32015R2283

Regulation (EU) 2015/2283 of the European Parliament and of the Council of 25 November 2015 on novel foods, amending Regulation (EU) No 1169/2011 of the European Parliament and of the Council and repealing Regulation (EC) No 258/97 of the European Parliament and of the Council and Commission Regulation (EC) No 1852/2001


iceland-flag
Reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2283 frá 25. nóvember 2015 um nýfæði, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 og um niðurfellingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 258/97 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1852/2001
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 126/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð 2015/2283 um nýfæði kemur í stað reglugerðar (EB) nr. 258/97. Markmiðið með reglugerðinni er m.a. að gera umsóknarferli fyrir nýfæði einfaldara og skilvirkara,auðvelda nýsköpun í matvælaiðnaði og auka val neytenda. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins 31. desember 2015 en ákvæði hennar taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2018.

Nánari efnisumfjöllun

Þessari nýju reglugerð er ætlað að bregðast við vandamálum sem höfðu komið upp við framkvæmd eldri reglugeðrar og jafnframt auðvelda nýsköpun með einfaldara og hraðara regluverki.
Helstu breytingar í nýju reglugerðinni er breytt skilgreining sem er ætlað að gera hugtakið skýrara. Þá er umsóknarferlið stytt sem og meðferðartími umsókna. Umsækjendur munu sækja um beint til framkvæmdastjórnar ESB en ekki til aðildarlandanna eins og nú er. Þá mun Matvælaaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) meta umsóknina og þá áhættu sem felst í neyslu matvælanna en ekki hvert aðildarríki eins og nú er.Umsóknir verða ekki einskorðaðar við umsækjanda heldur gildir leyfið fyrir alla. Sá sem sækir um notkun nýfæðis verður ekki sá eini sem má markaðssetja matvælið heldur verður gefinn út listi með því nýfæði sem leyft er og er öllum heimilt að nota efnin af listanum.
Þá eru tvær nýjar skilgreiningar settar fram fyrir „hefðbundin matvæli frá þriðju ríkjum“ og „saga um örugga notkun í þriðju ríkjum“. Reglugerðardrögin gera ráð fyrir hraðaðri málsmeðferð fyrir þessi matvæli.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta ESB gerðin verður innleidd með nýrri reglugerð. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur eldri reglugerðin, reglugerð nr. 990/2015 um nýfæði, úr gildi. Lagastoð er að finna í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32015R2283
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 327, 11.12.2015, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2013) 894
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 40, 16.5.2019, p. 17
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 128, 16.5.2019, p. 17