MiFID II - 32014L0065
Directive 2014/65/EU of the European Parliament and of the Council of 15 May 2014 on markets in financial instruments and amending Directive 2002/92/EC and Directive 2011/61/EU (recast) - MIFID II


Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB frá 15. maí 2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á tilskipun 2002/92/EB og tilskipun 2011/61/ESB (endurútgefin)
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 09 Fjármálaþjónusta, 09.03 Kauphöll og verðbréf |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 078/2019 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Markmið Evrópureglnanna er að tryggja gagnsæi á fjármálamörkuðum, efla fjárfestavernd, auka traust fjárfesta, fylla í gloppur á regluverki og tryggja að eftirlitsstofnanir hafi nægar valdheimildir til að sinna verkefnum sínum. Mikilvægt er að samræma þær reglur sem gilda hér á landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu enda er þannig best gætt að hagsmunum markaðarins, fjárfesta og almennings og ýtt undir aukna starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi og íslenskra fyrirtækja erlendis.
Nánari efnisumfjöllun
Alþjóðlega fjármálakreppan leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Óhófleg og óvarleg áhættutaka getur leitt til falls einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisáhættu í einstaka ríkjum og á alþjóðavísu. Framferði einstaka fyrirtækja getur skaðað fjárfesta og dregið úr trausti þeirra til fjármálakerfisins.
Þörf er á traustari lagaumgjörð um fjármálagerninga til að tryggja gagnsæi, efla fjárfestavernd, auka traust fjárfesta, fylla í gloppur á regluverki og tryggja að eftirlitsstofnanir hafi nægar valdheimildir til að sinna verkefnum sínum. Í því skyni gaf Evrópusambandið (ESB) út tilskipun (2014/65/ESB, MiFID II) og reglugerð (600/2014/ESB, MiFIR) um markaði fyrir fjármálagerninga.
MiFID II felur í sér þónokkrar breytingar frá því sem hefur gilt frá setningu MiFID I. Hið nýja regluverk hefur víðtækara gildissvið, tekur mið af tækninýjungum og er meðal annars ætlað að auka gagnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga og skerpa á fjárfestavernd. MiFID II hefur í för með sér breytingar á núgildandi reglum um starfsleyfi, viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, skipulagskröfur fjármálafyrirtækja og nýjar tegundir viðskiptavettvanga, svo eitthvað sé nefnt.
MiFIR felur í sér víðtækari kröfur en í MiFID I um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti og þá er eftirlitsstjórnvöldum færðar valdheimildir til að hlutast til um markaðssetningu, dreifingu eða sölu tiltekinna fjármálaafurða, samsettra innstæðna og samsettra innstæðna með tiltekin einkenni, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Íhlutunarheimildir geta einnig náð til tiltekinnar fjármálastarfsemi eða framkvæmdar á fjármálamarkaði.
Þörf er á traustari lagaumgjörð um fjármálagerninga til að tryggja gagnsæi, efla fjárfestavernd, auka traust fjárfesta, fylla í gloppur á regluverki og tryggja að eftirlitsstofnanir hafi nægar valdheimildir til að sinna verkefnum sínum. Í því skyni gaf Evrópusambandið (ESB) út tilskipun (2014/65/ESB, MiFID II) og reglugerð (600/2014/ESB, MiFIR) um markaði fyrir fjármálagerninga.
MiFID II felur í sér þónokkrar breytingar frá því sem hefur gilt frá setningu MiFID I. Hið nýja regluverk hefur víðtækara gildissvið, tekur mið af tækninýjungum og er meðal annars ætlað að auka gagnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga og skerpa á fjárfestavernd. MiFID II hefur í för með sér breytingar á núgildandi reglum um starfsleyfi, viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, skipulagskröfur fjármálafyrirtækja og nýjar tegundir viðskiptavettvanga, svo eitthvað sé nefnt.
MiFIR felur í sér víðtækari kröfur en í MiFID I um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti og þá er eftirlitsstjórnvöldum færðar valdheimildir til að hlutast til um markaðssetningu, dreifingu eða sölu tiltekinna fjármálaafurða, samsettra innstæðna og samsettra innstæðna með tiltekin einkenni, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Íhlutunarheimildir geta einnig náð til tiltekinnar fjármálastarfsemi eða framkvæmdar á fjármálamarkaði.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Tæknilegri aðlögun, 2 |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Lagasetning/lagabreyting |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Ný heildarlög um markaði fyrir fjármálagerninga, Breyta þarf lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um fjármálafyrirtæki |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing í vinnslu |
Samráð
Samráð | Nei |
---|
Áhrif
Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur | Rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir fjölgun stöðugilda vegna verkefna á sviði verðbréfamarkaðar. Þannig hefur verið tekið tillit til þeirra auknu verkefna sem stofnuninni verða falin með frumvarpinu bæði í kostnaði og útreikningi á eftirlitsgjaldi, sem stendur að mestu undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar. Nettóáhrif á ríkissjóð verða því engin. Rekstraráætlun Fjármálaeftirlitsins er notuð við gerð fjárlagafrumvarps og mótun fimm ára áætlunar í ríkisfjármálum. Hún byggir á þekkingu stofnunarinnar á þeim Evrópureglum sem til stendur að innleiða og mati hennar á breytingu verkefna Fjármálaeftirlitsins með tilliti til þeirra. |
---|---|
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Áformin miðað að því að efla fjárfestavernd, stuðla að gagnsæi í verðbréfaviðskiptum og taka mið af áskorunum fyrir verðbréfamarkaðinn sem fylgja þeim tækninýjungum sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðastliðin misseri. Þá gera áformaðar lagabreytingar auknar kröfur um viðskiptahætti og skipulagskröfur þeirra sem stunda verðbréfaviðskipti sem styrkir umgjörð markaðarins. Eftirlitsstjórnvöldum verða fengnar aukar valdheimildir á verðbréfamarkaði. Sú breyting sem markaðsaðilar hafa mestar áhyggjur af eru takmarkanir á tekjur sem hægt er að hafa af því að veita eða miðla sjálfstæðum rannsóknum eða ráðgjöf. Einhverjir telja að þær breytingar hafi veruleg áhrif á viðskiptamódel verðbréfafyrirtækja en óljóst er hvaða áhrif breytingin mun hafa, þar sem ekki er liðið langt síðan MiFID II tók gildi í ESB. Breytingar á öðrum kröfum til markaðsaðila eru ekki taldar hafa í för með sér svo aukinn kostnað fyrir þá sem eiga milligöngu um verðbréfaviðskipti að það skerði samkeppni. Samræming við evrópskar reglur á þessu sviði er aftur á móti líkleg til þess að ýta undir hana. |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
---|
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32014L0065 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 173, 12.6.2014, p. 349 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
COM numer | COM(2011) 656 |
---|---|
Dagsetning tillögu ESB | |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein) | |
---|---|
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland) | |
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur) |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 88, 31.10.2019, p. 1 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 279, 31.10.2019, p. 143 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |
|