32014L0094

Directive 2014/94/EU of the European Parliament and of the Council of 22 October 2014 on the deployment of alternative fuels infrastructure

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.01 Flutningar á landi
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 023/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipun 2014/94/EB felur í sér skyldur ríkja til að móta sér stefnu hvað varðar uppbygingu innviða vegna óhefðbundins/vistvæns eldsneytis, þ.m.t. hleðslustöðva fyrir rafbíla og stöðva fyrir bifreiðar sem nota jarðgas eða vetni. Markmið tilskipunarinnar er að minnka umhverfisáhrif með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Stefnumótun byggir á spá um þörf markaðarins fyrir innviði vegna vistvænna samgangna á vegum, í höfnum og á flugvöllum. Stefnumótun getur falið í sér blöndu af úrræðum til að byggja upp innviði, bæði hagræna hvata og en einnig beinar kvaðir á t.a.m. dreifiveitur eða söluaðila eldsneytis. Ríkin hafa frjálsar hendur með val á aðferðum og hvað þau telji að uppfylli þörf markaðarins.

Nánari efnisumfjöllun

Hluti af tilskipuninni er setning tæknilegra krafna þannig að t.a.m. hleðlustaurar uppfylli samræmda staðla. Gert er ráð fyrir að gefnar verði út reglugerðir hvað varðar tæknikröfur og finna má lagastoð fyrir slíkum reglugerðum í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og rafanga.
Hvað varðar upplýsingaskyldu til almennings um eldsneytisnotkun, þá eru lög nr. 40/2013 með ákvæði um upplýsingar og merkingar á sölustöðum eldsneytis. Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 felur í sér kröfur um skráningarupplýsingar bifreiða. Reglugerð nr. 260/2003 um eldsneytisnotkun og losun koldíoxíðs felur í sér ákvæði um birtingu upplýsingar um eldsneytistegund.
Lög um Orkustofnun nr. 87/2003 þarf að útvíkka þannig að þau nái yfir hlutverk stofnunarinnar við öflun gagna og áætlanagerðar um uppbyggingu innviða
Farið er fram á að 6. gr. tilskipunarinnar um innviði fyrir jarðgas eigi ekki við um Ísland. Vísað er í sömu rök og fyrir undanþágur frá öðrum gasgerðum, þ. á m. gastilskipun nr. 2009/72/EB.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki. Lagastoð í lögum nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga , Breyting á reglugerð um gæði eldsneytis nr.960/2016. Lagastoð í efnalögum nr. 61/2013., Breyting á reglugerð um eldsneytisnotkun og losun koldíoxíðs. Lagastoð í lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu fyrir vörur er tengjast orkunotkun.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014L0094
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 307, 28.10.2014, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 018
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 98, 12.12.2019, p. 43
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 323, 12.12.2019, p. 47