32015R2282

Commission Regulation (EU) 2015/2282 of 27 November 2015 amending Regulation (EC) No 794/2004 as regards the notification forms and information sheets


iceland-flag
Þýðing EES-gerðar birtist hér á íslensku við upptöku í EES-samninginn og birtingu í EES-viðbæti.
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, bókun) 26 um valdsvið og störf eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Íslenskt heiti: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2282 frá 27. Nóvember 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 794/2004 að því er varðar tilkynningaform og upplýsingaeyðublöð.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 794/2004 frá 21. apríl 2004, svonefnd framkvæmdareglugerð (e. Implementing Regulation, d. implementeringsforordningen), hefur að geyma ákvæði um form og innihald tilkynninga um ríkisaðstoð, skil á ársskýrslum um ríkisaðstoð, einfaldaða málsmeðferð í tilteknum málum, ákvörðun tímafresta og útreikning vaxta.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvæði framkvæmdarreglugerðarinnar frá 2004 endurspeglast í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA nr. 194/04/COL frá 14. júlí 2004, með síðari breytingum, um framkvæmdarákvæði sem um getur í 27. gr. II. hluta bókunar 3 við SED. Undanfarin ár hafa leiðbeinandi reglur um ríkisaðstoð og málsmeðferð ríkisaðstoðareftirlits sætt endurskoðun með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2282 eru tilkynningareyðublöð uppfærð til samræmis við framangreint, til að tryggja að eftirlitsaðilar fái allar nauðsynlegar upplýsingar þegar ráðstafanir sem fela í sér ríkisaðstoð eru tilkynntar. Jafnframt hefur reglugerðin að geyma það nýmæli að bætt hefur verið við eyðublaði fyrir matsáætlanir, sem eru liður í auknum áherslum á eftirlit með stórum ríkisaðstoðarkerfum sem hafa umtalsverð áhrif á samkeppni og sameiginlega markaðinn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R2282
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 325, 10.12.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar