32017L2108

Directive (EU) 2017/2108 of the European Parliament and of the Council of 15 November 2017 amending Directive 2009/45/EC on safety rules and standards for passenger ships
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 107/2020
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmiðið er að koma á skýrri og einfaldri löggjöf sem auðvelt er fyrir borgara að fylgja og fyrir stjórnvöld að framfylgja og hafa eftirlit með. Með þeim hætti á að auka öryggi í siglingum. Einfalda á núverandi reglur. Þeim reglum sem nauðsynlegar verða taldar verður haldið, rétt framkvæmd þeirra verður tryggð og komið í veg fyrir hugsanlega skörun á skyldum sem og ósamræmi á milli reglna. Ekki er fyrirsjáanlegt að gerðin hafi í för með sér miklar breytingar hér á landi. Kostnaður fellur undir verkefni Samgöngustofu. Enginn aukinn kostnaður fyrir útgerðir.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Markmiðið er að koma á skýrri og einfaldri löggjöf sem auðvelt er fyrir borgara að fylgja og fyrir stjórnvöld að framfylgja og hafa eftirlit með. Með þeim hætti á að auka öryggi í siglingum. Einfalda á núverandi reglur. Þeim reglum sem nauðsynlegar verða taldar verður haldið, rétt framkvæmd þeirra verður tryggð og komið í veg fyrir hugsanlega skörun á skyldum sem og ósamræmi á milli reglna.
Aðdragandi: Gerðin kemur í kjölfar tillögu að tilskipun um efnið. Tillagan var gerð af framkvæmdastjórninni í kjölfar hæfisskoðunar Evrópusambandsins, e. Fitness check á evrópskri siglingalöggjöf.
Gerðar verða breytingar á tilskipun 2009/45/EB sem ætlað er að tryggja hátt öryggisstig í innanlandssiglingum innan ESB/EES svæðisins. Tilskipunin sjálf er útdráttur úr alþjóðasamningi um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) og telst innleiðing hans í Evrópusambandinu.
Reynslan af tilskipuninni og forvera hennar, sem hefur verið í gildi síðan 1998, hefur leitt í ljós ýmis álitaefni. Sérstaklega ber að nefna gildissvið hennar, en tilskipunin tekur til:
• skipa úr stáli eða sambærilegu smíðaefni
• allra nýrra skipa
• gamalla skipa yfir 24 metrum
• háhraðafara.
Álitaefnin eru t.d. um hvað telst sambærilegt smíðaefni. Flest aðildarríki líta t.d. á ál sem sambærilegt efni við stál en ekki öll. Einnig hafa verið vangaveltur um öryggisstig gamalla skipa undir 24 metrum.
Efnisútdráttur: Nokkrum skilgreiningum er sleppt ýmist sökum þess að þær eru taldar óþarfar, rangar eða vegna þess að þær skapa ósamræmi.
Gildissvið tilskipunarinnar breytist þannig að það tekur til nýrra og gamalla skipa yfir 24 metrum. Áður tók hún jafnframt til nýrra skipa undir 24 metrum.
Þá er nokkrum skilgreiningum bætt við, t.d. er tekinn af allur vafi um að ál teljist sambærilegt stáli.
Skilgreining hafsvæða er lagfærð til einföldunar.
Ýmsar tilvísanir í reglur ESB eru uppfærðar.
Áréttað er að á skírteini skipa skuli koma fram bæði undanþágur sem veittar hafa verið og jafngildi. Aðeins skip sem uppfylla tilskipunina geta fengið skírteini.
Umsögn: Aðildarríkin skulu halda lista yfir hafsvæði sem falla undir lögsögu umrædds aðildarríkis. Vegagerðin hefur haldið utan um upplýsingar um hafsvæðin á vefsíðu sinni. Þá er í viðauka við reglugerð nr. 666/2001 skilgreiningar hafsvæða við Ísland.
Gerðin tekur nú ekki lengur til nýrra skipa undir 24 metrum. Það hefur ekki sérstakar breytingar í för með sér fyrir skipaflota Íslendinga eins og hann er í dag.
Að öðru leyti er gerðin til einföldunar og skýringar.
Áhrif: Ekki er fyrirsjáanlegt að gerðin hafi í för með sér miklar breytingar hér á landi. Kostnaður fellur undir verkefni Samgöngustofu. Enginn aukinn kostnaður fyrir útgerðir.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð fyrir innl. Gerðar er í lög um eftirlit með skipun nr. 47/2003. Rétt væri að innleiða gerðina með breytingu á reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L2108
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 315, 30.11.2017, p. 40
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 369
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 23
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 23