32022R1176

Commission Regulation (EU) 2022/1176 of 7 July 2022 amending Regulation (EC) No 1223/2009 of the European Parliament and of the Council as regards the use of certain UV filters in cosmetic products


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1176 frá 7. júlí 2022 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á tilteknum útblámasíum í snyrtivörur
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.16 Snyrtivörur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 315/2022
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Breytingar fela í sér að uppfæra skrá í VI. viðauka yfir útblámasíur (UV-síur) til að herða skilyrði varðandi notkun tveggja efna sem UV-síur í samræmi við eiginleika og hlutverk snyrtivaranna.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerðinni er verið að breyta reglugerð um Evrópuþings og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur.Vegna upplýsinga sem benda til innkirtlatruflandi eiginleika 2-hýdroxý-4-metoxýbensófenón/oxýbensón (Benzophenone-3) og 2-sýanó 3,3-dífenýlakrýlsýru, 2-etýlhexýlester/októkrílín (Octocrylene) var öryggismat endurskoðað og í kjölfarið eru skilyrði varðandi notkun efnanna í samræmi við eiginleika og hlutverk snyrtivaranna eru uppfærð í skrá yfir útblámasíur (UV-síur) í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1223/2009 á þann hátt að :1.       Viðbætur við færslu 4.  Fyrir Benzophenone-3 Í VI. viðauka reglugerðar:a)       Hámarksstyrkur Benzophenone-3 í snyrtivörum notaðar fyrir andlit, hendur og varir, að undanteknum efnablöndum í úðabrúsum og spreybrúsum með pumpu er 6%, en ef Benzophenone-3 er einnig notað til verndunar efnablöndu þá er hámarksstyrkur 5,5%.b)      Hámarksstyrkur Benzophenone-3 í snyrtivörum sem eru notaðar fyrir líkama, einnig vörur í úðabrúsum og spreybrúsum með pumpu er 2,2%, en ef Benzophenone-3 er einnig notað til verndunar efnablöndu þá er hámarksstyrkur 1,7%.c)       Hámarksstyrkur Benzophenone-3 er 0,5% , þegar notað til verndunar efnablöndu.  2. Viðbætur við færslu 10  fyrir Octocrylene í VI viðauka reglugerðar:        a) Hámarksstyrkur Octocrylene í snyrtivörum sem eru í úðabrúsum er 9%.        b) Hámarksstyrkur Octocrylene í öðrum snyrtivörum er 10%. Tveim færslum er breytt í VI. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 1223/2009 í samræmi við framangreint.Reglugerðin tekur gildi á 20. degi eftir birtingu hennar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 577/2031 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur hér á landi. Reglugerðin er innleidd með tilvísunaraðferð.
Lagastoð er að finna í 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Lyfjastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1176
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 183, 8.7.2022, p. 51
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D079391/01
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 44
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 46