32017L2109

Directive (EU) 2017/2109 of the European Parliament and of the Council of 15 November 2017 amending Council Directive 98/41/EC on the registration of persons sailing on board passenger ships operating to or from ports of the Member States of the Community and Directive 2010/65/EU of the European Parliament and of the Council on reporting formalities for ships arriving in and/or departing from ports of the Member States


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2109 frá 15. nóvember 2017 um breytingu á tilskipun ráðsins 98/41/EB um skráningu einstaklinga sem eru um borð í farþegaskipum sem sigla til og frá höfnum aðildarríkja Bandalagsins og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/65/ESB um formsatriði við skýrslugjöf að því er varðar skip sem koma í og/eða láta úr höfn í aðildarríkjum
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 107/2020

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Úttekt ESB á framkvæmd tilskipunar nr. 98/41/EB leiddi í ljós að þegar kallað var eftir upplýsingum um farþega var ekki hægt að treysta því að þær lægju fyrir. Í þessari nýju gerð er mælt fyrir um rafræna skráningu farþega sem ferðast með farþegaskipum sem falla undir tilskipun nr. 98/41/EB. Skráningin á að fara fram með National Single Window eins og mælt er fyrir um hann í tilskipun 2010/65/ESB. Útgerðum farþegaskipa ber að halda skrá yfir farþega um borð. Með þessari nýju tilskipun er fyrst og fremst mælt fyrir um að skráningin sé rafræn og að hún fari í gegnum National Single Window-kerfið eða AIS kerfið. Líklega felur breytingin ekki í sér mikil áhrif hér á landi. Ekki er fyrirsjáanlegur umframkostnaður.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Úttekt ESB á framkvæmd tilskipunar nr. 98/41/EB leiddi í ljós að þegar kallað var eftir upplýsingum um farþega var ekki hægt að treysta því að þær lægju fyrir. Í þessari nýju gerð er mælt fyrir um rafræna skráningu farþega sem ferðast með farþegaskipum sem falla undir tilskipun nr. 98/41/EB. Skráningin á að fara fram með National Single Window eins og mælt er fyrir um hann í tilskipun 2010/65/ESB.
Efnisútdráttur: Útgerðum farþegaskipa ber að halda skrá yfir farþega um borð. Með þessari nýju tilskipun er fyrst og fremst mælt fyrir um að skráningin sé rafræn og að hún fari í gegnum National Single Window-kerfið eða AIS kerfið. Með breytingunum er nánar mælt fyrir um hvaða upplýsingar skal taka saman og um meðferð upplýsinganna. Útgerðir munu þurfa að taka mið að því. Gildissvið þessarar nýju tilskipunar er öll farþegaskipa sem flytja fleiri en 12 farþega. Undanþegin eru þó herskip, skemmtibátar og skip sem aðeins sigla innan hafna eða á skipgengum vatnaleiðum. Meginreglan skal vera að útgerðir skipa setji um farþegaupplýsingar í National Single Window kerfið en ríki geta ákveðið að tilkynningin fari fram í gegn um AIS kerfið.
Umsögn: helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Tilskipun 98/41 hefur ekki verið beitt gagnvart útsýnissiglingum líkt og hvalaskoðun v/ 20 mílna í 5.gr og ákvæða um brottför og komu frá sömu höfn í 9.gr. Breytingin felur í sér að ennþá er miðað við 20 mílur í 5.gr. en í 9.gr. miðast undanþágan gagnvart ”brottför og komu frá sömu höfn” við hafsvæði D eingöngu. Ef gengið er út frá því að ”næsta höfn” geti verið ”sama höfn” felur gerðin ekki í sér miklar breytingar. Samgöngustofa mun kanna túlkun nágrannaþjóða á þessu hugtaki
Að öllum líkindum mun Samgöngustofa vilja nýta heimildina til að tilkynna um farþegaupplýsingar í AIS kerfinu fyrir skip sem ekki falla undir tilkynningaskyldu samkvæmt tilskipun 2010/65/ESB í stað þess að krefjast NSW tilkynningar. Aðlögunartími er 6 ár frá 20. desember 2017.
Lagastoð: Lagastoð er í lögum 47/2003, um eftirlit með skipum og lögum nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Rétt er að innleiða gerðina með breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum, nr. 659/2000 og reglugerð um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó, nr. 619/2017
Kostnaður: Samgögnustofa og útgerðir munu þurfa að taka mið af breyttum reglum. Ekki erfyrirsjáanlegur umframkostnaður.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð: l 47/2003, um eftirlit með skipum og l nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Innleiðing: breyting á reglugerðum nr. 659/2000 og 619/2017.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L2109
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 315, 30.11.2017, p. 52
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 370
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 23
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 23