32017R1270

Commission Regulation (EU) 2017/1270 of 14 July 2017 amending Annex II to Regulation (EC) No 1333/2008 of the European Parliament and of the Council as regards the use of potassium carbonate (E 501) on peeled, cut and shredded fruit and vegetables


iceland-flag
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1270 frá 14. júlí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á kalíumkarbónati (E 501) á skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 163/2017
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2017/1270 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á kalíumkarbónati (E 501)í skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti.

Nánari efnisumfjöllun

Í viðauka II við reglugerð (ESB) nr. 1333/2008 er að finna lista sambandsins yfir aukefni sem leyfð eru í matvæli og skilyrði fyrir notkun þeirra.

Listann má uppfæra í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008, annaðhvort að frumkvæði Framkvæmdastjórnarinnar eða með umsókn.

Sótt var um leyfi fyrir notkun á kalíumkarbónati (E 501) í skrælda, skorna og rifna ávexti og grænmeti. Við vinnslu á ferskum ávöxtum og grænmeti geta gæði rýrnað vegna áhrifa ensíma og valdið breytingum s.s. brúnun og áferðabreytingum. Til þess að koma í veg fyrir brúnun hefur verið notuð askorbínsýra (E 300). Hins vegar getur notkun á askorbínsýru valdið niðurbroti á frumuvef og leitt til mýkingar og litabreytinga á ávöxtum og grænmeti. Kalíumkarbónat er virkara gegn brúnun þar sem efnið hefur sýrustillandi áhrif sem minnkar vefjaskemmdir

Vísindanefnd um matvæli (Scientific Committee for Food) setti leyfilegt ásættanlegt hópgildi daglegrar neyslu fyrir karbónöt. Því telst kalíumkarbónat ekki vera hættulegt heilsu í því magni sem þarf til að ná tæknilegum tilgangi sínum í matvælum. Notkun á kalíumkarbónati veldur því takmörkuðum váhrifum þegar það er notað til að koma í veg fyrir brúnun.

Samkvæmt gr.3(2) í reglugerð (EB) nr. 1331/2008, þarf Framkvæmdastjórnin að leita álits EFSA þegar listi Bandalagsins í viðauka II við reglugerð 1333/2008 er uppfærður, nema þegar tallið er að breytingin sé ekki líkleg til að hafa áhrif á heilsu. Þar sem leyfi til notkunar á kalíumkarbónati í skrælda, skorna og rifna ávexti og grænmeti telst vera breyting á listanum sem ekki er líklegt að hafi áhrif á heilsu, er ekki nauðsynlegt að leita álits EFSA.

Því er lagt til að leyft verði að nota kalíumkarbónati í skrælda, skorna og rifna ávexti og grænmeti. Viðauka II við reglugerð (ESB) nr. 1333/2008 er því breytt í samræmi við það.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður innleidd sem breytingarreglugerð við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum og með stoð í lögum um matvæli nr. 93/1995.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R1270
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 184, 15.7.2017, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D050365/02
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 52, 27.6.2019, p. 27
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 174, 27.6.2019, p. 21