32013R1257

Regulation (EU) No 1257/2013 of the European Parliament and of the Council of 20 November 2013 on ship recycling and amending Regulation (EC) No 1013/2006 and Directive 2009/16/EC

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.05 Úrgangur
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 257/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð nr. 1257/2013 Evrópuþingsins og ráðsins (EB) frá 20. nóvember 2013 um endurvinnslu skipa þar sem breytt er reglugerð nr. 1013/2006 (EB) og tilskipun 2009/16/EB.

Nánari efnisumfjöllun

Útdráttur:
Reglugerðin hefur að markmiði að fullgilda Hong Kong samning Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) frá 2009, um endurvinnslu skipa, en hann tekur gildi 24 mánuðum eftir fullgildingu samningsins (þegar a.m.k. 15 ríki samningsins hafa fullgilt hann, auk annarra skilyrða, sem eru uppfyllt m.a. eftir fullgildingu Evrópusambandsins (sem var 20. nóv. 2013).

Gildistaka:
Reglugerðin tekur gildi í Evrópusambandinu á tímabilinu frá 31. des. 2015, til 31. des. 2018 (sjá þó 32. gr.), að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Gildissvið:
Reglugerðin tekur til allra skipa skv. 2. gr. sem sigla undir fána í aðildarríkjum ESB (EES) en einnig þeirra skipa sem sigla undir fána þriðju ríkja sbr. 12. gr. Þó nær reglugerðin hvorki til þeirra skipa sem eru minni en 500 brúttó tonn, mælt skv. alþjóðasamningi um mælingar skipa frá 1969, né heldur til þeirra skipa sem sigla einungis í lögsögu fánaríkis skipsins.

Listi yfir hættuleg efni:
Óheimil er notkun efna sem talin eru upp í viðauka I við smíði og rekstur skipa, sem falla undir reglugerðina.
Ný skip skulu útbúa og hafa tilbúinn lista yfir hættuleg efni/spilliefni, sbr. viðauka II, sem eru í sjálfu skipinu. Eldri skip skulu uppfylla þetta skilyrði eins langt og raunhæft er (practicable).
Um er að ræða lista yfir hættuleg efni sbr. viðauka II (sem inniheldur einnig öll efni í viðauka I) og magn þeirra. Nánar tiltekið skal listinn innihalda upplýsingar um staðsetningu efnanna í skipinu, upplýsingar um hættuleg efni sem eru í skipinu vegna reksturs þess, og upplýsingar um geymslur skipsins.

Áætlun um niðurrif:
Eigandi skips þarf að leggja fram til niðurrifsaðila listann sem rætt er um að ofan yfir hættuleg efni. Niðurrifsaðili gerir áætlun um hvernig hann hyggst meðhöndla skipið til niðurrifs. Áætlunina þarf að samþykkja af yfirvöldum þar sem niðurrif/endurvinnsla fer fram og senda skriflegt samþykki til endurvinnsluaðila, eiganda skips og stjórnvalda þar sem skip er skráð í hvert sinn.
Þegar niðurrifsaðgerð er lokið þarf að senda staðfestingu til yfirvalda sem gáfu út niðurrifsleyfið innan 14 daga um að því sé lokið. Þar skal fylgja skýrsla um bæði umhverfisslys og eða slys á starfsfólki sem hugsanlega hafa orðið við starfsemina.

Listi yfir niðurrifsaðila:
Niðurrifsaðili fær að hámarki starfsleyfi til fimm ára.
Lögbært yfirvald skal taka saman lista yfir aðila sem uppfylla skilyrði þess að geta meðhöndlað skips til niðurrifs sbr. kröfur reglugerðarinnar. Skila þarf listanum til framkvæmdastjórnar ESB (ESA) fyrir 31. mars 2015. Birta skal listann um viðurkennda niðurrifsaðila í OJ ekki seinna en 31. des. 2016, bæði um aðila í ESB og utan ESB sem uppfylla skilyrðin.

Þriðju ríki:
Skip frá þriðju ríkjum þurfa einnig að hafa lista yfir hættuleg efni komi þau til hafnar í ESB. Einnig fjallað um kröfur og skráningar á aðilum sem ætla að vera með niðurrif á skipum og hvernig þau sækja um og sýna fram á að þau uppfylli skilyrði reglugerðarinnar.

Senda þarf skýrslu um endurvinnslu skipa á 3 ára fresti til framkvæmdastjórnar ESB (ESA).

Umhverfisstofnun:
Lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Reglugerð um flutning úrgangs á milli landa nr. 822/2010.
Umhverfisstofnun leggur til að stofnunin verði lögbært yfirvald og gefi út starfsleyfi fyrir niðurrif skipa sem falla undir þessa reglugerð hér á landi og verði skilgreint sem lögbært stjórnvald sem samþykkir áætlanir um niðurrif skipa, og þar af leiðandi þarf að breyta lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun nr. 785/1999 og reglugerð um mengunarvarnareftirlit nr. 786/1999.

Samgöngustofa:
Umhverfisstofnun leggur til að eftirlit með listum um hættuleg efni verði hluti af eftirliti Samgöngustofu með skipum. Því þarf að breyta lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003 og reglugerð um framkvæmd 14. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/16/EB að því er varðar víðtækar skoðanir á skipum nr. 817/2011.
Rétt er að Innanríkisráðuneytið gefi frekari upplýsingar um hugsanlegar aðrar reglugerðir sem þyrfti að breyta vegna aðkomu Samgöngustofu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Búið er að breyta lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Ekki þarf að gera breytingu á lögum nr. 47/2013 um eftirlit með skipum eins og upphaflega var talið.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32013R1257
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 330, 10.12.2013, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 118
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 62, 23.9.2021, p. 51
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 337, 23.9.2021, p. 55