32015R2282

Commission Regulation (EU) 2015/2282 of 27 November 2015 amending Regulation (EC) No 794/2004 as regards the notification forms and information sheets

Verði gerð tekin upp í EES-samninginn birtist hún hér á íslensku eftir birtingu í EES-viðbæti
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun hjá ESB og EFTA-ríkjunum innan EES
Svið (EES-samningur, bókun) 26 um valdsvið og störf eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Íslenskt heiti: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2282 frá 27. Nóvember 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 794/2004 að því er varðar tilkynningaform og upplýsingaeyðublöð.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 794/2004 frá 21. apríl 2004, svonefnd framkvæmdareglugerð (e. Implementing Regulation, d. implementeringsforordningen), hefur að geyma ákvæði um form og innihald tilkynninga um ríkisaðstoð, skil á ársskýrslum um ríkisaðstoð, einfaldaða málsmeðferð í tilteknum málum, ákvörðun tímafresta og útreikning vaxta.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvæði framkvæmdarreglugerðarinnar frá 2004 endurspeglast í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA nr. 194/04/COL frá 14. júlí 2004, með síðari breytingum, um framkvæmdarákvæði sem um getur í 27. gr. II. hluta bókunar 3 við SED.

Undanfarin ár hafa leiðbeinandi reglur um ríkisaðstoð og málsmeðferð ríkisaðstoðareftirlits sætt endurskoðun með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2282 eru tilkynningareyðublöð uppfærð til samræmis við framangreint, til að tryggja að eftirlitsaðilar fái allar nauðsynlegar upplýsingar þegar ráðstafanir sem fela í sér ríkisaðstoð eru tilkynntar.

Jafnframt hefur reglugerðin að geyma það nýmæli að bætt hefur verið við eyðublaði fyrir matsáætlanir, sem eru liður í auknum áherslum á eftirlit með stórum ríkisaðstoðarkerfum sem hafa umtalsverð áhrif á samkeppni og sameiginlega markaðinn.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R2282
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 325, 10.12.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar