32022R0421

Commission Implementing Regulation (EU) 2022/421 of 14 March 2022 amending Implementing Regulation (EU) 2015/1998 laying down detailed measures for the implementation of the common basic standards on aviation security


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/421 frá 14. mars 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1998 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 220/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með þessari gerð er uppfærður listi í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998 yfir lönd sem framkvæmdastjórnin hefur sannreynt að uppfylli þau skilyrði sem sett eru fram í fram í E-hluta viðauka við reglugerð nr. 272/2009. Þar með hefur verið viðurkennt að þau noti öryggisstaðla sem jafngilda sameiginlegum grunnstöðlum sambandsins. Takmörkuð áhrif hér á landi. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Um er að ræða uppfærsla á viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998 – lönd utan sambandsins sem uppfylla staðla Efnisútdráttur: Í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998 eru talin upp þau lönd utan Evrópusambandsins sem viðurkennt er að beiti öryggisstöðlum sem jafngilda sameiginlegum grunnstöðlum sambandsins á sviði flugverndar. Með þessari gerð er uppfærður listi í viðauka við reglugerð (ESB) 2015/1998 yfir lönd sem framkvæmdastjórnin hefur sannreynt að uppfylli þau skilyrði sem sett eru fram í fram í E-hluta viðauka við reglugerð nr. 272/2009. Þar með hefur verið viðurkennt að þau noti öryggisstaðla sem jafngilda sameiginlegum grunnstöðlum sambandsins.Um er að ræða:- Serbíu, Belgrad Nikola Tesla-flugvöll, skilyrði um skimun farþega og handfarangurs, lestarfarangurs, farms og pósts og vernd loftfars.  - Ísrael, Ben Gurion flugvöll,  um skimun farþega og handfarangurs. Samkvæmt gerðinni mega yfirvöld, séu hlutlægar ástæður fyrir hendi, heimila notkun á röntgenbúnaðar með einfaldri sýn, e. single-view X-ray, sem uppsettur var fyrir 1. janúar 2023 fram til eftirfarandi dagsetninga: - ef uppsettur fyrir 1. janúar 2016 fram til 31. desember 2025, í síðasta lagi. - ef uppsettur eftir 1. janúar 2016 að hámarki í 10 ár frá uppsetningardegi eða í síðasta lagi til 31. desember 2027, hvort sem kemur fyrr. Þá snýr reglugerðin einnig að því að veita yfirvöldum heimild til veita aðilum sem sjá um skimun á farmi og pósti sveigjanleika til að ljúka uppsetningu á búnaði til greiningar sprengiefnis (EDS) fram til 1. september 2022. Að lokum eru gerðar breytingar sem snúa að innleiðingaraðferðum tiltekinna sameiginlegra grunnstaðla sem eiga við um þá sem sjá um mat á flugvernd, e. EU aviation security validators og um útfösun á notkun á single-view x-ray tækjum. Því er nokkrum ákvæðum í viðauka breytt til að tryggja enn frekar bestu framkvæmd grunnstaðla í flugvernd. Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Gerðin hefur ekki áhrif á Samgöngustofu og mjög takmörkuð áhrif hér á landi. Nýjar kröfur um tækjabúnað eru ívilnandi fyrir flugvelli þar sem lengri frestur er gefinn til að taka í notkun flóknari búnað vegna flugverndar en nú er til staðar. Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd. Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Enginn kostnaður metinn vegna innleiðingar gerðarinnar. Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: NeiTilgreining á hagsmunaaðilum: NeiHorizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei. Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 750/2016 um flugvernd.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R0421
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 87, 15.3.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 24, 23.3.2023, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 85, 23.3.2023, p. 37