Hvernig virkar vefurinn?

EES-gagnagrunninum gefur notendum færi á að fylgjast með stöðu EES-gerða frá upphafi til enda, þ.e. frá tillögustigi hjá ESB þar til þær eru teknar upp í EES-samninginn. Gagnagrunnurinn byggir á gögnum sem fengin eru frá íslenskum ráðuneytum og undirstofnunum, EFTA-skrifstofunni í Brussel,  Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólnum.

 

Hvernig virkar gagnagrunnurinn?

 

Hægt er að leita að gerðum og tillögum eftir:

  • Númeri lagagerða –  í leitarstiku á forsíðu má slá inn númeri lagagerðar. Dæmi: 2016/679.
  • CELEX-númeri – sem er flokkunarnúmer fyrir EES-gerðir. Númer byrja ávallt á tölunni 3, þá kemur ártal, stór bókstafur fyrir tegund gerðar (R = reglugerð, L = tilskipun, D = ákvörðun, H = tilmæli) og loks númer gerðar sem er fjögurra stafa tala. Dæmi: 3ÁÁÁÁRXXXX. Fyrir reglugerð ESB 2016/679 væri CELEX-númer hennar: 32016R0679. Þá er CELEX-númeri slegið inn í leitarstiku á forsíðu.
  • Leitarorðum – sem dæmi má finna gerðir um persónuvernd með því að slá inn „persónuvernd“ eða „data protection“ í leitarstiku á forsíðu.
  • Leitarsíu – þrengja má leit að gerðum með leitarsíunni vinstra megin á forsíðu. Til dæmis má leita eftir stöðu gerða í ferlinu, tegund þeirra, hvaða viðauka eða bókun þær tilheyra og hvaða ráðuneyti og stofnun bera ábyrgð.

 

Hversu oft er gagnagrunnurinn uppfærður?

 

EES-gagnagrunnurinn er uppfærður daglega.

 

Gott að hafa í huga:

 

  • EES-gagnagrunnur var tekinn í notkun hjá íslenskri stjórnsýslu í ársbyrjun 2017. Upplýsingar sem varða Ísland vegna gerða fyrir þann tíma hafa því ekki verið skráðar í gagnagrunninn.
  • Þýðing EES-gerða á íslensku birtast á gagnagrunni þegar þær eru teknar upp í EES-samninginn og hafa birst í EES-viðbæti

 

Ertu með spurningar eða ábendingar?

 

Sendið tölvupóst á netfangið ees-gagnagrunnur[hjá]utn.is

Almennar upplýsingar um EES-mál má finna á www.ees.is