Ákvörðun E5 um hagnýtt fyrirkomulag varðandi aðlögunartímabil vegna rafrænnar upplýsingamiðlunar - 32017D0719(01)
Decision No E5 of 16 March 2017 concerning the practical arrangements for the transitional period for the data exchange via electronic means referred to in Article 4 of Regulation (EC) No 987/2009


Ákvörðun nr. E5 frá 16. mars 2017 um hagnýtt fyrirkomulag vegna umbreytingartímabils varðandi upplýsingaskipti með rafrænum aðferðum sem um getur í 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 06 Almannatryggingar |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 162/2019 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Ákvörðun framkvæmdaráðsins um samhæfingu almannatrygginga nr. E5 frá 16. mars 2017 kveður á um hagnýtt fyrirkomulag varðandi aðlögunartímabil vegna rafrænnar upplýsingamiðlunar sem vísað er til í 4. gr. rg. (EB) nr. 987/2009. Í ákvörðuninni eru ákvæði um hvernig skuli staðið að upplýsingaskiptum milli lögbærra stofnana meðan á aðlögun að rafrænni upplýsingamiðlun stendur. Einnig er kveðið á um hvernig skuli staðið að því að taka upp rafræna upplýsingamiðlun milli stofnana og hvernig skuli tengjast rafrænni gátt um tengipunkt.
Nánari efnisumfjöllun
Ákvörðunin byggir aðallega á 4. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 þar sem kveðið er á um að sending upplýsinga milli stofnana eða samskiptastofnana skuli vera með rafrænum hætti og á 95. gr. sömu reglugerðar þar sem lagt er fyrir framkvæmdaráðið um samhæfingu almannatryggingakerfa að mæla fyrir um hagnýtt fyrirkomulag vegna nauðsynlegra aðlögunartímabila vegna upptöku rafrænnar miðluanar upplýsinga við framkvæmd grunnreglugerðarinnar (rg. (EB) nr. 883/2004) og framkvæmdarreglugerðarinnar (rg. (EB) nr. 987/2009). M.a. er kveðið á um að meðan á aðlögunartímabilinu stendur geti ríkin sjálf ákveðið hvenær þau séu reiðubúin að tengjast rafrænum upplýsingaskiptum, hvort heldur að hluta eða að öllu leyti. Kveðið er á um að stofnanir skuli á tímabilinu hafa með sér gott samstarf á raunsæjan og sveigjanlegan hátt. Frá því að reglugerðir nr. (EB) 883/2004 og nr. (EB) 987/2009 tóku gildi, komu pappírsútgáfur af rafrænum skjölum (SED) í stað E-eyðublaða en skv. ákvörðuninni er ríkjum sem þegar búa til E-eyðublöð á rafrænan hátt heimilað að halda því áfram á aðlögunartímabilinu og stofnunum er gert skylt er að taka upplýsingar frá öðrum stofnunum til greina þótt þær séu veittar á úreltu formi. Ríkin mega taka upp rafræna upplýsingamiðlun með sveigjanlegum hætti þegar þau tengjast tengipunktinum. Rafræn upplýsingamiðlun eftir sviðum verður tekin upp smám saman og í þeirri röð sem framkvæmdaráðið ákveður. Ríkin eiga að taka hana upp eins fljótt og tæknileg aðlögun þeirra leyfir. Tekið er fram að það að vera tilbúið til rafrænnar upplýsingamiðlunar á tilteknu sviði þýði að geta bæði sent og tekið á móti upplýsingum rafrænt. Gerður verður listi yfir það á hvaða sviði ríki sé tilbúið til rafrænnar upplýsingamiðlunar.
Þessi ákvörðun kemur í stað ákvörðunar framkvæmdaráðsins nr. E1 frá 12. júní 2009 sem felld var undir EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011.
Þessi ákvörðun kemur í stað ákvörðunar framkvæmdaráðsins nr. E1 frá 12. júní 2009 sem felld var undir EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
---|---|
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðing ekki hafin |
Samráð
Samráð | Nei |
---|
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Ekki vitað |
---|
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Félags- og húsnæðismálaráðuneyti |
---|---|
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu | Fjármála- og efnahagsráðuneytið |
Ábyrg stofnun | Tryggingastofnun ríkisins |
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu | Sjúkratryggingar Íslands |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32017D0719(01) |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ C 233, 19.7.2017, p. 3 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Samþykktardagur i ESB |
---|
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 46 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 291, 10.11.2022, p. 45 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Hvít: Ekki þörf á laga- eða reglugerðabreytingum til að innleiða gerðina |
---|