Prospectus - 32017R1129

Regulation (EU) 2017/1129 of the European Parliament and of the Council of 14 June 2017 on the prospectus to be published when securities are offered to the public or admitted to trading on a regulated market, and repealing Directive 2003/71/EC - Prospectus


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 09 Fjármálaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 084/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Um er að ræða endurskoðun á núverandi regluverki, þ.e. tilskipun 2003/71/ESB (með síðari breytingum) um lýsingar. Sú endurskoðun er hluti aðgerðaráætlunar ESB um að koma á Bandalagi um fjármagnsmarkaði (e. Capital Markets Union, CMU). Tilskipun 2003/71/ESB mælir fyrir um samræmdar meginreglur og reglur um lýsingar; gerð þeirra, samþykki og birtingu, við almennt útboð verðbréfa eða þegar verðbréf eru tekin til skráningar á skipulegum verðbréfamarkaði. Samræmi reglna á þessu sviði gerir það kleift að markaðssetja lýsingar yfir landamæri innan EES (e. passporting). Skoðun ESB á framkvæmd og reglum nefndrar tilskipunar leiddi í ljós að talin var þörf á að einfalda og bæta reglur um lýsingar, auka skilvirkni þeirra og alþjóðlega samkeppnishæfni innan ESB og draga úr íþyngjandi stjórnsýslumeðferð.

Nánari efnisumfjöllun

Reglugerðin um lýsingar fellir tilskipun 2003/71/ESB úr gildi og kemur í hennar stað. Reglugerðin var birt 30. júní 2017 í stjórnartíðindum ESB og tók gildi 20. júlí 2017. Flest ákvæði hennar taka þó ekki gildi fyrr en frá og með 21. júlí 2019.

Markmið reglugerðarinnar er, eins og fyrri tilskipunar, að tryggja fjárfestavernd og skilvirkni markaða samhliða því að bæta innri markaðinn með fjármagn. Greiða á aðgengi fyrirtækja að fjármögnun, þá sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í því skyni einfaldar reglugerðin reglur og stjórnsýslumeðferð. Þær breytingar sem reglugerðin kveður á um, frá fyrra regluverki eru í stuttu máli eftirfarandi:

- Undanþágur frá skyldu til útgáfu lýsinga í ákveðnum tilvikum (svo sem smærri útboða).
- Ný tegund lýsingar er kynnt til sögunnar, þ.e. Vaxtarlýsing ESB, sem er einfaldari lýsing fyrir minni fyrirtæki og smærri útgáfur.
- Endurskoðaðar reglur um efni lýsingar, þ.e. með það að markmiði að þær eru styttri og fela í sér betri upplýsingar til fjárfesta.
- Einföldun reglna m.t.t. seinni útgáfu skráðra fyrirtækja.
- Skjótari og einfaldari ferli fyrir tíða útgefendur.
- Aðgengi að öllum lýsingum á einum stað innan EES (vefsvæði Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar).

Þá er kveðið á um skyldur eftirlita aðildarríkja til samstarfs við önnur eftirlit, hvort sem um er að ræða rannsóknir, eftirlit eða framfylgni við ákvarðanir. Aðrar breytingar sem reglugerðin kveður á um, eru t.d. styttri tímafrestir, styttri samantekt, meiri möguleikar í tengslum við útgáfu grunnlýsinga, hnitmiðaðri umfjöllun um áhættuþætti og ný fjárhæðarmörk.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Tæknilegri aðlögun, 2
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB
Sent til Alþingis

Innleiðing

Innleiðing Lagasetning/lagabreyting
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf lögum sem gilda um lýsingar að íslenskum rétti (verðbréfamarkaður).
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð
Hvaða hagsmunaaðilar Fjármálaeftirlitið, Kauphöll Íslands hf., Samtök fjármálafyrirtækja

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Aðrar stofnanir sem hafa aðkomu Seðlabanki Íslands

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1129
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 168, 30.6.2017, p. 12
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2015) 583
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Liechtenstein)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Ísland)
Stjórnskipulegum fyrirvara aflétt (Noregur)

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 73, 12.9.2019, p. 1
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 235, 12.9.2019, p. 5

Staða innleiðingar samkvæmt ESA

Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA Græn: Innleitt
Viðeigandi lög/reglugerði
  • Log nr. 14/2020 um lysingu verdbrefa sem bodin eru i almennu utbodi eda tekin til vidskipta a skipulegum markadi.