Hámarksgildi fyrir fjölhringja arómatísk vetniskolefni í kjötafurðum - ­32020R1255

Commission Regulation (EU) 2020/1255 of 7 September 2020 amending Regulation (EC) No 1881/2006 as regards maximum levels of polycyclic aromatic hydrocarbons (PAHs) in traditionally smoked meat and smoked meat products and traditionally smoked fish and smoked fishery products and establishing a maximum level of PAHs in powders of food of plant origin used for the preparation of beverages

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1255 frá 7. september 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1881/2006 að því er varðar hámarksgildi fjölhringa, arómatískra vetniskolefna í kjöti og kjötafurðum sem eru reykt á hefðbundinn hátt og í fiski og lagarafurðum sem eru reykt á hefðbundinn hátt og um að fastsetja hámarksgildi fjölhringa, arómatískra vetniskolefna í dufti úr matvælum úr plönturíkinu sem er notað við að tilreiða drykkjarvörur
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 060/2022
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1255 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1881/2006 að því er varðar hámarksgildi fyrir fjölhringja arómatísk vetniskolefni (PAH) í hefðbundnu reyktu kjöti og kjötafurðum og hefðbundnum reyktum fiski og fiskafurðum og setningu hámarksgilda fyrir PAH í duftuðum matvælum af jurtauppruna sem notuð eru til að útbúa drykkjarvörur.

Nánari efnisumfjöllun

Árið 2014 fengu nokkur lönd undanþágu fyrir hámarksgildi PAH í hefðbundnum reyktum afurðum sem framleiddar eru og markaðssettar eingöngu í því landi. Um er að ræða leyfi til að markaðssetja afurðir með hærra magn PAH en almennt er leyfilegt. Sú undanþága var tímabundin og ekki vel skilgreint fyrir hvaða vörur hún gildir. Með þessari reglugerð er verið að skilgreina betur um hvað undanþágan gildir og hún er ekki lengur tímabundin, heldur varanleg.

Auk þessa eru sett (í fyrsta sinn) hámarksgildi fyrir PAH í ákveðnum matvæli af jurtauppruna, á duftformi, sem í ljós hefur komið að geta innihaldið mikið af efnunum vegna þurrkunar ef þurrkunarðferð er ábótavant.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Með stoð í 31 a.gr laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Breyting á reglugerð 265/2010 sem innleiðir EB/1881/2006.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32020R1255
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 293, 8.9.2020, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 45, 7.7.2022, p. 24
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 182, 7.7.2022, p. 36