32013R0100

Regulation (EU) No 100/2013 of the European Parliament and of the Council of 15 January 2013 amending Regulation (EC) No 1406/2002 establishing a European Maritime Safety Agency

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 100/2013 frá 15. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1406/2002 um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (*)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 327/2023
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með þessari reglugerð er að víkka út verkefni og hlutverk Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA). Því eru gerðar breytingar reglugerð 1406/2002. Jákvæð áhrif hér á landi. Ekki beinn kostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið sem að er stefnt: Markmiðið með þessari reglugerð er að víkka út verkefni og hlutverk Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA). Því eru gerðar breytingar reglugerð 1406/2002.Aðdragandi: Tilskipun um stofnun EMSA kom fyrst fram í framhaldi af ERIKA olíuslysinu. Upphaflega var markmiðið með EMSA að bæta siglingaöryggi og koma í veg fyrir mengun sjávar. Í framhaldi af PRESTIGE mengunarslysinu voru EMSA fengin frekari verkefni og hlutverk með tilliti til mengunarvarna sjávar. Með árunum hafa m.a. eftirfarandi verkefni bæst við:•      með reglugerð nr. 725/2004 varð siglingavernd verkefni EMSA•      starfið hefur þróast í aðstoð við aðildarríki með Safeseanet, Cleanseanet, LRIT, Thetis.•      Aukin verkefni á sviði hafnarríkiseftirlits, sbr. 2009/16•      Úttektir á flokkunarfélögum, menntun og þjálfun sjómanna, siglingavernd.Niðurstaða í skýrslu sem stjórn EMSA samþykkti í mars 2010 kvað á um nauðsyn þess að setja ítarlegri ákvæði um hlutverk EMSA og ákvæði þar um þyrftu að vera skýrari og taka af allan vafa um hlutverk og vald stofnunarinnar.Efnisúrdráttur:Í 2. gr. er fjallað í ítarlegu máli um hlutverk EMSAÍ grein 2. a. er fjallað um skyldu stofnunarinnar til að aðstoða framkvæmdastjórnina og aðildarríki.Í 3. gr. er fjallað um heimsóknir og úttektir EMSA á framkvæmd ESB gerða hjá aðildarríkjunum.Í 10. gr. er fjallað um gerð ársskýrslu, aðstoð við framkvæmdastjórn EB, og önnur störf stofnunarinnar.Í 11. gr. er kveðið á um að skipun aðildarríkja á fulltrúa í stjórn eigi að byggjast á reynslu og sérfræðiþekkingu skv. 1. gr. Gæta á jafnræðis á milli kvenna og karla.Í 13. gr. er kveðið á um að stjórn stofnunarinnar geti tekið upp mál í stjórn sem trúnaður á að ríkja um.Í 15. gr. er kveðið á um að framkvæmdastjóri skuli gera tillögu til stjórnar um starfsáætlun, starfsmannastefnu, árlega áætlun yfir verkefni, ákveða heimsóknir og úttektir í aðildarríkjum, samninga við aðila í hliðstæðum rekstri og framkvæmd gæðastjórnunarkerfis innan stofnunarinnar. Kveðið er á um að hann skili skýrslu til Evrópuþingsins og ráðsins um starfið.Í 16. gr.: er fjallað um hvernig standa eigi að skipun framkvæmdastjóra stofnunarinnar.Í 18. gr. er fjallað um fyrirkomulag við gjaldtöku og fjárhagsáætlun stofnunarinnar.Í 22. gr. er kveðið á um að gera skuli mat á virkni stofnunarinnar.Umsögn: helstu breytingar,  mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Reglugerðin hefur ekki áhrif hér á landi með beinum hætti. Til lengri tíma litið mun hún hafa jákvæð áhrif á samstarf á Evrópuvettvangi um málefni siglinga. Samgöngustofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið geta leitað aðstoðar og leiðbeininga um málefni siglinga til EMSA. Starfsmenn eiga kost á að sækja fræðslu og þjálfun, e. work shop, til EMSA. Ísland á fulltrúa í stjórn stofnunarinnar. Innleiðing reglugerðarinnar mun einnig auka eftirlit með stjórnsýslu siglingamála hér á landi í formi heimsókna og úttekta EMSA á framkvæmd einstakra málefna og almennt á framkvæmd innleiðinga Íslands á EES-gerðum. Þá verður aukið eftirlit með frammistöðu Íslands sem fánaríkis, e. Flag State Implementation.Lagastoð fyrir innleiðingu gerðar: Lög um eftirlit með skipum nr. 47/2003. Innleiðing með breytingu á reglugerð um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, nr. 1138/2007.Mat eða tilgreining á kostnaði hins opinbera, sveitarfélaga og atvinnulífs, ef einhver er: Ekki verður séð að kostnaður ríkisins eða annarra aðila muni aukast með beinum hætti við innleiðingu reglugerðar 100/2013.  

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í skipalögum, nr. 66/2021. Innleiðing með breytingu á reglugerð um stofnun Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, nr. 1138/2007.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32013R0100
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 039, 09.02.2013, p. 30
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2010) 611
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur