32017L2110

Directive (EU) 2017/2110 of the European Parliament and of the Council of 15 November 2017 on a system of inspections for the safe operation of ro-ro passenger ships and high-speed passenger craft in regular service and amending Directive 2009/16/EC and repealing Council Directive 1999/35/EC


iceland-flag
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2110 frá 15. nóvember 2017 um skoðunarkerfi fyrir öruggan rekstur ekjufarþegaskipa og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 1999/35/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð hefur ekki öðlast gildi þar sem hún er háð gildistöku annarra ákvarðanna sameiginlegu nefndarinnar
Svið (EES-samningur, viðauki) 13 Flutningar, 13.05 Sjóflutningar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 107/2020

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Tilskipuninni er um kerfi til að skoða ekjuferjur og háhraðafarþegaför í áætlunarferðum til og/eða frá höfnum aðildarríkja EES. Með gerðinni er felld niður tilskipun 99/35/EBE og settar kröfur um fánaríkis eftirlit með ekjuferjum og háhraðafarþegaförum sem notuð eru í áætlunarsiglingum milli annars vegar hafna aðildarríkis Evrópusambandsins í og hins vegar ríkis utan sambandsins. Jafnframt ná ákvæðin til slíkra ferja í innanlandssiglingum sigli þær um hafsvæði sem flokkast sem hafsvæði A. Eina skipið sem gerðin tekur til og siglingar hér við land er ekjuferjan Norræna en hún er skráð í Færeyjum.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Tilskipuninni er um kerfi til að skoða ekjuferjur og háhraðafarþegaför í áætlunarferðum til og/eða frá höfnum aðildarríkja EES. Sambandslöggjöfin um skoðun ekjufarþegaskipa er frá árinu 1999 og nú er nauðsynlegt að endurskoða hana, m.a. með vísan í reglur um hafnarríkiseftirlit.
Efnisútdráttur: Meða gerðinni er:
• felld niður tilskipun 99/35/EBE um skoðanir á ekjufarþegaskipum og háhraðafarþegaförum í alþjóðlegum siglingum án tillits til þess undir hvaða fána þau sigla.
• settar kröfur um fánaríkis eftirlit með ekjuferjum og háhraðafarþegaförum sem notuð eru í áætlunarsiglingum milli annars vegar hafna aðildarríkis Evrópusambandsins í og hins vegar ríkis utan sambandsins.
• settar kröfur um eftirlit með ekjuferjum og háhraðafarþegaförum í innanlandssiglingum á hafsvæðum sem falla undir A-flokk sbr. tilskipun nr. 2009/45 án tillits til þess undir hvaða fána þau sigla. Þau hafsvæði sem falla undir A-flokk eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg hafsvæði. Þetta eftirlit er því til viðbótar við eftirlit sem áskilið er samkvæmt tilskipun 2009/45/EB.
• eftirlit með ekjufarþegaskipum og háhraðafarþegaförum í millilanda siglingum sem sigla undir erlendum fána fellt undir tilskipun um hafnarríkiseftirlit nr. 2009/16/ESB.
•    Gerðar nauðsynlegar breytingar á tilskipun 2009/16 vegna breytinga á tækni og umhverfi auk þess að halda samræmi við þessa nýju tilskipun.
Umsögn - helstu breytingar, mati á umfangi, og áhrif hér á landi: Eina skipið sem gerðin tekur til og siglingar hér við land er ekjuferjan Norræna en hún er skráð í Færeyjum. Skipið mun því verða háð hefðbundnu hafnarríkiseftirliti í samræmi við tilskipun 2009/16/ESB í stað eftirlits skv. eldri gerð sem nú er felld úr gildi. Þar sem ekkert íslenskt skip siglir með farþega í millilandasiglingum eða á hafsvæði A, þá hefur gerðin ekki áhrif á íslenskan skipaflota.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoð í lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003. Innleiðing með nýrri reglugerð í stað reglugerðar um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, nr. 743/2001. Einnig breyting á reglugerð nr, 816/2011 um hafnarríkiseftirlit.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Innviðaráðuneytið
Ábyrg stofnun Samgöngustofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017L2110
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 315, 30.11.2017, p. 61
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 371
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 51, 6.7.2023, p. 23
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 172, 6.7.2023, p. 23