F-gas - 32014R0517

Regulation (EU) No 517/2014 of the European Parliament and of the Council of 16 April 2014 on fluorinated greenhouse gases and repealing Regulation (EC) No 842/2006

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 160/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Með reglugerðinni eru settar reglur um aðgerðir til að draga úr losun, um viðskipti, takmarkanir og skerðingu á framboði flúoraðra gróðurhúsalofttegunda (F-gös). Reglugerðinni er ætlað að styrkja núverandi aðgerðir til að draga úr losun þessara efna og setur fram metnaðarfull markmið í þeim efnum. Í reglugerðinni er sett fram takmörkun á heildarkvóta F-gasa sem mega vera á markaði í ESB árið 2015 og setur fram hvernig dregið skuli úr framboðinu í skrefum til ársins 2030. Í reglugerðinni er sett fram bann við notkun f-gösum í nýju tækjum, s.s. ísskápum. Þá eru settar fram ákvæði til að koma í veg fyrir leka f-gasa í núverandi tækjum með eftirliti og viðunandi þjónustu sem og endurnýtingu f-gasa.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerðinni eru settar reglur um aðgerðir til að draga úr losun, um viðskipti, takmarkanir og skerðingu á framboði flúoraðra gróðurhúsalofttegunda. Sett eru skilyrði á framleiðendur og innflytjendur efnanna og rekstrar- og þjónustuaðila kerfa sem innihalda efnin.
Með reglugerð (EB) 842/2006 var komið á kröfum um menntun og vottun fyrirtækja og starfsmanna sem sinna uppsetningu, starfrækslu, lekaleit og viðhaldi kerfa sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir á borð við kæli-, loftræsti-, varmadælu- og slökkvikerfi. Nú verða aðeins minniháttar breytingar á gildissviðinu þar sem við bætast kælikerfi í flutningabílum og tengivögnum. Með reglugerð (EB) 842/2006 voru í fyrsta skipti settar takmarkanir á markaðssetningu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og nú verða þær takmarkanir hertar enn frekar.

Sett eru skilyrði um að brugðist verði við lekum á kerfum sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eins og með því að leitað verði að lekum með kerfisbundnum hætti í kerfum sem innihalda magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda upp á 5 t af CO2 ígildum (10 t fyrir loftþétt kerfi).
Rekstraraðilar kerfa eru ábyrgir fyrir því að haldin sé skrá yfir notkun kerfanna þegar kemur að áfyllingu, aftöppun og förgun flúoraðra gróðurhúsalofttegunda á kerfunum og að þjónusta kerfisins sé veitt af vottuðum aðila. Þeir eru jafnframt ábyrgir fyrir því að endurheimt efna sé framkvæmd af vottuðum aðila.

Framleiðendur flúoraðra gróðurhúsalofttegunda skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir losun efnanna við framleiðslu, flutning og geymslu. Við markaðssetningu efnanna skal sýna fram á að tríflúormetan sem myndaðist við framleiðsluna hafi verið fargað eða endurheimt í samræmi við bestu fáanlegu tækni.

Aðildarríki skulu koma á vottunarkerfi þar sem tryggt er að einstaklingar geti fengið þá þjálfun sem nauðsyn krefur og mat á þekkingu þeirra verði framkvæmt. Vottun sem veitt hefur verið í samræmi við fyrri reglugerð heldur gildi sínu. Kröfur til vottunar fyrirtækja og starfsmanna þeirra koma fram í öðrum reglugerðum og engin breyting verður á þeim. Einungis má selja flúoraðar gróðurhúsalofttegundir til þeirra sem hafa hlotið vottun. Aðildarríki skulu tryggja að vottaðir aðilar hafi aðgang að upplýsingum um reglur varðandi staðgönguefni og tækni og að þeir eigi kost á þjálfun í þeim atriðum sem krafist er vottunar fyrir.

Í III. viðauka koma fram takmarkanir á markaðssetningu hluta sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Mikilvægustu nýmælin þar eru bann við markaðssetningu nýrra heimiliskæli- og ísskápa frá og með 1. janúar 2015 (miðað við hnatthlýnunarmátt, GWP > 150), nýja kæliskápa í verslunum í þrepum frá og með 1. janúar 2020 (GWP > 2500) og 1. janúar 2022 (GWP > 150) og ný kælikerfi í verslunum frá og með 1. janúar 2022 (GWP > 150). Að auki verður bannað að fylla á kerfi eftir 2030, og aðeins með endurheimtum og endurunnum efnum eftir 2020, ef GWP er > 2500 og magnið > 40 CO2 ígildistonn. Þó skal bannið ekki gilda um búnað sem uppfyllir skilyrði um visthönnun, notar minni orku og hefur í för með sér minni heildarlosun gróðurhúsalofttegunda en búnaður sem notar ekki vetnisflúorkolefni.

Búnað, sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, skal merkja með upplýsingum um að hann innihaldi slík efni, viðurkennt viðskiptaheiti kælimiðils, magn og CO2 ígildi þess.

