32017R0752

Commission Regulation (EU) 2017/752 of 28 April 2017 amending and correcting Regulation (EU) No 10/2011 on plastic materials and articles intended to come into contact with food


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/752 frá 28. apríl 2017 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 165/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Gerðin varðar breytingar á reglugerð (ESB) nr. 10/2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Reglugerðin setur sérstakar reglur um plast sem ætlað er til snertingar við matvæli.

Nánari efnisumfjöllun

Frá því reglugerðinni var síðast breytt hefur Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) birt nokkur álit um efni sem má nota í matvælasnertiefni úr plasti ásamt nýjum notkunarskilyrðum fyrir efni sem þegar eru í notkun. Að auki hefur texti reglugerðarinnar verið leiðréttur á nokkrum stöðum þar sem ástæða þótti til. Því hafa eftirfarandi breytingar og leiðréttingar verið samþykktar:

1) Í tölu 1 í viðauka I við reglugerðina er vísað í töflu 3 í sama viðauka. Þar er sagt að staðfesta megi samræmi á grundvelli innihalds leifa, miðað við yfirborðsflöt sem er í snertingu við matvæli (HMY), meðan þess er beðið að greiningaraðferð verði tiltæk. Þar sem að greiningaraðferðir eru nú aðgengilegar og sértæk flæðimörk hafa verið skilgreind fyrir efni með EMS-númer: 142, 168, 202, 387, 462, 467, 481, 502, 662 og 779, skal tilvísun í töflu 3 fjarlægð.

2) EFSA hefur gefið jákvætt álit um notkun nokkurra nýrra efna í plast. Eftirfarandi efnum er bætt inn á lista yfir leyfileg efni í töflu 1 í viðauka I. Efni með eftirfarandi EMS-númer: 1007, 1016, 1030, 1055, 1060 og 1062.

3) EFSA hefur birt álit um hættu af innihaldi nikkels matvælum og drykkjarvatni. Í álitinu er leyfileg dagleg neysla (TDI) sett 2.8 μg Ni/kg líkamsþyngd/dag. Í álitinu kemur fram að margir neytendur fá í sig Ni yfir TDI-gildi úr fæði, þetta á einkum við um ungt fólk. Því er talið hæfilegt að magn Ni sem komi frá plasti sé 10% af hefðbundnu flæðigildi. Því er sett flæðigildið 0,02 mg/kg matvæla fyrir flæði Ni frá matvælasnertiefnum úr plasti. Þessu gildi skal því bætt inn á lista yfir leyfilegt flæði málma í viðauka II viðreglugerðina.

4) Í viðauka III, 4. tölulið eru matvælahermar til að prófa heildarflæði flokkaðir. Textinn í þessari grein er ekki nægilega skýr og skal því umorðaður.

5) Í tölulið 8 iii í viðauka IV, við reglugerðina er fjallað um samræmisyfirlýsingu. Þar segir að rekstraraðili skuli gefa upp hlutfall, milli yfirborðsflatar í snertingu við matvæli og rúmmál, sem skal notað til ákvarða hvort matvælasnertiefni sé í samræmi við kröfur um flæði. Hins vegar er ekki ljóst fyrir notenda hvort um sé að ræða hæsta leyfilega hlutfall. Því skal tölulið 8 iii breytt þannig að skýrt komi fram að um hæsta hlutfall, umbúða og rúmmáls, sé að ræða miðað við að efnið sé í samræmi við ákvæði í 17. og 18. gr. reglugerðarinnar.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Gerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð nr. 374/2012 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli. Lagaheimild er að finna í lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R0752
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 113, 29.4.2017, p. 18
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D048354/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 27.6.2019, p. 31
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 174, 27.6.2019, p. 25