Framkvæmdarákvæði framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/919 um breytingu á ákvörðun (ESB) 2005/381/EB að því er varðar spurningalista vegna skýrslugerðar um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB. - ­32022D0919

Commission Implementing Decision (EU) 2022/919 of 8 June 2022 amending Commission Decision 2005/381/EC as regards the questionnaire for reporting on the application of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 168/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með ákvörðuninni er spurningalisti uppfærður sem framkvæmdarstjórnin krefur aðildarríki til að skila inn árlega vegna breytinga á reglugerðum sem fjalla um vottun og faggildingu, vöktun og skýrslugjöf, endurgjaldslausar losunarheimildir sem og skuldbindingu leiðtogaráðs Evrópusambandsins í loftlagsmálum.

Nánari efnisumfjöllun

Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. tilskipunar 2003/87/EB þurfa aðildarríki að skila árlegum skýrslum til framkvæmdastjórnarinnar um beitingu þeirrar tilskipunar. Í viðauka ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2005/381/EB er að finna þágildandi spurningalista sem nota á við gerð þessara skýrslna, en á nú að uppfæra með fyrirliggjandi ákvörðun.  Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á viðeigandi tilskipunum tengdum téðum spurningalista og má í því samhengi nefna eftirfarandi breytingar:  Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/410 (3) breytti tilskipun 2003/87/EB svo að hún endurspegli þá skuldbindingu sem leiðtogaráð Evrópusambandsins tók á sig árið 2014 um að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40% árið 2030 miðað við árið 1990.   Reglur um vöktun og skýrslugjöf um losun gróðurhúsalofttegunda og gögn um starfsemi (e. activity data) hafa verið endurskoðuð og breytingar á tilskipun (ESB) 2018/410 voru innleiddar með framkvæmdarreglugerð  framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2066.   Einnig hefur verið mælt fyrir um að endurskoða ákvæði um vottun á skýrslum sem lagðar voru fram skv. tilskipun 2003/87/EB og um faggildingu og eftirlit með vottunaraðilum með framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/2067 en þar koma einnig fram ákvæði um gagnkvæma viðurkenningu vottunaraðila og jafningjamat á innlendum faggildingastofnunum, sbr. 15. gr. tilskipunar 2003/87/EB. Reglugerð þessi gildir um vottun á losun gróðurhúsalofttegunda og tonnkílómetragögn og um vottun á gögnum er ákvarða endurgjaldslausa úthlutun losunarheimilda til starfstöðva.   Að lokum hafa reglur um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda verið uppfærðar með framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/331 og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1842.  Mikilvægt er að spurningalistinn endurspegli þær breytingar sem gerðar hafa verið á tilskipun 2003/87/EB og tengdum framkvæmdargerðum og framseldum gerðum í ákvörðun 2005/381/EB. Enn fremur hefur frekari reynsla aðildarríkja sem og framkvæmdarstjórnarinnar á notkun spurningalistans sýnt fram á að mikilvægi þess að bæta skilvirkni skýrslugerðarinnar og samræmi upplýsinganna sem tilkynnt er um og hefur það nú verið gert með uppfærðum spurningalista í viðauka.   

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022D0919
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 159, 14.6.2022, p. 52
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 87, 30.11.2023, p. 42
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/02565, 30.11.2023