32017R1576
Commission Delegated Regulation (EU) 2017/1576 of 26 June 2017 amending Regulation (EU) No 540/2014 of the European Parliament and of the Council as regards the Acoustic Vehicle Alerting System requirements for vehicle EU-type approval
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1576 frá 26. júní 2017 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 540/2014 að því er varðar kröfur um ESB-gerðarviðurkenningu hljóðviðvörunarkerfis í ökutækjum
-
Tillaga sem gæti verið EES-tæk
-
Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum
-
Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun
-
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn og í gildi
-
Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi
Staða og svið tillögu/gerðar
Staða tillögu/gerðar | ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi |
---|---|
Svið (EES-samningur, viðauki) | 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.01 Vélknúin ökutæki |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) | 041/2018 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu | |
Staðfestur gildistökudagur | |
Í gildi á EES-svæðinu | Já |
Almennar upplýsingar
Útdráttur
Reglugerð (ESB) nr. 540/2014 er um hljóðstig vélknúinna ökutækja og hljóðdeyfikerfa. Í reglugerð 540/2014 eru settar fram kröfur um hljóðstig allra nýrra ökutækja í flokki M og N, þ.e. fólksbifreiða, sendibifreiða, hópbifreiða, og vörubifreiða. Í henni eru einnig settar fram ráðstafanir vegna AVAS, e. Acoustic Vehicle Alerting System, fyrir rafmagnsbíla. Vegna gildistöku UN reglugerðar nr. 138 er nauðsynlegt að auka nákvæmni tiltekinna AVAS krafna. Með reglugerðinni er breytt viðauka VIII við reglugerð ESB nr. 540/2014 í samræmi við tæknilegar kröfur og prófunaraðferðir AVAS kerfisins. Það er gert með tilvísun í UN reglugerð nr
Nánari efnisumfjöllun
Almennt: Reglugerð (ESB) nr. 540/2014 er um hljóðstig vélknúinna ökutækja og hljóðdeyfikerfa. Með henni var breytt tilskipun 2007/46/EB og tilskipun 70/157/EBE felld niður. Í reglugerð 540/2014 eru settar fram kröfur um hljóðstig allra nýrra ökutækja í flokki M og N, þ.e. fólksbifreiða, sendibifreiða, hópbifreiða, og vörubifreiða. Í reglugerðinni eru jafnframt settar fram ráðstafanir vegna AVAS, eða Acoustic Vehicle Alerting System, fyrir rafmagnsbíla, bæði tvinnbíla, e. hybrid og bifreiðar sem nota eingöngu rafmagn.
Vegna gildistöku UN reglugerðar nr. 138 er nauðsynlegt að endurskoða viðauka VIII til að auka nákvæmni tiltekinna AVAS krafna. Upplýsingaskjöl í viðauka I þarf að endurskoða til að endurspegla nákvæmar kröfur sem AVAS setur fram.
Með reglugerðinni er breytt viðauka VIII við reglugerð ESB nr. 540/2014 í samræmi við tæknilegar kröfur og prófunaraðferðir AVAS kerfisins. Það er gert með tilvísun í UN reglugerð nr. 138.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur aðeins tvö ákvæði, 1. gr. sem inniheldur breytingar á viðaukum I og VIII og 2. gr. sem er gildistökuákvæði.
1. gr. er skipt í tvo liði
I) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á I. viðauka um ESB gerðarviðurkenningar að því er varðar hljóðstig gerðar ökutækis:
a) Í 1. viðbæti (upplýsingaskjal nr… skv. I. viðauka..) er nýjum lið 12.8. AVAS (12.8.1 UNECE reglugerð nr. 138 eða 12.8.2 reglugerð nr. 540/2014) bætt við.
b) Í viðbót við 2. viðbæti (fyrirmynd að ESB gerðarviðurkenningarvottorði) kemur nýr 3. liður (AVAS fitted: yes/no) og athugasemdir færast niður í 4. lið.
II) Í stað viðauka VIII um ráðstafanir varðandi hljóðörvunarkerfi í ökutæki kemur textinn í viðauka við þessa reglugerð.
Umsögn: Áhrif hér á landi eru óbein þar sem engin ökutækjaframleiðsla er hér á landi eins og er.
Vegna gildistöku UN reglugerðar nr. 138 er nauðsynlegt að endurskoða viðauka VIII til að auka nákvæmni tiltekinna AVAS krafna. Upplýsingaskjöl í viðauka I þarf að endurskoða til að endurspegla nákvæmar kröfur sem AVAS setur fram.
Með reglugerðinni er breytt viðauka VIII við reglugerð ESB nr. 540/2014 í samræmi við tæknilegar kröfur og prófunaraðferðir AVAS kerfisins. Það er gert með tilvísun í UN reglugerð nr. 138.
Efnisútdráttur: Reglugerðin inniheldur aðeins tvö ákvæði, 1. gr. sem inniheldur breytingar á viðaukum I og VIII og 2. gr. sem er gildistökuákvæði.
1. gr. er skipt í tvo liði
I) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á I. viðauka um ESB gerðarviðurkenningar að því er varðar hljóðstig gerðar ökutækis:
a) Í 1. viðbæti (upplýsingaskjal nr… skv. I. viðauka..) er nýjum lið 12.8. AVAS (12.8.1 UNECE reglugerð nr. 138 eða 12.8.2 reglugerð nr. 540/2014) bætt við.
b) Í viðbót við 2. viðbæti (fyrirmynd að ESB gerðarviðurkenningarvottorði) kemur nýr 3. liður (AVAS fitted: yes/no) og athugasemdir færast niður í 4. lið.
II) Í stað viðauka VIII um ráðstafanir varðandi hljóðörvunarkerfi í ökutæki kemur textinn í viðauka við þessa reglugerð.
Umsögn: Áhrif hér á landi eru óbein þar sem engin ökutækjaframleiðsla er hér á landi eins og er.
Staða innan stjórnsýslunnar
Stofnun hefur lokið yfirferð | Já |
---|---|
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Ekki þörf á aðlögun |
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar | Já |
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB | Já |
Innleiðing
Innleiðing | Engar laga- eða reglugerðabreytingar |
---|---|
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta | Lagastoð er að finna í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Reglugerðin verður innleidd með breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004. |
Staða innleiðingarvinnu | Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar |
Samráð
Samráð | Nei |
---|---|
Hvaða hagsmunaaðilar | Samgöngustofa |
Niðurstöður samráðs | Sjá efnisútdrátt |
Áhrif
Áætlaður kostnaður hins opinbera | Innan fjárhagsáætlunar |
---|---|
Mat á áhrifum og sérstökum hagsmunum Íslands | Sjá efnisútdrátt |
Ábyrgðaraðilar
Ábyrgt ráðuneyti | Innviðaráðuneytið |
---|---|
Ábyrg stofnun | Samgöngustofa |
Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB
CELEX-númer | 32017R1576 |
---|---|
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB | |
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB | OJ L 239, 19.9.2017, p. 3 |
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB |
Vinnslustig (pipeline stage)
Dagsetning tillögu ESB | |
---|---|
C/D numer | C(2017)4296 |
Dagsetning tillögu | |
Samþykktardagur i ESB |
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar | |
---|---|
Staðfestur gildistökudagur | |
Tilvísun í EES-viðbæti | EEA Supplement No 6, 30.1.2020, p. 12 |
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB | OJ L 26, 30.1.2020, p. 113 |
Staða innleiðingar samkvæmt ESA
Staða innleiðingar á Íslandi samkvæmt ESA | Græn: Innleitt |
---|---|
Viðeigandi lög/reglugerði |