32014R1327

Commission Regulation (EU) No 1327/2014 of 12 December 2014 amending Regulation (EC) No 1881/2006 as regards maximum levels of polycyclic aromatic hydrocarbons (PAHs) in traditionally smoked meat and meat products and traditionally smoked fish and fishery products


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1327/2014 frá 12. desember 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1881/2006 að því er varðar hámarksgildi fjölhringa, arómatískra vetniskolefna í kjöti og kjötafurðum sem eru reykt á hefðbundinn hátt og í fiski og lagarafurðum sem eru reykt á hefðbundinn hátt
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 123/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum er breytt þannig að ákveðnum ríkjum er veitt undanþága fyrir hefðbundin matvæli (kjöt og fisk) frá þeim viðmiðum sem sett eru í reglugerðinni. Með aðlögunartexta í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þessarar gerðar í EES-samninginn ná undanþágur þessar til Íslands.

Nánari efnisumfjöllun

Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 voru fastsett hámarksgildi fyrir fjölhringa, arómatísk vetniskolefni í matvælum, þ.m.t. reyktu kjöti og kjötafurðum og reyktum fiski og lagarafurðum. Gögn sýndu að þrátt fyrir beitingu bestu mögulegu starfsvenja við reykingu er ekki unnt í nokkrum aðildarríkjum að ná lægri gildum fyrir fjölhringa, arómatísk vetniskolefni í tilteknum tilvikum, þegar um er að ræða kjöt og kjötafurðir sem eru reyktar á hefðbundinn hátt og fisk og lagarafurðir sem eru reyktar á hefðbundinn hátt, sökum þess að í þeim tilvikum ekki er hægt að breyta reykingaraðferðunum án þess að umtalsverðar breytingar verði á skynmatseinkennum matvælanna. Undanþágan er ætluð til þriggja ára og verður hún endurskoðuð að þeim tíma liðnum.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum. Lagastoð er að finna í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Sýnatökur eru ekki tíðar en fjármagn hefur verið til staðar til að mæla fyrir þessu í gegnum annað sýnatökuverkefni. Ef þörf er á frekari mælingum gæti kostnaður fallið á frameiðendur. Sýnataka fyrir framleiðanda á að vera innan við 100 þúsund krónur.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Hefðbundnar reykingaaðferðir fyrir bæði kjöt og fisk eru þannig að magn PAH geta farið yfir hámarksgildi sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1881/2006. Ísland fær undanþágu til að hafa hærri hámarksgildi fyrir hefðbundin reykt matvæli.

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32014R1327
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 358, 13.12.2014, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 40, 16.5.2019, p. 12
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 128, 16.5.2019, p. 12