Ákvörðun H8 um starfsreglur og skipan tækninefndar um gagnavinnslu - ­32016D0720(01)

Decision No H8 of 17 December 2015 (updated with minor technical clarifications on 9 March 2016)concerning the methods of operation and the composition of the Technical Commission for Data Processing of the Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems

Ákvörðun nr. H8 frá 17. desember 2015 (uppfærð með minni háttar tæknilegum útskýringum 9. mars 2016) um starf og samsetningu tækninefndar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa (2016/C 263/04)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 077/2019
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samhæfingu almannatryggingakerfa nr. H8 frá 17. desember 2015 kveður á um starfsreglur og skipan tækninefndar um gagnavinnslu sem starfar í tengslum við framkvæmdaráðið.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðunin er tekin með stoð í 72. og 73. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og kemur í stað ákvörðunar nr. H2 frá 12. júní 2009. Framkvæmdaráðið ákveður umboð tækninefndarinnar með hliðsjón af sérstökum verkefnum hennar. Í ákvörðuninni er fjallað um það hvernig nefndin skuli skipuð. Tekið er fram að það sé fulltrúi ríkisstjórnar viðkomandi aðildarríkis í framkvæmdaráðinu sem eig að framsenda tilnefningu fulltrúa þess ríkis í tækninefndina til skrifstofuþjónustu framkvæmdaráðsins. Fulltrúanum er heimilt að hafa með sér sérfræðing á fundina þegar það telst nauðsynlegt vegna umræðuefnisins. Í ákvörðuninni er kveðið á um formennsku í tækninefndinni á víxl, fundarboð, dagskrá, samþykkt skýrslna, upplýsingaöflun, vinnuhópa um sérstök mál, atkvæðagreiðslur, fundargerðir, skýrslugjöf til framkvæmdaráðsins ofl.

Breytingar frá ákvörðun nr. H2 eru m.a. þær að í 2. gr. er tekið fram að í sendinefnd hvers ríkis skuli ekki vera fleiri en fjórir einstaklingar. Í 9. gr er tekið fram að drög að dagskrá skuli sendast út a.m.k. 15 starfsdögum fyrir fund og að skjöl er varða dagskrárliði sem þarfnist ákvörðunar eða afstöðu á fundinum skuli gerð aðgengileg a.m.k. 10 starfsdögum fyrir fund. Í 10. gr. er fjallað um fundargerðir sem nefndin skal samþykkja og kveðið á um að ensk útgáfa fundargerðar skuli sendast út í síðasta lagi einum mánuði fyrir næsta fund í tækninefndinni. Í 11 gr. kemur fram að tækninefndin skuli gefa framkvæmdaráðinu skriflega skýrslu eftir hvern fund um störf sín og hverju nefndin hafi áorkað en áður var kveðið á um árlega skýrslugjöf tækninefndarinnar til framkvæmdaráðsins. Í 13. gr. kemur fram að skýrslur, dagskrá og skjöl varðandi starfsemi nefndarinnar skuli gerð á ensku.

Ákvörðunin kemur í stað ákvörðunar nr. H2 frá 12. júní 2009 og fellir hana úr gildi. Ákvörðun H2 var felld undir EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Ríkisskattstjóri

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016D0720(01)
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 263, 20.7.2016, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 56
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 48