32016R2120

Commission Implementing Regulation (EU) 2016/2120 of 2 December 2016 amending Regulation (EC) No 1033/2006 as regards the provisions referred to in Article 3(1)

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.06 Almenningsflug
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 064/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006, sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 602/2008, er kveðið á um kröfur um verklagsreglur um flugáætlanir fyrir flug sem fyrirhugað er að starfrækja eða starfrækt eru í samræmi við blindflugsreglur á EUR/AFI svæðinu. Gildissvið reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 og þar með reglugerðar (ESB) 2016/2120 er EUR/AFI svæði ICAO og kemur reglugerðin því ekki til framkvæmda hér á landi.
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).

Nánari efnisumfjöllun

Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006, sem innleidd er á Íslandi með reglugerð nr. 602/2008, er kveðið á um kröfur um verklagsreglur um flugáætlanir fyrir flug sem fyrirhugað er að starfrækja eða starfrækt eru í samræmi við blindflugsreglur á EUR/AFI svæðinu. Gildissvið reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 og þar með reglugerðar (ESB) 2016/2120 er EUR/AFI svæði ICAO og kemur reglugerðin því ekki til framkvæmda hér á landi.
Með reglugerð (ESB) 2016/2120 er reglugerð (EB) nr. 1033/2006 breytt og er markmiðið að uppfæra tilvísanir viðauka reglugerðar (EB) nr. 1033/2006 í viðauka 2 við Chicago-samninginn og ákveðin skjöl Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).
Í Reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er fjallað um flugáætlanir og er í 2. gr. reglugerðarinnar vísað til skilgreininga í 1. bindi af ICAO Procedures for Air Navigation Services – Aircraft Operations (PANS-OPS, Doc 8168) og er sérstaklega vísað í 4. útgáfu frá 1993. Eftir að reglugerð 1033/2006 tók gildi hefur framangreindu riti verið breytt og 5. útgáfa verið gefin út af ICAO.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er vísað til 10. útgáfu af ICAO viðauka 2 um flugreglur (Rules of the Air). Þar sem núgildandi reglugerð ESB nr. 923/2012, með síðari breytingum, fjallar um þau efnisatriði sem vísað er til í ICAO viðauka 2, gilda efnisákvæði hennar framar ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1033/2006.
Í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 er einnig vísað til ákvæða í ICAO Procedures for Air Navigation Services - Air Traffic Management (PANS-ATM, Doc 4444) 15. útgáfu. ICAO hefur nú uppfært ritið. Þá er í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1033/2006 vísað til ákvæða sem er að finna í ICAO Regional Supplementary Procedures (Doc 7030), 5. útgáfu. Það skjal hefur nú verið uppfært af ICAO.
Með vísan til framangreindra uppfærslna á þeim ICAO gögnum sem vísað er til í reglugerðinni er rétt að uppfæra tilvísanirnar til samræmis. Þá er rétt að fella niður tilvísun til ICAO flugreglna þar sem reglugerð (ESB), nr. 923/2012 gildir framar.
Áhrif vegna breytingarreglugerðarinnar eru engin þar sem reglugerðinni er ekki beitt hér á landi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Alþingi hefur lokið mati sínu Nei
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB Nei

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innleiðingu er að finna í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum. Reglugerðina er rétt að innleiða með breytingu á reglugerð nr. 602/2008.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32016R2120
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 329, 3.12.2016, p. 70
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D045876/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 81, 29.11.2018, p. 36
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 305, 29.11.2018, p. 31

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt