32017R0492

Commission Regulation (EU) 2017/492 of 21 March 2017 amending Regulation (EC) No 883/2004 of the European Parliament and of the Council on the coordination of social security systems and Regulation (EC) No 987/2009 of the European Parliament and of the Council laying down the procedure for implementing Regulation (EC) No 883/2004

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/492 frá 21. mars 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 06 Almannatryggingar
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 246/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Samkv. 88. gr. rg. (EB) nr. 883/2004 skulu viðaukar reglugerðarinnar endurskoðaðir reglulega. Í viðaukunum eru bókanir aðildarríkjanna um frávik frá ákvæðum reglugerðanna eða sérákvæði er varða framkvæmdina. Samkv. 92. gr. rg. (EB) nr. 987/2009 er heimilt að breyta 1., 2., 3., 4. og 5. viðauka við framkvæmdarreglugerðina nr. (EB) 987/2009 og VI., VII., VIII. og IX. viðauka við grunnreglugerðina, nr. (EB) 883/2004 með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar, að beiðni framkvæmdaráðsins um samhæfingu almannatryggingakerfa. Í samræmi við óskir aðildarríkjanna og eftir umfjöllun á fundum samþykkti framkvæmdastjórnin þessa reglugerð þ. 21. mars 2017 um breytingar á nokkrum af framangreindum viðaukum.

Nánari efnisumfjöllun

Nánar um gerðina:
1. gr. varðar breytingar á viðaukum við rg. (EB) nr. 883/2004. Viðauka VI er breytt en hann varðar löggjöf af A tegund sem lúta skal sérstakri samhæfingu. Þetta eru örorkubætur þar sem fjárhæð bótanna er óháð lengd trygginga- eða búsetutímabila. Hvað varðar Eistland er bætt vð nýjum bótaflokk og Svíþjóð og Bretland breyta sinni bókun í viðaukanum. Ennfremur er viðauka VIII breytt, en hann varðar tilvik þegar hlutfallslegi útreikningurinn skal felldur niður eða hann á ekki við. Í 1. hluta er fjallað um tilvik þegar hlutfallslegi útreikningurinn skal felldur niður vegna þess að lífeyrir reiknaður skv. innlendum reglum verður jafn eða hærri en lífeyrir reiknaður hlutfallslega eftir ákvæðum reglugerðarinnar. Hér eru breytingar gerðar á bókunum Póllands, Svíþjóðar og Bretlands. Í 2. hluta eru tilgreind tilvik þar sem ekki skal beita hlutfallslegum útreikningi því að tímabil hafa engin áhrif á útreikninginn. Hér er breyting gerð á bókun Svíþjóðar. Þá er viðauka IX breytt en hann fjallar um bætur og samninga þar sem beita má 54. gr. um skörun bóta sömu tegundar. I. hluti viðaukans varðar bætur þar sem fjárhæðin er óháð lengd trygginga- eða búsetutímabils sem lokið er. II. hluti viðaukans varðar bætur þar sem fjárhæð er ákvörðuð á grundvelli ætlaðs tímabils sem telst hafa verið lokið á tímabili milli þess dags þegar áhættan kemur fram og síðari dagsetningar. Bókunum Svíþjóðar í báðum hlutum viðaukans er breytt.

2. gr. varðar breytingar á viðaukum við rg. (EB) nr. 987/2009. Viðauka 1 er breytt en hann fjallar um framkvæmdarákvæði fyrir tvíhliða samninga sem haldast í gildi og nýja tvíhliða framkvæmdasamninga. Hér eru samningar Belgíu og Írlands sem og Danmerkur og Grikklands felldir brott. Þá er viðauka 3 breytt en þar eru tilgreind þau aðildarríki sem krefjast endurgreiðslu á kostnaði vegna aðstoðar á grundvelli fastrar fjárhæðar. Hér er tilvísun til Hollands og Finnlands felld brott.

3. gr. kveður á um gildistöku reglugerðarinnar. Reglugerðin gengur í gildi 20 dögum eftir birtingu. Þar sem gerðin var birt 22.03.2017 gekk hún í gildi 11. apríl 2017 og skal framkvæmd frá þeim tíma, nema 2. mgr. 2. gr. (breyting á 3. viðauka við rg. (EB)nr. 987/2009) sem kemur til framkvæmda 1. janúar 2018.


Um drög að ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku gerðarinnar í viðauka VI við EES-samninginn:

Í drögum að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er kveðið á um aðlögun, þ.e. bókun Noregs (h) undir lið 1. í viðauka VI og fylgja skýringar með frá Noregi. Þar kemur fram að breytingar á norska lífeyristryggingakerfinu (pensjonreformen) þýði að skv. nýjum reglum samanstandi ellilífeyrir af tveimur hlutum, lágmarkslífeyri(garantipensjon, ávinnst á grundvelli búsetu) og tekjulífeyri (inntektspensjon, ávinnst á grundvelli atvinnutekna). Lágmarkslífeyririnn er reiknaður hlutfallslega samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar en ekki tekjulífeyrir þar sem réttur þar ávinnst frá fyrstu krónu. Nýju reglurnar gilda um þá sem fæddir eru frá og með 1954 og komu til framkvæmda 1. janúar 2016. Noregur óskar eftir því að tilvísun í tekjulífeyrinn færist sem bókun Noregs í 2. hluta í viðauka VIII sem og tilvísun í innskuddspensjon (viðbótarlífeyri/iðgjaldalífeyri) frá skyldubundnu starfstengdu lífeyriskerfi (tjenestepensjon) sem ekki reiknast hlutfallslega. Bókunin hefur þýðingu hvað varðar útreikning á norskum ellilífeyri þegar ákvæði reglugerðarinnar eiga við.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Almannatryggingareglugerðirnar hafa verið innleiddar með setningu reglugerða viðkomandi ráðuneyta um gildistöku þeirra með stoð í viðkomandi lögum
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Félagsmálaráðuneytið
Önnur ráðuneyti sem hafa aðkomu Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Tryggingastofnun ríkisins
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Vinnumálastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0492
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 76, 22.3.2017, p. 13
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 17, 28.2.2019, p. 1
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 60, 28.2.2019, p 29