Ákvörðun H8 um starfsreglur og skipan tækninefndar um gagnavinnslu - 32016D0720(01)

Decision No H8 of 17 December 2015 (updated with minor technical clarifications on 9 March 2016)concerning the methods of operation and the composition of the Technical Commission for Data Processing of the Administrative Commission for the Coordination of Social Security Systems


iceland-flag
Ákvörðun nr. H8 frá 17. desember 2015 (uppfærð með minni háttar tæknilegum útskýringum 9. mars 2016) um starf og samsetningu tækninefndar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa (2016/C 263/04)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn en er ekki lengur í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 077/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu Nei

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samhæfingu almannatryggingakerfa nr. H8 frá 17. desember 2015 kveður á um starfsreglur og skipan tækninefndar um gagnavinnslu sem starfar í tengslum við framkvæmdaráðið.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðunin er tekin með stoð í 72. og 73. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og kemur í stað ákvörðunar nr. H2 frá 12. júní 2009. Framkvæmdaráðið ákveður umboð tækninefndarinnar með hliðsjón af sérstökum verkefnum hennar. Í ákvörðuninni er fjallað um það hvernig nefndin skuli skipuð. Tekið er fram að það sé fulltrúi ríkisstjórnar viðkomandi aðildarríkis í framkvæmdaráðinu sem eig að framsenda tilnefningu fulltrúa þess ríkis í tækninefndina til skrifstofuþjónustu framkvæmdaráðsins. Fulltrúanum er heimilt að hafa með sér sérfræðing á fundina þegar það telst nauðsynlegt vegna umræðuefnisins. Í ákvörðuninni er kveðið á um formennsku í tækninefndinni á víxl, fundarboð, dagskrá, samþykkt skýrslna, upplýsingaöflun, vinnuhópa um sérstök mál, atkvæðagreiðslur, fundargerðir, skýrslugjöf til framkvæmdaráðsins ofl.

Breytingar frá ákvörðun nr. H2 eru m.a. þær að í 2. gr. er tekið fram að í sendinefnd hvers ríkis skuli ekki vera fleiri en fjórir einstaklingar. Í 9. gr er tekið fram að drög að dagskrá skuli sendast út a.m.k. 15 starfsdögum fyrir fund og að skjöl er varða dagskrárliði sem þarfnist ákvörðunar eða afstöðu á fundinum skuli gerð aðgengileg a.m.k. 10 starfsdögum fyrir fund. Í 10. gr. er fjallað um fundargerðir sem nefndin skal samþykkja og kveðið á um að ensk útgáfa fundargerðar skuli sendast út í síðasta lagi einum mánuði fyrir næsta fund í tækninefndinni. Í 11 gr. kemur fram að tækninefndin skuli gefa framkvæmdaráðinu skriflega skýrslu eftir hvern fund um störf sín og hverju nefndin hafi áorkað en áður var kveðið á um árlega skýrslugjöf tækninefndarinnar til framkvæmdaráðsins. Í 13. gr. kemur fram að skýrslur, dagskrá og skjöl varðandi starfsemi nefndarinnar skuli gerð á ensku.

Ákvörðunin kemur í stað ákvörðunar nr. H2 frá 12. júní 2009 og fellir hana úr gildi. Ákvörðun H2 var felld undir EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Á ekki við
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félags- og húsnæðismálaráðuneyti
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Ríkisskattstjóri

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016D0720(01)
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ C 263, 20.7.2016, p. 3
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 44, 2.7.2020, p. 56
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 210, 2.7.2020, p. 48