32014L0061

Directive 2014/61/EU of the European Parliament and of the Council of 15 May 2014 on measures to reduce the cost of deploying high-speed electronic communications networks
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 152/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er greiða fyrir uppbyggingu fjarskiptainnviða, fyrst og fremst ljósleiðaralagningu, með því að stuðla að auknum samlegðaráhrifum við samnýtingu á fjarskipta- og veituframkvæmdum. Mælt er fyrir um um almennan rétt fjarskipta- og veitufyrirtækja að bjóða aðgang að raunlægum innviðum þeirra og skyldu þeirra til að koma til móts við sanngjarna beiðni um aðgang. Öll veitufyrirtæki sem vinna við jarðvegsframkvæmdir sem amk að hluta eru fjármagnaðar með opinberu fé skulu verða við sanngjörnum beiðnum um samhæfingu. Allar nýjar íbúðabyggingar, þ.á.m. sameignir skulu útbúnar lögnum sem geta borið háhraða netmerki að nettengipunkti. Sá sem rekur almennt fjarskiptanet á rétt á að byggja net á eigin kostnað að aðgangspunkti og tengjast innanhúslögnum. Innleiðing tilskipunarinnar getur haft víðtæk og jákvæð áhrif til þróunar og uppbyggingar á innviðum. Bæði beinn kostnaður fyrir ríkið og óbeinn kostnaður fyrir ríkið, sveitarfélög, veitufyrirtæki, jafnvel Vegagerðina.

Nánari efnisumfjöllun

Markmiðið með gerðinni er greiða fyrir uppbyggingu fjarskiptainnviða, þ.e. fyrst og fremst ljósleiðaralagningu, með því að stuðla að auknum samlegðaráhrifum við samnýtingu á fjarskipta- og veituframkvæmdum.
Aðdragandann má rekja til fjarskiptaáætlunar ESB, Digital Agenda, þar sem sett eru mjög metnaðarfull markmið um aðgang allra íbúa sambandsins að öflugri háhraðanetsþjónustu fyrir árið 2020. Sambærileg markmið eru sett í fjarskiptaáætlun Alþingis. Ljóst er að til að ná þessum markmiðum þarf að setja aukinn kraft í ljósleiðaravæðingu. Má þar helst nefna verkefnið Ísland ljóstengt. Til þess að greiða enn frekar fyrir ljósleiðaravæðingu, og tryggja að uppbygging fari fram með hagkvæmum hætti þarf að nýta tækifæri til samstarfs, samlegðar og samnýtingar við uppbyggingu á öðrum innviðum þjóðfélagsins.
Mælt er fyrir um um almennan rétt fjarskipta- og veitufyrirtækja að bjóða aðgang að raunlægum innviðum þeirra og skyldur þeirra til að koma til móts við sanngjarnar beiðnir um aðgang í því skyni að byggja upp háhraða fjarskiptakerfi á grundvelli sanngjarnra skilmála og skilyrða.
Öll veitufyrirtæki sem vinna beint eða óbeint við jarðvegsframkvæmdir sem að hluta eða í heild eru fjármagnaðar með opinberu fé, skulu verða við sanngjörnum beiðnum um samhæfingu framkvæmdar í því skyni að byggja upp þætti háhraða fjarskiptanets.
Allar nýjar íbúðabyggingar, þ.á.m. sameignir skulu útbúnar innanhússlögnum sem geta borið háhraða netmerki, að nettengipunkti. Öll nýbyggð fjölbýlishús skuli útbúin samtengingarpunkti, staðsettum fyrir innan eða utan bygginguna, aðgengilegur fjarskiptaþjónustuveitendum, þar sem tenging við háhraða fjarskiptalagnir og innviði er aðgengileg.
Hver sá sem rekur almennt fjarskiptanet hefur rétt á að:
- Byggja eigið net á eigin kostnað, fram til aðgangspunkts
- Tengjast fyrirliggjandi innanhúslögnum með það í huga að byggja upp háhraðanet ef nýlögn innanhúslagna er tæknilega ómöguleg eða óhagkvæm
Aðildarríki skulu skilgreina úrskurðaraðili (t.d. PFS) vegna ágreiningsmála um aðgang og þá ber aðildarríkjum að skilgreina „single information point“, þar sem nálgast má upplýsingar m.a. um fyrirliggjandi fjarskipta- og veitumannvirki sem og fyrirhugaðar veituframkvæmdir. Í því felst m.a. að til staðar þarf að vera innviðagagnagrunnur sem hefur aðgang að upplýsingum um mannvirki og veitulagnir.

