32014L0026

Directive 2014/26/EU of the European Parliament and of the Council of 26 February 2014 on collective management of copyright and related rights and multi-territorial licensing of rights in musical works for online use in the internal market


iceland-flag
Tilskipun evrópuþingsins og ráðsins 2014/26/ESB frá 26. febrúar 2014 um sameiginlega umsýslu höfundarréttar og skyldra réttinda og leyfisveitingar yfir landamæri vegna netnotkunar á tónverkum á innri markaðnum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 17 Hugverkaréttindi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 186/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið tilskipunarinnar er í fyrsta lagi að bæta starfshætti rétthafasamtaka með því að setja samræmdar reglur um stjórnhætti, gagnsæi starfsreglna og fjármálaskipulag þeirra. Þær reglur eiga að tryggja viðeigandi þátttöku rétthafa í ákvarðanaferli rétthafasamtaka og upplýsingaflæði til rétthafa, annarra rétthafasamtaka, þjónustuveitenda og alls almennings. Þá eiga reglurnar að tryggja að umsýsla tekna sem rétthafasamtök innheimta fyrir hönd rétthafa sé í lagi.

Í öðru lagi er markmið tilskipunarinnar að koma á samræmdum reglum um fjölþjóðleg leyfi sem veitt verða af rétthafasamtökum um afnot af tónlist á netinu í þeim tilgangi að tryggja aukið framboð slíkrar þjónustu.

Nánari efnisumfjöllun

Markmið tilskipunarinnar er í fyrsta lagi að bæta starfshætti rétthafasamtaka með því að setja samræmdar reglur um stjórnhætti, gagnsæi starfsreglna og fjármálaskipulag þeirra. Þær reglur eiga að tryggja viðeigandi þátttöku rétthafa í ákvarðanaferli rétthafasamtaka og upplýsingaflæði til rétthafa, annarra rétthafasamtaka, þjónustuveitenda og alls almennings. Þá eiga reglurnar að tryggja að umsýsla tekna sem rétthafasamtök innheimta fyrir hönd rétthafa sé í lagi.

Í öðru lagi er markmið tilskipunarinnar að koma á samræmdum reglum um fjölþjóðleg leyfi sem veitt verða af rétthafasamtökum um afnot af tónlist á netinu í þeim tilgangi að tryggja aukið framboð slíkrar þjónustu. Í því skyni er í tilskipuninni kveðið á um hvaða kröfur rétthafasamtök, sem munu geta veitt slík fjölþjóðleg leyfi, þurfi að uppfylla. Þau skilyrði varða hæfni viðeigandi samtaka til vinnslu mikils gagnamagns, skilyrða um að viðkomandi samtök hafi tæknilega getu til að staðfesta nákvæmlega hvaða tónlistarverk séu notuð í netveitum og hæfni til að tryggja skjóta innheimtu endurgjalds fyrir slík not.

Í bréfi utanríkismálanefndar Alþingis til utanríkisráðherra, dags 4. mars 2016 lýsti nefndin áhyggjum af því að kröfur tilskipunar 2014/26/ESB á sviði höfundarréttar gætu reynst sérstaklega íþyngjandi fyrir íslensk rétthafasamtök í ljósi smæðar þeirra. Í bréfinu beindi nefndin einnig þeim tilmælum til utanríkisráðherra að óskað yrði eftir aðlögun á þeim þáttum tilskipunarinnar sem reynst geta íslenskum samtökum á þessu sviði of íþyngjandi. Framangreindar athugasemdir utanríkismálanefndar komu fram í kjölfar samráðs við Alþingi á grundvelli 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

Á fundum fulltrúa Íslands með framkvæmdastjórn ESB kom þó skýrt fram af hálfu framkvæmda-stjórnarinnar að slíkum óskum um aðlögun eða undanþágu yrði hafnað. Var vísað til þess að í umræðum um tillögu að tilskipuninni hjá stofnunum ESB hefði komið fram sambærilegar óskir um undanþágur fyrir höfundarréttarsamtök í smáríkjum innan ESB, t.d. Möltu. Við afgreiðslu á tilskipuninni var þessu sjónarmiði hins vegar hafnað með þeim rökum að slíkar undanþágur myndu ganga gegn markmiðum tilskipunarinnar.

Í ljósi framangreinds hefur verið séð til þess í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar að íþyngjandi ákvæði tilskipunarinnar um skýrslugerð rétthafasamtaka mun ekki taka gildi fyrr en fjárhagsárið 2019. Það veitir rétthafasamtökum lengri frest til að laga starfsemi sína að kröfum tilskipunarinnar.
Samráð hefur verið haft við viðkomandi rétthafasamtök um þróun málsins og upptöku gerðarinnar í EES-samninginn.

Ákvörðunin kallar á lagabreytingar. Setja þarf ný lög sem kveða m.a. á um samræmdar reglur um stjórnhætti, gagnsæi starfsreglna og fjármálaskipulag samtaka rétthafa höfundaréttar. Í öðru lagi að koma á samræmdum reglum um fjölsvæða leyfi sem rétthafasamtök veita til afnota af tónlist á netinu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Ný lög sem kveða m.a. á um samræmdar reglur um stjórnhætti, gagnsæi starfsreglna og fjármálaskipulag samtaka rétthafa höfundaréttar. Í öðru lagi að koma á samræmdum reglum um fjölsvæða leyfi sem rétthafasamtök veita til afnota af tónlist á netinu.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014L0026
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 84, 20.3.2014, p. 72
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 372
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 27.6.2019, p. 68
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 174, 27.6.2019, p. 57