32012L0019

Directive 2012/19/EU of the European Parliament and of the Council of 4 July 2012 on waste electrical and electronic equipment (WEEE) (recast)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 195/2015
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða endurútgáfu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/96/EB um raf- og rafeindatækjaúrgang. Efnislega samhljóða eldri tilskipun en einnig eru nokkur nýmæli.

Nánari efnisumfjöllun

Í tilskipuninni er lögð fram ný flokkun á raf- og rafeindatækjum. Viðauki III, yfir sex nýja flokka, tekur í gildi frá 15. ágúst 2018 og viðauki I, yfir þá tíu flokka sem gilda nú, fellur úr gildi. Þann 15. ágúst 2018 tekur jafnframt í gildi viðauki IV, sem sýnir lista yfir raf- og rafeindatæki sem falla undir flokkana í viðauka III, og viðauki II, sem sýnir lista yfir raf- og rafeindatæki sem falla undir flokkana í viðauka I, fellur úr gildi. Á listann yfir raf- og rafeindatæki sem falla ekki undir tilskipunina bætast við perur með glóðarþræði og fleiri bætast við sem falla ekki undir tilskipunina frá 15. ágúst 2018.

Í tilskipuninni eru sett fram ný markmið um söfnun á raf- og rafeindatækjaúrgangi. Frá árinu 2016 á söfnunarhlutfallið að vera að lágmarki 45%. Frá árinu 2019 á söfnunarhlutfallið að vera að lágmarki 65% eða 85% af þeim raf- og rafeindatækjaúrgangi sem fellur til í aðildarríkinu. Þar til 31. desember 2015 á að vera áfram í gildi söfnunarmarkmið um að safna eigi a.m.k. 4 kg að meðaltali af raf- og rafeindatækjaúrgangi frá heimilum á hvern íbúa á ári eða sama magn raf- og rafeindatækjaúrgangs og var safnað að meðaltali í aðildarríkinu síðustu þrjú ár, hvort sem er hærra.

Jafnframt eru sett fram ný markmið um endurnýtingu í viðauka V. Frá 13. ágúst 2012 til 14. ágúst 2015 á hlutfall endurnýtingar að vera á bilinu 70 - 80% og hlutfall endurvinnslu á bilinu 50 – 80%, eftir flokkum raf- og rafeindatækja skv. viðauka I. Frá 15. ágúst 2015 til 14. ágúst 2018 á hlutfall endurnýtingar að vera á bilinu 75 – 85% og hlutfall endurvinnslu og undirbúnings fyrir endurnotkun á bilinu 55 – 80%, eftir flokkum raf- og rafeindatækja skv. viðauka I. Frá 15. ágúst 2018 á hlutfall endurnýtingar að vera á bilinu 75 – 85% og hlutfall endurvinnslu og undirbúnings fyrir endurnotkun á bilinu 55 – 80%, eftir flokkum raf- og rafeindatækja skv. viðauka III.

Aðildarríkin eiga að tryggja að allur safnaður raf- og rafeindatækjaúrgangur fái meðhöndlun við hæfi og banna förgun á söfnuðum raf- og rafeindatækjaúrgangi, sem hefur ekki fengið þá meðhöndlun sem tilgreind er í 8. grein tilskipunarinnar.

Aðildarríkin mega hvetja framleiðendur til að fjármagna kostnað vegna söfnunar raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum til söfnunarstöðva.

Fyrir raf- og rafeindatækjaúrgang frá heimilum, eiga aðildarríkin að tryggja að dreifingaraðilar smásöluverslana, þar sem sölusvæði tengt raf- og rafeindatækjum er a.m.k. 400 m2 eða í námunda við það, sjái fyrir söfnun mjög lítilla raf- og rafeindatækja (ekkert ytra mál lengra en 25 cm) án endurgjalds og án nokkurrar skuldbindingar til að kaupa samskonar raf- eða rafeindatæki í staðinn, nema að mat sýni að núverandi söfnunarkerfi séu líklegri til að vera a.m.k. jafn áhrifarík.

Í tilskipuninni koma fram auknar kröfur til skráningar í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. Í kjölfar skráningar á framleiðandi, skv. skilgreiningu í grein 3(f)(i)-(iv), að leggja fram þær upplýsingar sem tilteknar eru í viðauka X, hluta A, og síðan þær upplýsingar sem tilteknar eru í viðauka X, hluta B, þegar við á. Framleiðandi á að geta skráð þessar upplýsingar í skráningarkerfið í gegnum netið.

Aðildarríkin eiga að hafa eftirlit til að gæta þess að ákvæði þessarar tilskipunar séu framkvæmd. Eftirlitið á a.m.k. að ná yfir upplýsingar sem skráðar eru í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda, flutning, einkum útflutning raf- og rafeindatækja og starfsemi meðhöndlunarstöðva.

Aðildarríkin eiga, við flutning á notuðum raf- og rafeindatækjum þar sem grunur leikur á að um sé að ræða raf- og rafeindatækjaúrgang, að skera úr um að það sé í reynd verið að flytja notuð raf- og rafeindatæki með því að biðja um upplýsingar sbr. viðauka VI um lágmarkskröfur fyrir flutning og eiga jafnframt að fylgjast með slíkum flutningi. Kostnaður við eftirlit, sýnatöku og geymslu má leggjast á framleiðanda, þriðja aðila á vegum framleiðanda eða flutningsaðila.

Aðildarríkin eiga að tryggja að komið sé á verklagi um endurgreiðslu til framleiðenda vegna kostnaðar við raf- eða rafeindatækjaúrgang frá heimilum þegar raf- eða rafeindatæki er flutt út og sett á markað annars staðar en í viðkomandi aðildarríki.

Í 17. grein kemur fram að hvert aðildarríki eigi að tryggja að framleiðandi megi skipa viðurkenndan fulltrúa til að vera ábyrgur fyrir því að uppfylla skyldur framleiðandans, ef framleiðandinn er með fasta starfsstöð í öðru aðildarríki en því sem raf- eða rafeindatækið er sett á markað í. Skipun viðurkennds fulltrúa á að vera með skriflegu umboði.

Nýir viðaukar:
Viðauki III – Flokkar raf- og rafeindatækja
Viðauki IV – Raf- og rafeindatæki sem falla undir flokkana í viðauka III
Viðauki VI – Lágmarkskröfur fyrir flutning
Viðauki X – Upplýsingar fyrir skráningu og tilkynningaskyldu í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda
Viðauki XI – Tilskipanir sem falla úr gildi og tímamörk á innleiðingu tilskipana inn í landslög

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í lögum um meðhöndlun úrgangs.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32012L0019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 197, 24.7.2012, p. 38
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2008) 810
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 3, 12.1.2017, p. 27
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 8, 12.1.2017, p. 32