32015L1513

Directive (EU) 2015/1513 of the European Parliament and of the Council of 9 September 2015 amending Directive 98/70/EC relating to the quality of petrol and diesel fuels and amending Directive 2009/28/EC on the promotion of the use of energy from renewable sources


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1513 frá 9. september 2015 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og um breytingu á tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.17 Umhverfisvernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 074/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Breytingar tilskipunar (ESB) 2015/1513 á tilskipunum 98/70/EB og 2009/28/EB fela m.a. í sér ákvæði um aukin skýrsluskil eldsneytisbirgja, breytt lágmark minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda með notkun lífeldsneytis og ákvæði til að bregðast við óbeinum breytingum á landnýtingu vegna framleiðslu lífeldsneytis.

Nánari efnisumfjöllun

Helstu breytingar á tilskipun 98/70/EB
Minnkun gróðurhúsalofttegunda
Með tilskipun (ESB) 2015/1513 eru gerðar breytingar á ákvæði 7. gr. a tilskipunar 98/70/EB, sem fjallar um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Í fyrsta lagi er því ákvæði bætt við að aðildarríkin geti heimilað birgjum lífeldsneytis til notkunar í flugi að taka þátt í minnkunarskyldunni sem kveðið er á um í 2. mgr. 7. gr. a. Í öðru lagi er aðildarríkjum gefinn kostur á, í því skyni að uppfylla minnkunarskylduna, að leggja hámark við framleiðslu lífeldsneytis úr korni og öðrum sterkjuríkum plöntum, sykri, olíuplöntum og plöntum sem eru ræktaðar aðallega í því skyni að framleiða orku, í samræmi við ákvæði tilskipunar 2009/28/EB, um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Þá er 7. mgr. bætt við 7. gr. a. Hún kveður á um að aðildarríki skuli krefjast þess að þeir birgjar sem skila árlegri skýrslu skv. 1. mgr. 7. gr. a skili tilteknum upplýsingum til viðbótar í þeirri skýrslu, þ.á m. bráðabirgðamati á losun frá lífeldsneyti vegna óbeinna breytinga á land-nýtingu. Jafnframt segir að aðildarríkin skuli skila þeim upplýsingum til framkvæmda-stjórnarinnar.

Viðmiðanir um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti
Með breytingu á 2. mgr. 7. gr. b, er horfið frá 35% lágmarki minnkunar á losun gróðurhúsa-lofttegunda með notkun lífeldsneytis sem talin er með að því er varðar 1. mgr. ákvæðisins og þess í stað skal minnkunin vera a.m.k. 60% vegna lífeldsneytis sem framleitt er í orkuverum þar sem starfræksla hófst eftir 5. október 2015.
Ef um er að ræða orkuver sem voru í rekstri 5. október 2015 eða fyrir þann tíma, er gerð krafa um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda með notkun lífeldsneytis um a.m.k. 35% fram til 31. desember 2017 og um a.m.k. 50% frá og með 1. janúar 2018. Með þessu ákvæði eru gerðar breytingar á núgildandi viðmiðum minnkunar sem eru annars vegar 50% frá og með 1. janúar 2017 og hins vegar 60% frá og með 1. janúar 2018.

Vöktun og skýrslugerð
Með breytingu á 3. mgr. 8. gr. tilskipunar 98/70/EB er skilafrestur fyrir skil á skýrslu aðildarríkja með gögnum um gæði innlends eldsneytis fyrir undangengið ár nú 31. Ágúst, í stað 30. júní áður.

Viðaukar
V. viðauka er bætt við tilskipun 98/70/EB með tilskipun (ESB) 2015/1513. Í A-hluta viðaukans er bráðabirgðamat á losun frá lífeldsneyti vegna óbeinna breytinga á landnýtingu. Í B-hluta er tiltekið frá hvaða gerðum lífeldsneytis losun vegna óbeinna breytinga á landnýtingu skuli teljast vera núll.

Helstu breytingar á tilskipun 2009/28/EB

Tilskipun 2009/28/EB var innleidd með lögum nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi og reglugerð nr. 870/2013 um söfnun gagna um framleiðslu, innflutning, geymslu og sölu á eldsneyti og eftirlit með orkuhlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í heildarsölu til samgangna á landi. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer með lög nr. 40/2013 og Orkustofnun með framkvæmd reglugerðar nr. 870/2013.

17.-21. gr. tilskipunarinnar voru innleiddar með reglugerð nr. 750/2013 um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldneytisframleiðslu, sem er á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Orkustofnun fer með framkvæmd reglugerðar nr. 750/2013.

IX. viðauka er bætt við tilskipun 2009/28/EB með tilskipun (ESB) 2015/1513. Í viðaukanum er listi yfir eldsneyti sem telja megi tvöfalt í markmiði gr. 3(4) tilskipunarinnar.

Viðmiðanir um sjálfbærni fyrir lífeldsneyti
Með tilskipun (ESB) 2015/1513 er lágmarki minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. 2. mgr. 17. gr. tilskipunar 2009/28/EB, breytt á sama veg og 2. mgr. 7. gr. b tilskipunar 98/70/EB, sjá framar.

Sértæk ákvæði varðandi notkun endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum
Með tilskipun (ESB) 2015/1513 er 21. gr. tilskipunar 2009/28/EB felld brott.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagt er til að þau ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/1513 sem fela í sér breytingar á tilskipun 98/70/EB verði innleidd með breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis. Lagastoð er að finna í 13. tölul. 1. mgr. 11. efnalaga nr. 61/2013.
, Eins og fram kom hefur komið þá er 21. gr. tilskipunar 2009/28/EB felld brott með tilskipun (ESB) 2015/1513 og krefst það breytingu á lögum nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. , Nánar tiltekið eru 2. og 5. mgr. 3. gr. laganna til samræmis við 2. og 1. mgr. 21. gr. tilskipunarinnar. Viðauki IX bætist við tilskipun 2009/28/EB og kemur í stað 21. gr. tilskipunarinnar. , Lagt er til að sett verði ný ákvæði í reglugerð um eldsneytið sem hefur tvöfalt vægi í markmiðum skv. gr. 3(4) tilskipunar 2009/28/EB og er birt í Viðauka IX. Þá er lagt til að önnur ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/1513 sem fela í sér breytingar á , ákvæðum 17.-19. gr. tilskipunar 2009/28/EB verði innleidd með breytingarreglugerð við reglugerð nr. 750/2013 um viðmiðanir í sjálfbærri lífeldsneytisframleiðslu., Lagastoð er að finna í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 40/2013 og 13. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 , Gerðin kallar á breytingu á lögum nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Nánar tiltekið eru 2. og 5. mgr. 3. gr. laganna til samræmis við 2. og 1. mgr. 21. gr. tilskipunarinnar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015L1513
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 239, 15.9.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 595
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 50
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 44