32017L2102

Directive (EU) 2017/2102 of the European Parliament and of the Council of 15 November 2017 amending Directive 2011/65/EU on the restriction of the use of certain hazardous substances in electrical and electronic equipment

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.15 Hættuleg efni
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 051/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tillaga að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um breytingu á tilskipun 2011/65/ESB um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði.

Nánari efnisumfjöllun

Tillagan snýr að því að lagfæra tiltekin atriði í tilskipun 2011/65/ESB í samræmi við ákvæði um endurskoðun hennar sbr. 1. mgr. 24. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar:
• Gefið er leyfi til að framleiða varahluti, sem ekki samræmast nýjum kröfum tilskipunarinnar, ef þeir eru til notkunar í búnað sem markaðssettur var áður en téðar kröfur tóku gildi. Breytingunni er ætlað að hægja á úreldingu búnaðar sem þegar er í umferð til samræmis við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.
• Gefið er leyfi til að endurselja búnað, sem ekki samræmist nýjum kröfum tilskipunarinnar, ef hann var upprunalega markaðssettur áður en kröfurnar tóku gildi. Breytingunni er ætlað að hægja á úreldingu búnaðar sem þegar er í umferð til samræmis við hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.
• Pípuorgel eru undanþegin ákvæðum tilskipunarinnar. Pípur slíkra orgela innihalda blý og ekki hefur fundist viðeigandi staðgengill blýs í þeim.
• Texti er lagfærður varðandi færanlegan vélbúnað til nota utan vega, sem eingöngu er fáanlegur til nota í atvinnuskyni, með þeim hætti að ekki er lengur gerður greinarmunur á því hvort téður vélbúnaður er með innbyggðan aflgjafa eða gengur fyrir ytri rafstraum. Breytingin er til leiðréttingar á misræmi í reglusetningu gagnvart búnaði sem í öllum meginatriðum er sambærilegur.
• Bætt er við hámarksgildistíma fyrir undanþágur varðandi 11. flokk raf- og rafeindabúnaðar (sbr. I. viðauka við 2011/65/ESB), en hámarksgildistími hefur þegar verið settur fyrir alla aðra flokka.
• Fellt er út ákvæði þess efnis að framkvæmdastjórnin skuli taka ákvörðun um umsókn um endurnýjun undanþágu eigi síðar en 6 mánuðum áður en gildandi undanþága fellur úr gildi nema að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi, sem réttlæta aðra fresti. Ákvæðið er fellt út þar sem það hefur ekki skilað góðri raun í praksis og hefur ekki dregið úr óvissu fyrir markaðssetjendur, enda helst undanþágan gild á meðan umsókn um endurnýjun er til úrvinnslu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði. Lagastoð er í 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L2102
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 305, 21.11.2017, p. 8
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 038
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 6, 30.1.2020, p. 24
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 26, 30.1.2020, p. 31