32022R1379

Commission Regulation (EU) 2022/1379 of 5 July 2022 amending Regulation (EU) 2017/2400 as regards the determination of the CO2 emissions and fuel consumption of medium and heavy lorries and heavy buses and to introduce electric vehicles and other new technologies


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1379 frá 5. júlí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) 2017/2400 að því er varðar ákvörðun koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar meðalþungra og þungra vöruflutningabifreiða og þungra hópbifreiða og til að innleiða rafknúin ökutæki og aðra nýja tækni
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 040/2023
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með reglugerðinni er að þær upplýsingar sem aflað er um losun ýmissa meðalþungra og þungra ökutækja veiti betri vitneskju um hver losunin er í raun og veru. Því eru gerðar breytingar á reglugerð 2017/2400 í þá veru að gera kröfur um að niðurstöður sem hafa fengist með hermitóli séu sannreyndar með prófi á vegum úti. Því til viðbótar er verið að gera leiðréttingar og breytingar gera reglugerð 2017/2400 skýrari. Lítil áhrif og eingöngu óbein. Kostnaður óverulegur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með reglugerðinni er að þær upplýsingar sem aflað er um losun ýmissa meðalþungra og þungra ökutækja veiti betri vitneskju um hver losunin er í raun og veru.Aðdragandi og efni: Með reglugerð (ESB) 2017/2400 var mælt fyrir um sameiginlega aðferð til að reikna út og bera saman losun þungra ökutækja sem sett eru á markað innan Sambandsins. Tekin voru upp svokölluð hermitól sem nota á til að ákvarða og gefa upp losunina. Hermitólið er einnig notað til að leggja skyldur á herðar yfirvalda í aðildarríkjum þar sem framleiðendur eru. Auk þungra vöruflutningabifreiða ná ákvæði reglugerðar 2017/2400 til meðalstórra vöruflutningabifreiða og þungra strætisvagna.Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um vottun íhluta sem hafa áhrif á losun.Til þess að ná á viðeigandi hátt yfir losun frá bifreiðum sem búin eru tækni sem enn er tiltölulega ný var nauðsynlegt að gera viðbótarkröfur til bifreiða sem þannig eru gerðar. Hér er verið að taka á tækni eins og er í tvinn-bifreiðum, hreinum rafökutækjum, tvíbrenni-ökutækjum, e. dual-fuel vehicle, glatvarmaendurvinnslu-kerfum og háþróuðum hjálparkerfi fyrir ökumenn.Sannprófun á vegum hefur reynst mikilvægt tæki til að sannreyna útreikninga á koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun. Því er rétt að gera kröfur um slíka prófun fyrir meðalstóra vöruflutningabíla og bifreiðar búnar nýrri tækni. Það er gert í þeirri reglugerð sem nú er til umfjöllunar, þ.e. 2022/1379. Undantekning er hins vegar gerð fyrir þunga strætisvagna. Þá er ekki hægt að prófa á sama hátt vegna þess hversu flókið fjölþrepa framleiðslu- og viðurkenningarkerfi gildir fyrir þá.Auk ofangreindrar breytinga er með reglugerð 2022/1379 verið að gera ýmsar skilgreiningar og kröfur í reglugerð (ESB) 2017/2400 skýrari. Þar á meðal er frekari aðlögun að stöðlum um koltvísýringslosun fyrir ný ökutæki sem mælt er fyrir um í reglugerð (ESB) 2019/1242.Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Engir framleiðendur ökutækja eru á Íslandi eins og er og hefur reglugerðin því lítil sem engin áhrif hér á landi eins og stendur.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lagastoðin er a-lið 4. mgr. 69. gr. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs og almennings, ef einhver er: Kostnaður við innleiðingu þessarar reglugerðar er metinn óverulegur sem enginn.Skörun við starfssvið annarra ráðuneyta: Tengsl við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið en ekki bein skörun.Tilgreining á hagsmunaaðilum: Nei.Horizontal issues: sektir, aðrar refsingar, stofnanir, lönd utan EES: Nei.Þörf fyrir EFTA-komment – aðlaganir sem þegar eru í gildi vegna undanfarandi gerða: Nei. 

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er a-lið 4. mgr. 69. gr. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Rétt væri að reglugerðin yrði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32022R1379
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 212, 12.8.2022, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 26.10.2023, p. 26
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L, 2023/2369, 26.10.2023