32015R1348

Commission Regulation (EU) 2015/1348 of 3 August 2015 amending Regulation (EC) No 773/2004 relating to the conduct of proceedings by the Commission pursuant to Articles 81 and 82 of the EC Treaty
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 21 um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 032/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð 2015/1348/EU breytir reglugerð 773/2004/EB en í síðarnefndu reglugerðinni eru ákvæði um málsmeðferð framkvæmdastjórnarinnar í málum er varða hugsanleg brot gegn 101. og 102. gr. TFEU sem eru samsvarandi ákvæðum 53. og 54. gr. EES-samningsins og leggja bann við ólögmætu samráði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með reglugerð 2015/1348/EU eru gerðar að meginstefnu til þrenns konar breytingar; bætt er við ákvæðum um sakarmildi (leniency programme), ákvæðum um sáttarmeðferð (settlement submission) og um aðgang að gögnum framkvæmdastjórnarinnar er varða meðferð mála um sakarmildi og sáttarmeðferð.

Nánari efnisumfjöllun

Gerðin varðar aðeins málsmeðferðarreglur framkvæmdastjórnarinnar og varðar sem slík aðeins málsmeðferðarreglur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Við upptöku gerðarinnar í EES-samninginn hafa því einnig verið unnar breytingar á bókun 4 við samning EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (Surveillance and Court Agreement; SCA). Gerðin verður innleidd í landsrétt með breytingum á reglugerð 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Ákvæðin um sakarmildi kveða á um að ESA geti sett sér reglur og viðmið um hvernig beita megi sakarmildi. Í því felst að heimilt verði að lækka eða fella niður sektir sem annars yrði lögð á fyrirtæki sem tekið hafa þátt í ólögmætu samráði. Það fyrirtæki sem er fyrst til að veita ESA upplýsingar um ólögmætt samráð sem leitt geta til þess að rannsókn verði hafin eða að broti á 53. gr. EES verði slegið föstu. Upplýsingarnar þurfa að vera þess eðlis að þær séu "significant added value" miðað við þær upplýsingar sem ESA kann þegar að hafa. Ákvörðun um hversu langt verði gengið í sakarmildi (hvort sekt verði lækkuð, felld niður eða friðhelgi veitt) er tekin eftir að rannsókn máls er lokið með m.t.t. hvort viðkomandi fyrirtæki hafi uppfyllt skilyrði reglna ESA meðan á málsmeðferð stóð. Upplýsingarnar geta verið í margvíslegu formi, m.a. munnlega.

Varðandi sáttarmeðferð er gerð breyting á 10. gr. a III. kafla bókunar 4 við SCA sem felur í sér að þau fyrirtæki sem leita eftir sáttarmeðferð hjá ESA, sem felur í sér viðurkenningu á broti gegn 53. gr. EES, skuli sjálf koma fram með þau sáttarskilyrði sem þau telja við hæfi. Í þessu felst að ESA hefur ekki frumkvæði að því að meta hvaða sátt sé við hæfi hverju sinni heldur metur ESA hvort þau sáttarskilyrði sem fyrirtæki leggur fram uppfylli skilyrði ESA og nái þeim markmiðum sem stefnt er að. Upplýsingar veittar skv. þessu ákvæði geta verið skriflegar eða munnlegar.

Ákvæði um aðgang að gögnum varðar hvenær hlutaðeigandi fyrirtæki geta fengið aðgang að gögnum sem ESA hefur og liggja til grundvallar rannsókn, til að geta unnið að tillögum að sáttaskilyrðum. Þá er einnig kveðið á um með hvaða hætti megi nota gögnin, sem er almennt aðeins til varnar í málum gagnvart ESA, landsdómstólum, EFTA dómstólnum eða gagnvart samkeppnisyfirvöldum aðildarríkja.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð 593/1993 - lagastoð í 32. gr. samkeppnislaga.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R1348
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 208, 5.8.2015, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 98, 12.12.2019, p. 54
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 323, 12.12.2019, p. 63