Innleiðing tilskipunarinnar getur haft víðtæk og jákvæð áhrif til þróunar og uppbyggingar á innviðum hér á landi, ef rétt er haldið á málum við innleiðingu hennar og framkvæmd. Með tilskipuninni er fyrirséð að rekstraraðilar innviða eiga gagnkvæman rétt á því að samnýta framkvæmdir til hagkvæmari uppbyggingar á innviðum, sem þeir munu vafalaust nýta sér. Sérstaklega á þetta við á þeim svæðum þar sem markaðsbrestur veldur því að markaðsaðilar treysta sér ekki til að byggja upp innviði einir, en gætu gert það í samstarfi við aðra og þá einkanlega veitufyrirtæki og önnur inniviðafyrirtæki. Þá fá stjórnvöld bæði hlutverk og úrræði til þess hvetja til þessarar þróunar, s.s. með gagnagrunnsgerð um innviði, miðlun upplýsinga og leiðbeininga til hagsmunaaðila og úrskurðarvald í ágreiningsmálum.

Ljóst er að innleiðingin mun hafa í för með sér bæði beinan kostnað fyrir ríkið og óbeinan kostnað, fyrir ríkið, sveitarfélög, veitufyrirtæki og jafnvel Vegagerðina. Beinn kostnaður við innleiðingu tilskipunarinnar felst í því að skilgreina þarf eftirlitsstjórnvald og tryggja að stofnunin geti sinnt verkefnunum sem tilskipunin kveður á um, búa til innviðagagnagrunn og veita þjónustu honum tengda. Póst- og fjarskiptastofnun áætlar í því samhengi að stofnunin muni þurfa 1-2 starfsgildi til þess að sinna þessum verkefnum, auk aukinna fjármuna til gagnagrunnsgerðar. Hvað stofnkostnað varðar fer fjárhæðin að miklu leyti eftir því hvort og með hvaða hætti heimilað verður að samnýta fyrirliggjandi upplýsingar um innviði sem þegar eru til og eru á forræði fjarskipta- og veitufyrirtækja. Ef samnýting fyrirliggjandi gagnagrunna verður heimiluð má gera ráð fyrir að stofnkostnaður verði um 20 milljónir og aukinn rekstrarkostnaður vegna fjölgunar starfsgilda og viðvarandi rekstrarkostnaðar gagnagrunns væri um 15-25 milljónir á ári.
Ætla má að óbeinn kostnaður felist í því að fjarskipta- og veitufyrirtæki þyrftu að taka tillit til samnýtingar annarra í sínum uppbyggingaráformum sem gæti aukið flækjustig og kostnað við framkvæmdir.
Þjóðhagslegur ávinningur myndi þó ávallt vega upp á móti þeim óbeina kostnaði að mati PFS í ljósi þess að viðbótarkostnaður við ljósleiðaralögn með öðrum veituframkvæmdum er einungis um 20-25% af heildarkostnaði framkvæmdarinnar.
Þar sem tilskipunin er m.a. um stjórnsýslu raforku- og veitumála, er sennilegt að um sé að ræða skörun við atvinnuvegaráðuneytið og því þarf að tryggja samráð við ANR við innleiðingu á tilskipuninni.

Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi.
Gera þarf breytingu á 36.gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003.
Skjóta þarf lagastoð undir single information point, þ.e. innviðagagnagrunn og tilheyrandi leiðbeiningaþjónustu, um aðgengi að gögnum fjarskipta- og veitufyrirtækja, ásamt ákvæðum um meðferð og vinnslu þessara upplýsinga með breytingu á 62. gr fjarskiptalaga nr. 81/2003.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagt var fram frumvarp til nýrra laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta sem varð að lögum nr. 125/2019 og tóku gildi þann 1. janúar 2020., Fyrirhugað er einnig að innleiða afmörkuð ákvæði tilskipunarinnar með breytingum á reglugerð um framkvæmdaleyfi (UAR) og á byggingarreglugerð (FRN), með vísan til lagastoðar í skipulags- og mannvirkjalögum. Er við það miðað að framangreindar breytingar taki gildi á fyrri helming ársins 2020.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Póst- og fjarskiptastofnun
Samráðsgátt Samráðsgátt – opið samráð stjórnvalda við almenning
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt
file:///C:/Users/r10astth/Downloads/Samantekt%20umsagna%20og%20vi%C3%B0br%C3%B6g%C3%B0%20-%20frumvarpsdr%C3%B6g%20innl%20tilsk%202014-61.pdf

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Aukakostnaður
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Sjá greinargerð með frumvarpi; https://www.althingi.is/altext/150/s/0122.html

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Orkustofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014L0061
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 155, 23.05.2014, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 147
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 25.2.2021, p. 48
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 67, 25.2.2021, p. 45