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Nú þegar er unnið að innleiðingu að GRF – þ.e. nýrri framsetningu og birtingu upplýsinga um flugbrautarástand.  Því má segja að framkvæmdin komin á undan kröfunni í því tilviki. Um breytingar sem tengjast SWIM þá er um breytingar sem lengi hafa verið í undirbúningi að ræða, bæði á vettvangi ICAO sem og ESB,  og koma því ekki á óvart. Að stærstum hluta verður að telja þessar breytingar til bóta.  Hvað varðar samræmingu við (ESB) 376/2014 og aðrar upptaldar reglugerðir þá er slík samræming nauðsynleg. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar / flugleiðsögu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Innleiðingin kallar ekki á sértækan búnað eða lausnir hjá SGS. Um er að ræða eðlilega þróun krafna sem stöðugt er unnið að hjá Samgöngustofu. Innleiðing gerðarinnar felur því ekki í sér viðbótarkostnað fyrir stofnunina. Tilgreining á hagsmunaaðilum: Veðurstofa Íslands, Isavia ANS. Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Viðauki II og IIIReglugerð (ESB) 2018/1139 hefur ekki verið tekin upp í EES- samninginn. Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Engar aðrar en nú þegar eru við (ESB) 2017/373. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar / flugleiðsögu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32021R1338
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 289, 12.8.2021, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 9.11.2023, p. 104
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02280, 9.11.2023