32009L0140

Directive 2009/140/EC of the European Parliament and of the Council of 25 November 2009 amending Directives 2002/21/EC on a common regulatory framework for electronic communications networks and services, 2002/19/EC on access to, and interconnection of, electronic communications networks and associated facilities, and 2002/20/EC on the authorisation of electronic communications networks and services


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/140/EB frá 25. nóvember 2009 um breytingu á tilskipun 2002/21/EB um sameiginlegan regluramma um rafræn fjarskiptanet og -þjónustu, tilskipun 2002/19/EB um aðgang að rafrænum fjarskiptanetum og samtengingu þeirra og tilheyrandi aðstöðu og tilskipun 2002/20/EB um heimild fyrir rafrænum fjarskiptanetum og -þjónustu
Finna má upplýsingar um stöðu gerðar neðar

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð merkt EES-tæk en EFTA-ríkin innan EES telja að eigi ekki að taka upp í EES-samninginn
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Þessi gerð er hluti af pakka þriggja gerða. Gerðirnar voru ræddar lengi milli ESB og EFTA-ríkjanna, fyrst og fremst vegna ágreinings um hvernig aðkomu EFTA ríkjanna að BEREC skyldi háttað. Að lokum tóku nýjar gerðir við og var í kjölfarið samþykkt af öllum aðilum að ekki væri þörf á að taka þessar gerðir upp í EES-samninginn. Málinu því lokið án innleiðingar.

Nánari efnisumfjöllun

Þessi gerð er hluti af pakka þriggja gerða. Gerðirnar voru ræddar lengi milli ESB og EFTA-ríkjanna, fyrst og fremst vegna ágreinings um hvernig aðkomu EFTA ríkjanna að BEREC skyldi háttað. Að lokum tóku nýjar gerðir við og var í kjölfarið samþykkt af öllum aðilum að ekki væri þörf á að taka þessar gerðir upp í EES-samninginn. Málinu því lokið án innleiðingar.

Markmiðið er að styrkja fjarskiptaeftirlitsstofnanar, jafnt skipulagslega og varðandi úrræði þeirra, til þess að ná fram meiri árangri í því að skapa virkt samkeppnisumhverfi á sameiginlegum evrópskum fjarskiptamarkaði, auk þess sem samræmingar- og eftirlitsvald framkvæmdastjórnarinnar er aukið.
Gerðina leiðir af endurskoðun framkvæmdastjórnarinnar á evrópsku fjarskiptaregluverki sem hefur það að meginmarkmiði að búa til einsleitt samkeppnisumhverfi á fjarskiptamarkaði innan ESB.
Í tilskipuninni er m.a. verið að styrkja sjálfstæði fjarskiptaeftirlitsstofnana, bæta við kvöðum sem unnt er að leggja á markaðsráðandi fyrirtæki, t.d. um skipulagslega aðgreiningu, kveða á um tæknilegt hlutleysi, einkum hvað varðar næstu kynslóðar net (NGN), auk úrbóta sem hvetja til fjárfestinga í slíkum netum, ný eftirlitsúrræði framkvæmdastjórnarinnar með markaðsgreiningum og álagningu kvaða.
Ljóst er að þær skyldur sem lagðar eru á fjarkiptafyrirtækin í þessari tilskipun eru í eðli sínu íþyngjandi. Hins vegar eru þessar skyldur í mörgum tilvikum til staðar í dag. Um einhvern kostnað verður þó að ræða hjá fjarskiptafyrirtækjum að laga sig að efni tilskipunarinnar. Hins vegar er ómögulegt að meta hver þessi kostnaður er. Ekki er fyrirséð að hið opinbera verði fyrir kostnaði vegna gerðarinnar umfram það sem leiðir af innleiðingu hennar og eftirliti með því að farið sé að ákvæðum hennar

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð Nei
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum um fjarskipti, nr. 81/2003 og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32009L0140
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 337, 18.12.2009, p. 37
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar