32017D1438

Commission Implementing Decision (EU) 2017/1438 of 4 August 2017 amending Decision 2007/131/EC on allowing the use of the radio spectrum for equipment using ultra-wideband technology in a harmonised manner in the Community

Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1438 frá 4. ágúst 2017 um breytingu á ákvörðun 2007/131/EB um að heimila samræmda notkun í Bandalaginu á tíðnirófi fyrir þráðlausar sendingar að því er varðar búnað sem notast við ofurvíðbandstækni
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 240/2017
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2017/1438 er um leyfi til samræmdar notkunar tíðnirófsins í ESB fyrir búnað sem notar breiðbandstækni, eða Ultra Wide Band, UWB. Breytt er ákvörðun 2007/131.
UWB tæknin var áður nær eingöngu notuð í hernaði en er í dag mjög áhugaverð til annarra nota. Tæki sem nota UWB eru til dæmis efnagreiningartæki. Tæki af því tagi eru til dæmis notuð til að greina gæði efna í byggingar- og matvælaiðnaði. Sem dæmi má mæla gæði tiltekinna efna, rakainnihald o.fl.
Gerð er krafa um að nú verði tæki sem nota UWB að geta hlustað eftir merkjum sem þegar eru til staðar á vettvangi áður en þau senda eigin merki. Sett eru takmörk á styrkleika merkja vegna truflanahættu.
Gert hefur verið ráð fyrir ákvæðum þessarar ákvörðunar í íslenskum reglum um nokkurt skeið og verða breytingar því litlar hér á landi. Kostnaður mun ekki hljótast af. Eingöngu er verið að skerpa á eldri ákvörðuninni vegna þróunar á tækni og möguleikum sem komið hafa fram í kjölfar hennar.

Nánari efnisumfjöllun

Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2017/1438 er um leyfi til samræmdar notkunar tíðnirófsins innan bandalagsins fyrir búnað sem notar svokallaða breiðbandstækni, eða Ultra Wide Band, UWB. Með henni er breytt ákvörðun 2007/131 um sama efni.
Ultra wide band tæknin var nær eingöngu notuð í hernaði en er í dag mjög áhugaverð til annarra hagnýtra nota. Tæki sem nota ultra wide band eru til dæmis efnagreiningartæki. Tæki af því tagi eru til dæmis notuð til að greina gæði efna í byggingar- og matvælaiðnaði. Sem dæmi má mæla gæði tiltekinna efna, rakainnihald o.fl.
Með þeirri breytingu sem hér er verið að gera verða tæki sem nota Ultra Wide Band að geta hlustað eftir merkjum sem þegar eru til staðar á vettvangi áður en þau fara að senda eigin merki. Sett eru takmörk á styrkleika merkjanna þannig að ekki verði truflun á öðrum tækjum.
Gert hefur verið ráð fyrir ákvæðum þessarar ákvörðunar í íslenskum reglum um nokkurt skeið og verða breytingar því litlar hér á landi. Kostnaður mun ekki hljótast af þessari nýju ákvörðun. Eingöngu er verið að skerpa á eldri ákvörðuninni með hliðsjón af þróun á tækni og þeim möguleikum sem komið hafa fram í kjölfar hennar.
Ákvörðunin er tvær greinar auk viðauka.
Grein 1.
Í 2. grein ákvörðunar númer 2007/131 / EB komi nýr 11. liður sem hljóðar svo:
„heildar sviðsstyrkur merkis“ þýðir meðaltalsgildi sviðsstyrks merkisins sem mældur er kúlulaga í kringum uppsettan búnað með upplausn að minnsta kosti 15 gráðum. Nákvæm uppsetning mælibúnaðar er að finna í ETSI EN 302 065-4“
Viðaukanum er breytt í samræmi við viðaukann við þessa ákvörðun.
Grein 2
Ákvörðun þessari er beint til aðildarríkja Evrópusambandsins.
Viðauki
Viðaukanum við ákvörðun 2007/131 / EB er breytt sem hér segir:
(1) lið 5.1 er breytt sem hér segir:
(a) Í stað annars inndráttar fyrsta undirliðar fyrstu undirgreinar komi eftirfarandi:
"- Sendir skal hafa aflstýringu (TPC; Transmit Power Control) sem ræður við 10 dB svið, eins og lýst er í staðlinum ETSI EN 302 065-4 fyrir efnagreiningartæki; ';
(b) Í stað annarar málsgreinar komi eftirfarandi:
" Útgeislun frá efnagreiningartækjum sem leyfð eru samkvæmt þessari ákvörðun skulu vera að lágmarki og í öllum tilvikum ekki meiri en útgeislunarmörk (E.I.R.P.: Effective Isotropic Radiated Power) í eftirfarandi töflu. Gera þarf kleift að fylgjast með viðmiðunarmörkum eftirfarandi töflu fyrir færanlegan búnað eins og skilgreint er í ETSI EN 302 065-4)“
(c) Neðanmálsgrein (1) með töflunni er breytt sem hér segir:
"1) Heimilt er að nota tæki sem nota LBT-högun (Listen Before Talk), eins og lýst er í staðlinum ETSI EN 302 065-4, á tíðnisviðum 2,5 til 2,69 og 2,9 til 3,4 GHz með hámarks meðalgildi sviðsstyrks upp á -50 dBm/MHz“
(2) lið 5.2 er breytt sem hér segir:
(a) Í stað 2. mgr. komi eftirfarandi:
'2. Útgeislun frá BMA efnagreiningartækjum (Building Material Analysis) skal vera í lágmarki og í öllum tilvikum ekki meiri en útgeislunarmörk í töflunni hér að neðan eins og skilgreint er í ETSI EN 302 065-4“
(b) Neðanmálsgrein (1) með töflunni er breytt sem hér segir:
"1) Heimilt er að nota búnað sem notar LBT-högun (LBT: Listen Before Talk), eins og lýst er í staðlinum ETSI EN 302 065-4,
- á tíðnisviðinu 1.215 til 1,73 GHz með hámarks meðalgildi sviðsstyrks upp á -70 dBm/MHz og
- á tíðnisviðinu 2,5 til 2,69 og 2,7 til 3,4 GHz með hámarks meðalgildi sviðsstyrks upp á -50 dBm/MHz.“

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð er að finna í 14. gr. fjarskiptalaga, nr. 61/2003. Innleiðingin fer fram með birtingu á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar Póst- og fjarskiptastofnun
Niðurstöður samráðs Sjá efnisútdrátt

Áhrif

Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands Sjá efnisútdrátt
Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017D1438
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 205, 8.8.2017, p. 89
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 80, 3.10.2019, p. 55
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 254, 3.10.2019, p. 52