32013L0054

Directive 2013/54/EU of the European Parliament and of the Council of 20 November 2013 concerning certain flag State responsibilities for compliance with and enforcement of the Maritime Labour Convention, 2006

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 18 Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 028/2020
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun nr. 2009/13/EB hefur gildi hér á landi samkvæmt reglugerð nr. 735/2015 um breytingu á reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum nr. 680/2004. Með tilskipun 2013/54 er kveðið á um skyldu aðildarríkja til að ganga úr skugga um að ákvæði tilskipunar 2009/13 séu virt.
Markmið tilskipunarinnar er að tryggja eftirlit og framfylgni viðeigandi ákvæða MLC-samþykktarinnar. Með viðeigandi ákvæðum MLC-samþykktarinnar er átt við efnisatriði þau sem eins og áður sagði mælt er fyrir um í viðauka í tilskipun nr. 2009/13/EB um framkvæmd samnings sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) gerðu með sér árið 2008. Samningur ECSA og ETF felur í sér að ákvæði samþykktar um vinnuskilyrði farmanna, þ.e. Maritime Labour Convention, 2006 MLC eru tekin upp í rétt aðildarríkja EES.

Nánari efnisumfjöllun

Tilskipun nr. 2009/13/EB hefur gildi hér á landi samkvæmt reglugerð nr. 735/2015 um breytingu á reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum nr. 680/2004. Með tilskipun 2013/54 er kveðið á um skyldu aðildarríkja til að ganga úr skugga um að ákvæði tilskipunar 2009/13 séu virt.
Markmið tilskipunarinnar er að tryggja eftirlit og framfylgni viðeigandi ákvæða MLC-samþykktarinnar. Með viðeigandi ákvæðum MLC-samþykktarinnar er átt við efnisatriði þau sem eins og áður sagði mælt er fyrir um í viðauka í tilskipun nr. 2009/13/EB um framkvæmd samnings sem Samtök skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samband félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF) gerðu með sér árið 2008. Samningur ECSA og ETF felur í sér að ákvæði samþykktar um vinnuskilyrði farmanna, þ.e. Maritime Labour Convention, 2006 MLC eru tekin upp í rétt aðildarríkja EES.
Aðildarríki skulu tryggja að viðeigandi liðum MLC sé framfylgt gagnvart skipum sem sigla undir fána ríkisins, meðal annars með því að framkvæma úttektir. Aðildarríki mega láta viðurkenndum flokkunarfélögum eftir að framkvæma slíkar úttektir. Allar slíkar úttektir skulu vera framkvæmdar af faglega hæfu starfsfólki og skal það hafa heimildir til að grípa til viðeigandi ráðstafana ef um brot er að ræða, t.d. með farbanni.
Þá er mælt fyrir um skyldu til þess að tryggja að til staðar sé ferli til að taka á móti kvörtunum eða ábendingum um að ástand skips sé ekki í samræmi við viðeigandi ákvæði MLC.
MLC var samþykkt á vegum ILO árið 2006. Markmið með alþjóðasamþykktinni er að tryggja tiltekin lágmarksréttindi fyrir farmanna á kaupskipum óháð þjóðerni þeirra eða fána þess skips þar sem þeir starfa. Ákveðin atriði úr MLC hafa áður verið tekin upp í tilskipanir Evrópusambandsins. Nefna ber tilskipun nr. 2009/21/EB um skyldur fánaríkja sem og tilskipun nr. 2009/13 eins og áður er nefnt.
Gerðin hefur áhrif á sjö íslensk farþegaskip í innanlandssiglingum þar sem umrædd atriði verða tekin út af þeim flokkunarfélögum sem þau eru skráð hjá. Þá eru á íslenskri skipaskrá tvö skip sem falla undir reglurnar með ótakmarkað farsvið og munu sæta fánaríkisúttektum af hendi Samgöngustofu.
Gerðin felur í sér óverulegan kostnað í upphafi fyrir Samgöngustofu eða sem nemur um 1,5% úr ársverki starfsmanna við að kynna sér þær kröfur og aðferðir við framkvæmd úttektar og útbúa kynningarefni til skoðunarmanna. Kostnaður flokkunarfélaga felst í því að starfsmenn þeirra gætu þurft að sækja sér réttindi til skoðunar. Kostnaður útgerða felst í viðbótarkostnaði við úttektir þar sem þær verða umfangsmeiri.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ákvörðunin kallar ekki á lagabreytingar hér á landi. Lagastoð er að finna í 9. mgr. 4. gr. laga nr. 119/2012 og 5. mgr. 64. gr. sjómannalaga.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Samgöngustofa
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32013L0054
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 329, 10.12.2013, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 134
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 16.2.2023, p. 55
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 49, 16.2.2023, p. 59