32020R0857

Commission Implementing Regulation (EU) 2020/857 of 17 June 2020 laying down the principles to be included in the contract between the European Commission and the .eu top-level domain Registry in accordance with Regulation (EU) 2019/517 of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/857 frá 17. júní 2020 um meginreglurnar sem eiga að vera hluti af samningnum milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og skráningarstofu höfuðlénsins .eu í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/517
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.04 Þjónusta tengd upplýsingasamfélaginu
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 119/2021
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerð 2019/517 átti að fella niður óþarfar reglur um lénið .eu og gera reglurnar þannig að af þeim hljótist sem minnst óþarfa umstang. Þetta var gert þar sem samkeppni færi væntanlega vaxandi um skráningu og úthlutun léna. innleiðingarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar ESB 2020/857 er gefin út á grundvelli reglugerðar nr. 2019/517/EB. Í henni eru meginreglur og efnisatriði sem þurfa að koma fram í samningi framkvæmdastjórnarinnar við skráningaraðila, sem valinn er í útboði samkvæmt 2019/517 um lénið. eu Hér eru t.d. um að ræða reglur um að skráningaraðilinn fylgi gildum Evrópusambandsins við umsýslu lénamála, efli vitund og kynningu á höfuðléninu, viðhafi góða og vandaða starfsætti o.s.frv. Enginn kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Höfuðlénið .eu skapar sjálfstætt auðkenni fyrir Evrópusambandið á internetinu og er ætlað að auka sýnileika sambandsins á internetinu, auka framboð á höfuðlénum til neytenda og styðja við rafræn viðskipti. Fyrstu reglur sem settar voru um höfuðlénið eru reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 733/2002/EB og nr. 874/2004/EB. Þessar gerðir hafa verið innleiddar í íslenskan rétt með reglugerðum ráðherra nr. 50/2014, sbr. og nr. 248/2016.
Með reglugerð 2019/517 átti að fella niður óþarfar reglur um lénið .eu og gera reglurnar þannig að af þeim hljótist sem minnst óþarfa umstang. Þetta var gert þar sem samkeppni færi væntanlega vaxandi um skráningu og úthlutun léna. Draga átti úr íþyngjandi málsmeðferð og umsýslu við skráningu lénsins, slaka á úthlutunarskilyrðum og hverfa frá algjöru banni við lóðréttri samþættingu þess aðila sem heldur utan um gagnagrunninn og skráningaraðila léna á smásölustigi. Hvorki var um að ræða eðlisbreytingu á starfsemi höfuðlénsins .eu frá því sem nú er, né verið að auka íþyngjandi kvaðir. Þvert á móti var verið að slaka á kröfum og gera reglurnar sveigjanlegri.
innleiðingarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar ESB 2020/857 er gefin út á grundvelli reglugerðar nr. 2019/517/EB. Í henni eru meginreglur og efnisatriði sem þurfa að koma fram í samningi framkvæmdastjórnarinnar við skráningaraðila, sem valinn er í útboði samkvæmt 2019/517 um lénið. eu Hér eru t.d. um að ræða reglur um að skráningaraðilinn fylgi gildum Evrópusambandsins við umsýslu lénamála, efli vitund og kynningu á höfuðléninu, viðhafi góða og vandaða starfsætti o.s.frv. Enginn kostnaður.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 75. gr. fjarskiptalaga, nr. 81/2003. Innleiðing fari fram með tilvísunaraðferð í sérstakri reglugerð.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R0857
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 195, 19.6.2020, p. 52
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 5, 18.1.2024, p. 55
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2024/113, 18.1.2024