Í desember 2015 lagði stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins til að settur yrði á laggirnar EES-gagnagrunnur þar sem færðar yrðu inn upplýsingar um ferli EES-gerða allt frá því að þær eru í mótun innan ESB og þar til þær eru innleiddar í landsrétt.
Gagnagrunnurinn var settur á laggirnar um haustið 2016 sem hópvinnukerfi fyrir stjórnsýsluna og hafa nú yfir 200 starfsmenn ráðuneyta og stofnana aðgang að honum.
Utanríkisráðuneytið stýrir, ber daglega ábyrgð og sér um að hafa reglulegt eftirlit með því að upplýsingar séu færðar inn í EES-gagnagrunninn.
Fagráðuneytin eru hins vegar ábyrg fyrir því að setja inn upplýsingar um gerðir sem verið er að taka upp í EES-samninginn og innleiða á Íslandi á þeirra sviðum.
Markmiðið með EES-gagnagrunninum er að veita íslenskum stjórnvöldum heildaryfirsýn á hverjum tíma yfir allar EES-gerðir og tillögur og stuðla að skilvirkari framkvæmd EES-samningsins.
EES-gagnagrunnurinn opnaði með fyrir sjónum hluti hans yrði síðar meir gerður opinber sem uppflettitæki til gagnaöflunar til þess að auka gagnsæi, veita upplýsingar um hvað sé í vændum og verða lykill að samhæfingu og samræmdu’ðm vinnubrögðum ráðuneyta og samráði við hagsmunaaðila og Alþingi á sviði EES-mála.
Opinberi EES-gagnagrunnurinn opnaði í mars 2018 og er aðgengilegur á www.ees.is.