Almenna persónuverndarreglugerðin - 32016R0679

Regulation (EU) 2016/679 of the European Parliament and of the Council of 27 April 2016 on the protection of natural persons with regard to the processing of personal data and on the free movement of such data, and repealing Directive 95/46/EC (General Data Protection Regulation)


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndarreglugerðin)
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.03 Gagnavernd
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 154/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið tillagnanna er að einfalda þær reglur sem gilda og breyta þeim þannig að þær eigi við þær aðstæður sem gilda í dag. Réttindi og skyldur fyrirtækja sem nota persónupplýsingar eru skilgreindar sem og réttindi þeirra sem upplýsingarnar eiga við. Megintilgangur endurskoðunarinnar er að samræma framkvæmd tilskipunarinnar frá 1995 innan aðildarrríkja ESB (og EES-ríkjanna) til að draga úr hættu á að tiltekin aðildarríki hagi framkvæmd sinni þannig að fyrirtæki sæki til þeirra vegna þess að reglurnar séu hagstæðari fyrirtækjum sem fara með persónuupplýsingar en í öðrum aðildarríkjum.

Nánari efnisumfjöllun

Á árinu 2012 lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögur að endurskoðuðum reglum um persónuvernd, þ.e. um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, sem ætlunin var að kæmi í stað tilskipunar nr. 95/46/EB. Samhliða lagði framkvæmdastjórnin fram tillögu að tilskipun ráðsins og Evrópuþingsins um vernd einstaklinga með tilliti til vinnslu persónuupplýsinga af viðeigandi yfirvöldum til að: koma í veg fyrir afbrot, í þágu rannsókna, til að koma upp um eða saksækja vegna lögbrota eða vegna fullnustu refsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Mun sú tilskipun koma í stað rammaákvörðunar ESB nr. 2008/977 en hún telst falla á sviði Schengen-samstarfsins. Reglurnar hafa nú verið samþykktar í endanlegri mynd af Evópusambandinu.
Markmið tillagnanna er að einfalda þær reglur sem gilda og breyta þeim þannig að þær eigi við þær aðstæður sem gilda í dag. Réttindi og skyldur fyrirtækja sem nota persónupplýsingar eru skilgreindar sem og réttindi þeirra sem upplýsingarnar eiga við. Megintilgangur endurskoðunarinnar er að samræma framkvæmd tilskipunarinnar frá 1995 innan aðildarrríkja ESB (og EES-ríkjanna) til að draga úr hættu á að tiltekin aðildarríki hagi framkvæmd sinni þannig að fyrirtæki sæki til þeirra vegna þess að reglurnar séu hagstæðari fyrirtækjum sem fara með persónuupplýsingar en í öðrum aðildarríkjum.
Grundvallarreglur persónuverndar einstaklinga eru óbreyttar en þó þannig að réttindi einstaklinga eru styrkt til muna. Það leiðir til þess að ábyrgð fyrirtækja er að sama skapi aukin til muna - t.d. tilkynningarskylda um öryggisbresti, fræðsla til einstaklinga um vinnslu, reglur um innbyggða og sjálfgefna friðhelgi, sem og að heimilt verður að sekta um sem nemur 4% af heildaveltu þeirra.
Sérstaklega er rétt að nefna að þau nýmæli verða að einstaklingur getur eftirleiðis farið með kvörtun til þess aðildarríkis þar sem einstaklingurinn hefur búsetu en hefur utan þess rýmri heimildir til að fara með kvartanir þvert á landamæri og að sama skapi verður fyrirtækjum gert kleift að leita til persónuverndarstofnunar í því ríki þar sem höfuðstöðvar viðkomandi fyrirtækis eru á innri markaðnum. Eigi málið við fleiri en eitt land, mun ein persónuverndarstofnun verða leiðandi í meðferð málsins (e. Lead Supervisory Authority) og vinna ákvörðun sem mun verða bindandi fyrir aðrar persónuverndarstofnanir sem hlut eiga að máli (e. concerned DPA).
Komi upp ágreiningur milli stofnanna mun Evrópska persónuverndarráðið ESB (e. European Data Protection Board) skera úr um ágreining og beina ákvörðun til hins leiðandi stjórnvalds, sem síðan tekur ákvörðun í málinu gagnvart viðkomandi lögaðila. Ljóst er að reglugerðin mun kalla á aukna stjórnsýslu á sviði persónuverndarmála og kunna þessi atriði jafnframt að fela í sér stjórnskipuleg álitaefni á Íslandi og áskoranir fyrir tveggja-stoða kerfi EES-samningsins.
Af öðrum atriðum má nefna réttinn til að gleymast, þ.e. láta eyða upplýsingum um sig af internetinu og að heimilt er að lækka aldursmark til að gerast þátttakandi að samfélagsmiðlum úr 16 árum í 13 ár en ákvörðun um það er á forræði hvers ríkis.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Efnislegri aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Að lágmarki þarf að breyta lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Sjá efnisumfjöllun
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisumfjöllun

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Dómsmálaráðuneytið
Ábyrg stofnun Persónuvernd

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016R0679
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 119, 4.5.2016, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2012) 011
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 46, 19.7.2018, p. 1
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 183, 19.7.2018, p. 23

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt
Viðeigandi lög/reglugerði