FTR - 32015R0847

Regulation (EU) 2015/847 of the European Parliament and of the Council of 20 May 2015 on information accompanying transfers of funds and repealing Regulation (EC) No 1781/2006 - FTR II

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 250/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Flæði ólöglegs fjármagns getur dregið úr trúverðugleika og stöðugleika fjármálamarkaða og ógnað innri markaði ESB sem og þróun alþjóðlegs fjármálamarkaðar. Reglugerðinni er ætlað að koma í veg fyrir að ósamræmi sé á milli millifærslna innanlands og millifærslna innan aðildaríkja ESB. Í reglugerð 2015/847 er kveðið á um hvaða upplýsingar um greiðanda og móttakanda greiðslu skuli fylgja við millifærslu fjármuna. Í reglugerðin eru gerðar kröfur um að tilteknar upplýsingar um greiðanda og móttakanda greiðslu fylgi með millifærslum. Þeir sem veita greiðsluþjónustu eru jafnframt gerðir ábyrgir fyrir því að þær fylgi. Í gerðinni er kveðið á um hvað veitendur greiðsluþjónustu eiga að gera til að komast að því hvort upplýsingar um greiðanda eða móttakanda greiðslu séu ófullnægjandi. Reglurnar eiga við um alla gjaldmiðla og eru settar í því skyni að koma í veg fyrir, bera kennsl á og rannsaka peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ekki er talið að reglugerðin muni fela í sér aukin kostnað.

Nánari efnisumfjöllun

Flæði ólöglegs fjármagns gegnum millifærslur getur dregið úr trúverðugleika, stöðugleika og orðstýr fjármálamarkaðar og ógnað innri markaði ESB sem og þróun alþjóðlegs fjármálamarkaðar. Þessari reglugerð er ætlað að koma í veg fyrir að ósamræmi sé á milli millifærslna innanlands og millifærslna innan aðildaríkja ESB í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Reglugerðin leysir af hólmi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1781/2006 frá 15. nóvember 2006, um upplýsingar um greiðanda sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna. Sú reglugerð hefur stoð í 28. gr. laga nr 64/2006 um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Reglugerð 2015/847 tekur mið af tilmæli FATF, Financial Action Task Force, nr. 16 um rafrænar millifærslur Wire transfers en þau voru uppfærð árið 2012. Reglugerðin er kynnt samhliða tilskipun 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í henni eru kröfur um áreiðanleikakannanir og skyldu tilkynningaskyldra aðila til að tilkynna grunsamlegar færslur. Reglugerðin er hluti af stefnu Evrópusambandsins í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Reglugerð 2015/847 kveður á um hvaða upplýsingar um greiðanda og móttakanda greiðslu skuli fylgja við millifærslu fjármuna. Millifærsla fjármuna getur verið misnotuð í því skyni að fjármagna hryðjuverk og til að þvætta peninga. Til að greina og koma í veg fyrir slíka misnotkun þurfa veitendur greiðsluþjónustu að vita hverjir sendendur og móttakendur millifærslna eru. Í reglugerðin eru því gerðar kröfur um að tilteknar upplýsingar um greiðanda og móttakanda greiðslu fylgi með millifærslum. Þeir sem veita greiðsluþjónustu eru jafnframt gerðir ábyrgir fyrir því að svo sé gert. Í reglugerðinni er kveðið á um hvað veitendur greiðsluþjónustu eiga að gera til að komast að því hvort að upplýsingar um greiðanda eða móttakanda greiðslu vanti eða séu ófullnægjandi. Reglurnar eiga við um alla gjaldmiðla og eru settar í því skyni að koma í veg fyrir, bera kennsl á og rannsaka peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Upplýsingarnar um greiðanda sem veitendur greiðsluþjónustu eiga að ganga úr skugga um að liggi fyrir við millifærslu fjármuna eru nafn, reikningsnúmer, heimilisfang, opinbert persónulegt númer skjals, kennitala eða fæðingardagur og fæðingarstaður. Áður en millifærsla á sér stað skal sá er veitir greiðanda greiðsluþjónustu staðreyna áreiðanleika framangreindra upplýsinga á grundvelli skjala, gagna og upplýsinga sem koma frá áreiðanlegum og sjálfstæðum heimildum.
Reglugerðin á ekki við þegar verið er að millifæra með greiðslukorti, rafrænum gjaldmiðli, greiðslu með farsíma eða greiðslur sem framkvæmdar eru með stafrænum hætti annað hvort fyrirfram eða eftir á greitt að því gefnu að ekki sé um viðskipti milli einstaklinga að ræða.
Gerð er krafa um að þeir sem veita móttakendum greiðslna greiðsluþjónustu viti deili á móttakendum greiðslna yfir 1.000 evrur. Þá eiga greiðslumiðlarar einnig að setja leiðbeinandi reglur sem byggðar eru á áhættumati fyrir aðstæður þegar að millifæra á fjármuni en millifærslu er hafnað eða stöðvuð vegna skorts á upplýsingum og hvaða aðgerðir eigi við í slíkum kringumstæðum.
Þá er í reglugerðinni einnig að finna reglur um vinnslu persónuupplýsinga sem og nákvæmar reglur um eftirlit og viðurlög. Gerðar eru kröfur um stjórnvaldssektir við brotum á ákvæðum reglugerðarinnar og að viðurlög séu skilvirk, í réttu hlutfalli við brot og fyrirbyggjandi. Þá ber yfirvöldum einnig að birta viðurlögin.
Ekki er talið að reglugerðin muni fela í sér aukin kostnað fyrir ráðuneytin eða undirstofnanir.
Samtengin skráa aðildarríkjanna getur orðið til þess að upplýsingar um Íslendinga verði án fyrirstöðu skoðanlegir fyrir yfirvöld og hugsanlega almenning í öðrum ríkjum.
Breyta þarf lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006 og lögum um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003 vegna samtengingar. skráa. Gefa þarf út nýja reglugerð í stað reglugerðar um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1781/2006 frá 15. nóvember 2006, um upplýsingar um greiðanda sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna, nr. 386/2009. Gera nýja reglugerð um áhættusöm lönd.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Sjá efnisútdrátt.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, héraðssaksóknari auk dómsmálaráðuneytisins.
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R0847
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 141, 5.6.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 044
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 28.2.2019, p. 6
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 337, 23.9.2021, p. 46