Komið verður á kvótum á markaðssetningu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda og þak sett á það magn sem heimilt verður að markaðssetja ár hvert reiknað í CO2 ígildistonnum. Úthlutun hefst 2015 og er miðað við meðaltal þess sem markaðssett var á árunum 2009 til 2012. Magn þetta skerðist í áföngum til 2030 þegar þakið verður í 21% miðað við upphaflega úthlutun 2015 eins og lýst er í V. viðauka. Innflytjendur og framleiðendur sem tilkynntu um markaðssetningu skv. reglugerð (EB) nr. 842/2006 hafa forgang við úthlutun kvóta.
Innflutningur á efnum, sem fyllt hafa verið á búnað, skal falla undir innflutningskvóta í samræmi við IV. kafla frá og með 1. janúar 2017.

Skrá skal innflutning á HFC og einnig öðrum flúoruðum gróðurhúsalofttegundum sem talin eru upp í II. viðauka ef árlegt magn er yfir 1 tonni eða 100 CO2 ígildistonn. Aðkomu endurskoðanda er þörf fari markaðssett magn yfir 10.000 CO2 ígildistonn á ári. Skráningin skal vera í samræmi við VII. viðauka.

Reglugerðin gildir frá og með 1. janúar 2015.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Setja þarf nýja reglugerð í stað reglugerðar nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Lagastoð er í efnalögum nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Hvaða hagsmunaaðilar Kælitæknifélagið

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Aðlögunar er þörf svo að tekið verði tillit til þess að EFTA ríkin sitji ekki við sama borð og ESB ríkin vegna þess að framleiðendur og innflytjendur í EFTA ríkjunum þurftu ekki að tilkynna um framleiðslu og innflutning líkt og hinir og hafi þar með ekki tækifæri til að fá forgang við úthlutun kvóta. Um er að ræða eftirtaldar greinar:
11.3. Framkvæmdastjórnin getur í undantekningartilvikum, að beiðni aðildarríkis, veitt undanþágur frá banni við markaðssetningu hluta sem nota flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Aðlögun: Ef um er að ræða sértækar undanþágur til viðkomandi ríkis þá geta þær ekki náð til EFTA ríkjanna.
15.4. Framkvæmdastjórnin getur í undantekningartilvikum, að beiðni aðildarríkis, veitt undanþágur frá kröfu um úthlutun kvóta fyrir markaðssetningu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
Aðlögun: Ef um er að ræða sértækar undanþágur til viðkomandi ríkis þá geta þær ekki náð til EFTA ríkjanna.
16.1. Framkvæmdastjórnin ákvarðar viðmiðunargildi til grundvallar á úthlutun kvóta til markaðssetningar fyrir framleiðendur og innflytjendur, sem tilkynnt hafa um markaðssetningu, sem byggir á meðaltali áranna 2009-12 og reiknað út í samræmi við V. viðauka.
Aðlögun: Ákvörðun slíks viðmiðunargildis getur aðeins átt við um framleiðendur og innflytjendur í ESB ríkjum og því þarf að finna lausn fyrir EFTA ríkin.
16.2. Framleiðendur og innflytjendur, sem hafa ekki tilkynnt um markaðssetningu, geta lýst yfir vilja til markaðssetningar til framkvæmdastjórnarinnar.
Aðlögun: Slík yfirlýsing er forsenda þess að viðkomandi aðilar geti fengið hlutdeild í kvótanum og því geta fyrirtæki í EFTA ríkjunum þurft að gefa yfirlýsingu til framkvæmdastjórnarinnar en ekki ESA eða yfirvalda í EFTA ríkjum.
16.3. Útreikningur framkvæmdastjórnarinnar á viðmiðunargildi fyrir framleiðendur og innflytjendur.
Aðlögun: Útreikningarnir byggja á tilkynningum framleiðenda og innflytjenda samkvæmt reglugerð (EB) nr. 842/2006 sem nær ekki til fyrirtækja í EFTA ríkjunum. Þau eiga því ekki sömu möguleika á úthlutun líka í ljósi þess að reglugerðin hefur enn ekki tekið gildi í EFTA ríkjunum. Einnig skal vekja athygli á því að tilkynningarnar skv. reglugerð (EB) nr. 842/2006 er að finna í reglugerð (EB) nr. 1493/2007 sem er enn í fullu gildi en er ekki hluti af EES samningnum.
16.5. Framkvæmdastjórnin úthlutar kvóta til innflytjenda samkvæmt úthlutunarreglum í VI. viðauka. Aðlögun: Komast verður að niðurstöðu um hvort og þá hvenær EFTA ríkin verði aðilar að úthlutuninni.
17.1. Rekstur rafræns skráningarkerfis fyrir úthlutun á kvótum til markaðssetningar er í höndum framkvæmdastjórnarinnar.
Aðlögun: Gæta þarf þess að framleiðendur og innflytjendur í EFTA eigi kost á að skráningu í skráningarkerfið að öðrum kosti verði að gera viðkomandi kleift að skrá sig hjá yfirvöldum í viðkomandi ríki eða hjá ESA.
19.1. Framleiðendur, inn- og útflytjendur tilkynni til framkvæmdastjórnarinnar um framleiðslu, inn- og útflutning á efnum sem talin eru upp í I. og II. viðauka fari árlegt magn yfir 100 CO2 ígildistonn.
Aðlögun: Hér skiptir máli hvaða leið er farin við úthlutun kvóta og þá geta yfirvöld í EFTA ríkjunum þurft að hafa aðgang að þessum gögnum.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014R0517
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 150, 20.05.2014, p. 195
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 643
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 41
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 40