32016L1106

Commission Directive (EU) 2016/1106 of 7 July 2016 amending Directive 2006/126/EC of the European Parliament and of the Council on driving licences
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem beðið er afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.02 Flutningar á vegum
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 114/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið með gerðinni er að uppfæra tilteknar heilbrigðiskröfur í tilskipun 2006/126/EB í ljósi nýrrar þekkingar sem hefur áhrif á hæfni einstaklinga til aksturs. Í viðauka III við tilskipun 2006/126/EB eru settar fram lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í kjölfar nýrrar þekkingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki þykir nauðsynlegt að uppfæra núverandi heilbrigðiskröfur.

Nánari efnisumfjöllun

Markmiðið með gerðinni er að uppfæra tilteknar heilbrigðiskröfur í tilskipun 2006/126/EB í ljósi nýrrar þekkingar sem hefur áhrif á hæfni einstaklinga til aksturs.
Í viðauka III við tilskipun 2006/126/EB eru settar fram lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki. Í kjölfar nýrrar þekkingar á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki þykir nauðsynlegt að uppfæra núverandi heilbrigðiskröfur.
Gerðar eru breytingar á viðauka III við tilskipun 2006/126/EB um annars vegar hjarta- og æðasjúkdóma og hins vegar sykursýki. Gert er ráð fyrir að þessir sjúkdómar geti valdið því að einstaklingum verði bannað tímabundið eða varanlega að aka vélknúnu ökutæki.
Þegar um er að ræða hjarta- og æðasjúkdóma þarf að líta til tiltekinna skilyrða um heilsu sem sett eru fyrir því að heimilt sé að gefa út eða endurnýja ökuskírteini.
Gerðin flokkar tiltekið heilsufar sem veldur því annars vegar að heimilt er að gefa út eða endurnýja ökuskírteini þeirra sem fallar þar undir og hafa fengið árangursríka meðferð, viðurkennt álit læknis og etv fara í reglubundið lækniseftirlit, og hinsvegar heilsufar sem veldur því að ekki má gefa út eða endurnýja ökuskírteini, nema í undantekningartilvikum. Einnig eru taldar upp ákveðnar tegundir hjarta- og æðasjúkdóma þar sem ber að meta hvert tilvik sjálfstætt.
Skilyrðin eiga við einstaklinga sem eru annars vegar heilsuhraustir og hins vegar einstaklinga sem hafa fengið árangursríka meðferð, geta lagt fram staðfest álit læknis og ef þörf er á, fara í reglubundið lækniseftirlit. Jafnframt eru önnur heilsufarsleg einkenni sem talin eru upp og valda því að ekki má gefa út eða endurnýja ökuskírteini þeirra einstaklinga sem þau eiga við nema í undantekingartilvikum. Ákveðnar tegundir hjarta-og æðasjúkdóma þarf að meta í hvert sinn. Loks er aðildarríkjum heimilt að takmarka útgáfu eða endurnýjun ökuskírteina vegna annarra hjarta- og æðasjúkdóma en þeirra sem nefndir eru í ákvæðinu eftir því sem þau telja nauðsynlegt.
Um þá sem eru með Varðandi sykursýki eru einnig talin upp ítarlegri skilyrði en áður fyrir því hvenær má gefa út eða endurnýja ökuskírteini þeirra sem eru með þann sjúkdóm. og eru þau ítarlegri.
Helstu breytingarnar verða hjá þeim sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma eða sykursýki og vilja fá útgefið eða endurútgefið ökuskírteini. Með þessari tilskipun framkvæmdastjórnarinnar eru settar fram nákvæmari skilyrði fyrir því að gefa út og endurnýja ökuskírteini einstaklinga. Það er því nauðsynlegt að bæði læknar sem gefa út heilbrigðisvottorð og sýslumenn sem gefa út ökuskírteini séu meðvitaðir um þessar breytingar. Kostnaður fellur innan kostnaðar við reglubundna starfssemi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyting á reglugerð um ökuskírteini með stoð í umferðarlögum 50/1987
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016L1106
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 183, 8.7.2016, p. 59
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D043528/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegur fyrirvari skv. 103. grein (Liechtenstein) Liechtenstein

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur