Reglugerð um lífskjarahluta opinberrar félagsmálatölfræði - ­32019R2242

Commission Implementing Regulation (EU) 2019/2242 of 16 December 2019 specifying the technical items of data sets, establishing the technical formats and specifying the detailed arrangements and content of the quality reports on the organisation of a sample survey in the income and living conditions domain pursuant to Regulation (EU) 2019/1700 of the European Parliament and of the Council
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 21 Hagskýrslugerð
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 353/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2019/2242 frá 16. desember 2019 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2019/1700 hvað varðar kannanir á tekjum og lífskjörum innan opinberrar félagsmálatölfræði. Í reglugerðinni er farið yfir tæknilegar skilgreiningar gagnasafna, sett fram tæknilegt sniðmát fyrir gagnaskil og hvert skuli vera innihald gæðaskýrslna. Helsti ávinningur af gerðinni er samræmd lífskjaratölfræði fyrir Ísland gagnavart öðrum ríkjum Evrópusamstarfsins. Einhver kostnaður verður við innleiðingu gerðarinnar en hún mun ekki leiða af sér varanlega aukinn kostnað til lengri tíma litið.

Nánari efnisumfjöllun

Helstu áhrif gerðarinnar snúa að skilgreiningum á þeim breytum sem skal mæla, hvenær og hvernig skal skila þeim auk þess hvernig gæðaskýrsluskrif skal háttað. Ekki er fyllilega ljóst fyrirfram hvort um er að ræða ávinning eða óhagræði í tilkostnaði. Gerðin notar SIMS staðalinn fyrir skil á gæðaskýrslum, sem er jákvætt, auk þess sem lagðar eru fram skilgreiningar á breytum og þeim viðhengjum sem munu rúlla í rannsókninni næstu ár. Það gefur Hagstofunni kost á því að undirbúa sig vel fyrir gagnasöfnun og úrvinnslu komandi ára. Að auki eru settar fram nákvæmar skilgreiningar um öll hugtök rannsóknarinnar, þar á meðal þau sem fjalla um skilgreiningar á mismunandi tegundum heimila.  Ísland er eitt þeirra landa sem notar hið svokallaða selected respondent model sem felst í stuttu máli í því að einstaklingur er valinn í úrtak úr þjóðskrá og viðkomandi svarar spurningum um heimilið. Þessi háttur er gjarnan hafður á í ríkjum sem hagnýta sér stjórnsýslugögn (norðurlönd og ákveðin ríki norður evrópu) og er forsenda fyrir því að hægt sé að leggja Evrópsku lífskjararannsóknina, EU- SILC, fyrir í þessum löndum. Ástæður þessa eru að Evrópska lífskjararannsóknin, EU- SILC, er heimilisrannsókn en þessi lönd eiga ekki úrtaksramma sem tiltekur heimili heldur úrtaksramma með einstaklingum. Í löggjöfinni er í 1. málsgrein 6. greinar tekið fram að þau lönd sem þegar höfðu þennan háttinn á fyrir 19. janúar 2020 hafi enn heimild til þess. Afar mikilvægt er að standa vörð um þetta ákvæði og tryggja að því verði framfylgt.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Uppfæra þarf reglugerð 777/2016 um gildistöku og innleiðingu tiltekinna gerða Evrópusambandsins á sviði hagskýrslugerðar. Reglugerðin á sér stoð í lögum 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Forsætisráðuneytið
Ábyrg stofnun Hagstofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32019R2242
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 336, 30.12.2019, p. 133
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 48, 29.6.2023, p. 102
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 164, 29.6.2023, p. 105