32017D0126

Commission Decision (EU) 2017/126 of 24 January 2017 amending Decision 2013/448/EU as regards the establishment of a uniform cross-sectoral correction factor in accordance with Article 10a of Directive 2003/87/EC of the European Parliament and of the Council


iceland-flag
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/126 frá 24. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2013/448/ESB að því er varðar að fastsetja samræmdan leiðréttingarstuðul sem liggur þvert á atvinnugreinar í samræmi við 10. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 110/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/126 frá 24. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2013/448/EU að því er varðar almennan leiðréttingarstuðul, í samræmi við ákvæði 10a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.

Nánari efnisumfjöllun

Árið 2013 ákvað framkvæmdastjórn ESB leiðréttingarstuðul sem liggur þvert á atvinnugreinar (Cross Sectoral Correction Factor, CSCF) eða svo kallaðan almennan leiðréttingarstöðul eins og hann er nefndur í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál, sbr. 8. mgr. 10. gr., fyrir tímabilið 2013-2020. Stuðullinn er notaður í viðskiptakefi Evrópusambandsins um losunarheimildir til að tryggja að ekki sé farið yfir árlegt hámarks magn heimilda, með því að draga úr úthlutun til allra stöðva sem eiga rétt á að fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum.

Árið 2014, véfengdu nokkur fyrirtæki úthlutun sína samkvæmt ETS tilskipuninni og þá einkum almenna leiðréttingarstuðlinum sem beitt var við útreikning á losunarheimildum, þar sem fyrirtækin töldu þau of stíf og leiða til of fárra endurgjaldslausra losunarheimilda.

Evrópudómstóllinn komst, í dómi sínum frá 28. apríl 2016, að því að framkvæmdastjórn ESB hefði hins vegar verið of örlát í ákvörðun sinni á hámarki losunarheimilda til endurgjaldslausar úthlutunar. Hámark losunarheimilda hefði samkvæmt dóminum átt vera enn lægra þar sem ákveðinn hluti losunar sem tekinn var með í útreikninga framkvæmdastjórnarinnar á losun til iðnaðar hefði ekki átt að vera með í reikningnum.

Framkvæmdastjórn ESB endurútreiknaði því hlut iðnaðarins í losun, sem þar með lækkaði og lækkaði jafnframt almenna leiðréttingarstuðulinn eins og sett er fram í ákvörðun Framkvæmda-stjórna ESB frá 24. janúar 2017.

Úthlutun losunarheimilda fyrir tímabilið 2013-2020 hefur þegar átt sér stað en ákvörðunin hefur ekki áhrif á þá úthlutun losunarheimilda sem á sér stað fyrir 28. febrúar 2017.
Ákvörðunin mun jafnframt ekki hafa áhrif á:
1) Nýja þátttakendur í staðbundinni starfsemi innan viðskiptakerfisins, sem koma inn í gegnum sjóð fyrir nýja þátttakendur (New Entrants Reserve).
2) Verulega aukna afkastagetu starfstöðvar.
3) Ef rekstri stöðvar er hætt að hluta (Partial Cessation).
4) Samruna og skiptingu starfstöðva (Mergers and splits).

Frá 1.mars 2017 mun nýr almennur leiðréttingarstuðull hafa áhrif á úthlutun vegna
1) Verulegrar skerðingar á afkastagetu (Significant Capacity reduction).
2) Breytingar á því hvort starfsemi telst hætt við kolefnisleka eða ekki (Carbon Leakage Status Change).
3) Leiðréttingar á bráðabirgðafjölda losunarheimilda (national implementation measures (NIMs) corrections).

Þess ber að geta að fyrirtækið Elkem á Íslandi hefur óskað endurskoðunar á útreikningi á þeim losunarheimildum sem fyrirtækinu hefur verið úthlutað. Komi til endurreiknings á úthlutun losunarheimilda til Elkem þá ætti að notast við nýja almenna leiðréttingarstuðluinn og gæti það leitt til þess að fyrirtækið fengi færri heimildum úthlutað en áður hefði verið gert ráð fyrir. Elkem í Noregi rekur sams konar mál þar í landi. Þetta þarf þó að skoða nánar þegar ákvörðun um endurútreikning liggur fyrir.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf ákvörðun 2017/126 með breyt. á rlg nr. 73/2013. Lagastoð er í 11. mgr. 10. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017D0126
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 19, 25.1.2017, p. 93
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 37, 7.6.2018, p. 13
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 142, 7.6.2018, p. 9