32017D0899

Decision (EU) 2017/899 of the European Parliament and of the Council of 17 May 2017 on the use of the 470-790 MHz frequency band in the Union
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 153/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tíðnisviðið frá 470–790 MHz, oft nefnt UHF tíðnisviðið, er notað fyrir háhraða farnetsþjónustu, þráðlaus tæki til fjölmiðlunar (PMSE) og stafrænnar sjónvarpsútsendinga.
Á heimsráðstefnu Alþjóðafjarskiptasambandsins, International Telecommunications Union – ITU, sem nefnist World Radiocommunication Conference – WRC-15, í nóvember 2015, var m.a. samþykkt tækni- og regluumhverfi fyrir notkun 700 MHz (694 – 790 MHz tíðnisviðsins fyrir háhraða farnetsþjónustu. Einnig var samþykkt að að 470 – 694 MHz tíðnisviðið skyldi notað fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar á svæði 1 en á því svæði eru Evrópa og Afríka.

Nánari efnisumfjöllun

Tíðnisviðið frá 470–790 MHz, oft nefnt UHF tíðnisviðið, er notað fyrir háhraða farnetsþjónustu, þráðlaus tæki til fjölmiðlunar (PMSE) og stafrænnar sjónvarpsútsendinga.
Á heimsráðstefnu Alþjóðafjarskiptasambandsins, International Telecommunications Union – ITU, sem nefnist World Radiocommunication Conference – WRC-15, í nóvember 2015, var m.a. samþykkt tækni- og regluumhverfi fyrir notkun 700 MHz (694 – 790 MHz tíðnisviðsins fyrir háhraða farnetsþjónustu. Einnig var samþykkt að að 470 – 694 MHz tíðnisviðið skyldi notað fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar á svæði 1 en á því svæði eru Evrópa og Afríka.
Áður hefur komið fram á vegum Evrópusambandsins, m.a. í svokallaðri Lamy-skýrslu, að stafrænar sjónvarpssendingar skuli njóta forgangs á lægri hluta UHF tíðnisviðsins (470 – 694 MHz) ásamt þráðlausra tækja til fjölmiðlunar, þ.e. Program Making and Special Events – PMSE.
Í kjölfarið er því nauðsynlegt að samræma aðgerðir innan sambandsins til að tryggja þessar áætlanir og að þeim megi framfylgja í truflanalausu umhverfi í aðildarlöndum ESB fyrir árið 2020. Með þessari samræmingu er ætlunin að tryggja útbreiðslu háhraða farneta sem tryggt geti íbúum aðildarlandanna a.m.k. 30 Mb/s gagnahraða ásamt því að tryggja fríar þráðlausar sjónvarpssendingar til sömu aðila. Að auki skuli tryggður aðgangur þráðlauss búnaðar sem notaður er til fjölmiðlunar að tíðnisviði á næstu árum.
Aðildarríkin skulu því gera eftirfarandi:
eigi síðar en 30. júní 2020 hafa heimilað notkun 700 MHz (694 – 790 MHz) tíðnisviðsins fyrir háhraða farnetsþjónustu á grundvelli tæknilegra skilyrða sem fram koma í ákvörðun 676/2002/EC. Póst- og fjarskiptastofnun gerir ráð fyrir úthlutun þessa tíðnisviðs á árinu 2017, og að þjónusta muni líklega hefjast árið 2018.
Í annarri grein tillögunnar kemur fram að aðildarríki skulu fyrir 30. júní 2022 heimila framsal og leigu réttinda á tíðnisviðinu 694 – 790 MHz. Í fjarskiptalögum er ekki heimild til að leyfa framsal og leigu tíðniheimilda þar sem reglur Evrópusambandsins um fjarskipti frá 2009 hafa ekki verið innleiddar hér á landi. Því þarf að gera lagabreytingar til að þessi aðgerð fái lagastoð hér á landi.
Í þriðju grein kemur fram að við úthlutun eða breytingu á heimildum til notkunar á 694 – 790 MHz tíðnisviðinu skuli þess gætt að settar verði kvaðir sem tryggja útbreiðslu á hágæða þjónustu með hraða a.m.k. 30 Mb/s, bæði innan dyra sem utan, sérstaklega á þjóðhagslega mikilvægum svæðum og meðfram öllum helstu samgönguæðum. Slíkar kvaðir mega fela í sér heimild og hvatningu til samnýtingar innviða og tíðna í samræmi við lög sambandsins.
Ísland er komið lengra en flestar Evrópuþjóðir í því að losa 694 – 790 MHz tíðnisviðið þannig að úthluta megi því til notkunar fyrir háhraða farnetsþjónustu. Áður en notkun þessarar þjónustu verður hafin verður notendum þráðlauss búnaðar til fjölmiðlunar og á sviði annarrar miðlunar efnis, þ.e. til ráðstefnustaða, leikhúsa auk annarrar notkunar tilkynnt með fyrirvara um þær áætlanir. Þessir aðilar hafa heimild til að nýta hluta tíðnisviðsins á víkjandi heimildum þar til háhraða farnetsþjónusta hefst á tíðnisviðinu.
Engin fjárhagsleg skuldbinding hins opinbera felst í innleiðingu þessarar tilskipunar verði hún að veruleika.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sent til Alþingis
Kynnt fyrir nefnd
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gera þarf breytingar á fjarskiptalögum, nr. 81/2003.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017D0899
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 138, 25.5.2017, p. 131
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 043
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 25.2.2021, p. 49
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 67, 25.2.2021, p. 46