32012L0027

Directive 2012/27/EU of the European Parliament and of the Council of 25 October 2012 on energy efficiency, amending Directives 2009/125/EC and 2010/30/EU and repealing Directives 2004/8/EC and 2006/32/EC


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, viðauki) 04 Orka

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið tilskipunar 2012/27/EB er að auka orkunýtni til að draga úr innfluttri orku og takmarka loftslagsáhrif. Tilskipunin snertir neytendur raforkumarkaðar, hitaveitna og samgangna. Í þessari tilskipun er komið á sameiginlegum ramma um ráðstafanir um orkunýtni í Sambandinu í því skyni að tryggja að 20% höfuðmarkmið Sambandsins um orkunýtni árið 2020 náist og greiða götu frekari umbóta í orkunýtni eftir þá dagsetningu. Í henni er mælt fyrir um reglur sem ætlað er að fjarlægja hindranir á orkumarkaðinum og sigrast á markaðsbrestum sem koma í veg fyrir skilvirkni í afhendingu og notkun orku og kveðið á um að komið sé á leiðbeinandi landsbundnum markmiðum um orkunýtni fyrir árið 2020.

Nánari efnisumfjöllun

Efnisútdráttur vegna tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2012/27/EB frá 25. október 2012 um orkunýtni og breytingu á tilskipunum 2009/125/EB og 2010/30/ESB og um niðurfellingu á tilskipunum 2004/8/EB og 2006/32/EB. (Directive 2012/27/EU of the European Parliament and of the council of 25 October 2012 on energy efficiency, amending Directives 2009/125/EC and 2010/30/EU and repealing Directives 2004/8/EC and 2006/32/EC).



Tilskipun 2012/27/EB um orkunýtni kemur í stað tilskipunar 2006/32/EB um orkunýtni á lokastigi og þjónustu á sviði orkumála. (Directive 2012/27/EU of the European Parliament and of the council of 25 October 2012 on energy efficiency, amending Directives 2009/125/EC and 2010/30/EU and repealing Directives 2004/8/EC and 2006/32/EC).

Markmið tilskipunar 2012/27/EB er að auka orkunýtni til að draga úr innfluttri orku og takmarka loftslagsáhrif. Tilskipunin snertir neytendur raforkumarkaðar, hitaveitna og samgangna. Í þessari tilskipun er komið á sameiginlegum ramma um ráðstafanir um orkunýtni í Sambandinu í því skyni að tryggja að 20% höfuðmarkmið Sambandsins um orkunýtni árið 2020 náist og greiða götu frekari umbóta í orkunýtni eftir þá dagsetningu. Í henni er mælt fyrir um reglur sem ætlað er að fjarlægja hindranir á orkumarkaðinum og sigrast á markaðsbrestum sem koma í veg fyrir skilvirkni í afhendingu og notkun orku og kveðið á um að komið sé á leiðbeinandi landsbundnum markmiðum um orkunýtni fyrir árið 2020.
Tvenns konar markmiðasetning er sett í tilskipuninni. Grein 3 skyldar aðildarríki að setja leiðbeinandi orkunýtnimarkmið sem byggt er annað hvort á frumorkunotkun eða endanlegri orkunotkun, sparnaði á frumorku eða endanlegri orku eða orkukræfni. Grein 7 skyldar aðildarríki að setja markmið um árlegan sparnað fyrir dreifiveitur og/eða sölufyrirtæki orku. Markmiðið skal vera amk. 1,5% á ári frá 2014 til 2020, af heildarsölu til endanlegra notenda. Aðildarríki skulu setja fram landsaðgerðaráætlanir um orkunýtni á þriggja ára fresti. Þá eru settar fram ákvæði um:
• langtímaáætlun um að virkja fjárfestingu í endurnýjun íbúðar- og viðskiptahúsnæðis (gr.4)
• aðildarríki tryggja að frá og með 1. janúar 2014, séu 3% af gólfrými hitaðra og/eða kældra bygginga í eigu og notkun ríkisstjórnar þess endurnýjuð á hverju ári til að uppfylla í það minnsta lágmarkskröfur um orkunýtingu sem það hefur sett við beitingu 4. gr. tilskipunar 2010/31/ESB (gr. 5)
• opinber innkaup (gr. 6)
• orkunýtnimarkmið sem nemur 1,5% af árlegri orkusölu allra dreifingaraðila orku eða allra orkusmásölufyrirtækja miðað við magn til kaupenda, samgöngur eru undanþegnar (gr.7)
• um orkuúttektir stærri fyrirtækja (gr. 8)
• snjallmælar (gr.9-11)
• heildstætt mat á möguleikum á beitingu samvinnslu með góða orkunýtni og skilvirkrar fjarhitunar (gr.14)

Innleiddir verða þeir hlutar tilskipunar um samframleiðslu raforku varma/hita sem Ísland hefur áður innleitt með undanþágu fyrir jarðhitavinnslu. Jafnframt er lagt til að innleidd verði ákvæði er varðar skýrslugerð með yfirlit yfir aðgerðir sem stjórnvöld leggja til og stuðla að aukinni orkunýtni hér á landi. Hér er um að ræða svokallaða landsaðgerðaráætlun um orkunýtni (National Energy Efficiency Plan). Hér má nefna upplýsingar um þær aðgerðir sem stjórnvöld eru nú þegar að styðja við bætta orkunýtni, t..m. styrkveitingar fyrir varmadælur og önnur úrræði fyrir íbúa á köldum svæðum sem ekki hafa aðgang að jarðvarmahitaveitum. Ísland vinnur sambærilega aðgerðaráætlun vegna tilskipunar 2009/28/EU um endurnýjanlega orkugjafa og orkuskipti (NREAP). Nánar tiltekið þá verða innleiddar gr. 14 (1), (3), sem varða kostnaðar-ábatagreiningu fyrir samvinnslu sem á ekki við um jarðvarmavinnslu, gr. 14 (10) um upprunaábyrgðir fyrir samvinnslu og gr. 14 (11) sem setur skilyrði fyrir styrki fyrir samvinnslu. Gr. 15 (5) á við um forgang raforku frá samvinnslu sem á ekki við um jarðvarmavinnslu. Gr. 24 fjallar um skýrslugerð, eða landsaðgerðaráætlun um orkunýtni með yfirlit yfir orkunýtniúrbætur og orkuspá.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lög nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samorka

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32012L0027
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 315, 14.11.2012, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2011) 370
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar