Tóbakstilskipun ESB - 32014L0040

Directive 2014/40/EU of the European Parliament and of the Council of 3 April 2014 on the approximation of the laws, regulations and administrative provisions of the Member States concerning the manufacture, presentation and sale of tobacco and related products and repealing Directive 2001/37/EC


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB frá 3. apríl 2014 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.25 Tóbak
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 006/2022

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun 2014/40/ESB er ætlað að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna um eftirfarandi:
Innihaldsefni og losun tóbaksvara og tengdar kvaðir um skýrslugjöf, þ.m.t. hámarksgildi losunar að því er varðar tjöru, nikótín og kolsýring úr vindlingum.
Tiltekna þætti sem varða merkingu og umbúðir tóbaksvara, þ.m.t. viðvörunarmerkingar sem eiga að vera á einingapökkum sem innihalda tóbaksvörur, og allar ytri umbúðir sem og rekjanleika og öryggisþætti sem beitt er varðandi tóbaksvörur til að tryggja að þær uppfylli kröfurnar í þessari tilskipun.

Nánari efnisumfjöllun

Bann við því að setja munntóbak á markað.
Fjarsölu á tóbaksvörum yfir landamæri.
Þá skyldu að leggja fram tilkynningu um nýjar tóbaksvörur.
Setningu á markað og merkingu á tilteknum vörum sem tengjast tóbaksvörum þ.e. rafvindlingum og áfyllingarílaát og jurtavörur til reykinga.
Þær breytingar á íslenskri tóbaksvarnarlöggjöf sem innleiðingin krefst snúa einna helst að auknum kröfum um merkingar tóbaksvara, þ.e. almennar viðvaranir og upplýsingatexta á umbúðum tóbaksvara sem og nýjar myndmerkingar, bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði, bann við tóbaksvörum sem innihalda tiltekin efni, bann við merkingum á tóbaksvörum og ytri umbúðum þeirra sem fela í sér tiltekna þætti, s.s. þætti sem koma tóbaksvörum á framfæri og hvetja til neyslu þeirra, bann við því að hafa upplýsingar á einingapökkum um nikótín, tjöru og kolsýringsinnihald vörunnar. Einnig eru ný ákvæði varðandi rekjanleika tóbaksvara og er með þeim ætlað að tryggja að einingapakkar sem innihalda tóbaksvörur séu merktir með einkvæmu auðkenni til að tryggja rekjanleika, þ.e. framleiðsludag, framleiðslustað, framleiðsluaðstöðu, þá vél sem notuð var við framleiðslu tóbaksvörunnar, framleiðsluvakt og tíma, vörulýsingu og . einnig gerir tilskipunin ráð fyrir því að á öllum einingapökkum tóbaksvara sé svokallaður öryggisþáttur sem ekki er hægt að eiga við, sem samanstendur af sýnilegum og ósýnilegum þáttum. Að auki þarf að setja ákvæði í lög um fjarsölu yfir landamæri samkvæmt tilskipuninni og um rafvindlinga, þ.e. um framleiðendur og innflytjendur þeirra, merkingar á einingapökkum, öryggi og innihald þeirra.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Þörf er á umfangsmiklum breytingum á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og mögulega breytingu á lögum nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Embætti landlæknis

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014L0040
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 127, 29.4.2014, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 788
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Ísland) Ísland
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 42, 30.6.2022, p. 11
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 175, 30.6.2022, p. 12