Akrýlamíð - 32017R2158

Commission Regulation (EU) 2017/2158 of 20 November 2017 establishing mitigation measures and benchmark levels for the reduction of the presence of acrylamide in food

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 02 Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun, 02.12 Matvæli
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 185/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2158 sem setur fram mildandi ráðstafanir og viðmiðunargildi til lækkunar á innihaldi akrýlamíðs í matvælum

Efnið akrýlamíð er krabbameinsvaldandi og mikilvægt fyrir lýðheilsu að minnka myndun þess eins og hægt er í framleiðsluferlinu. Reglugerðin fer fram á að mælingar séu gerðar á akrýlamíði.

Nánari efnisumfjöllun

Akrýlamíð er lífrænt efnasamband sem myndast náttúrulega þegar matvæli eru tilreidd við hitastig sem er yfirleitt hærra en 120 °C og lítinn raka. Efnið myndast aðallega í bökuðum, steiktum eða grilluðum kolvetnisauðugum matvælum þegar hráefnin innihalda forefni þess, eins og t.d. kornvörur, kartöflur og kaffibaunir. Aðrir þættir sem geta haft áhrif á magn akrýlamíðs er hráefnið sjálft, ræktunarskilyrði og geymsla þess.

Efnið akrýlamíð hefur verið rannsakað töluvert, m.a. á dýrum og hefur Matvælaöryggisstofnun Evrópu staðfest mat sitt um að akrýlamíð í matvælum kunni að auka áhættu neytenda í öllum aldursflokkum á því að fá krabbamein. Efnið er fyrir hendi í margs konar hversdagslegum matvælum og því er áhætta fyrir alla neytendur af efninu, en börn eru sá aldurshópur sem verður fyrir váhrifum á grundvelli líkamsþyngdar. Núverandi gildi fæðutengdra váhrifa frá akrýlamíði í öllum aldursflokkum benda til þess að krabbameinsvaldandi áhrif þess séu áhyggjuefni. Efnið getur auk þess verið skaðlegt fyrir erfðaefni.

Nauðsynlegt er að reyna að draga úr tilvist akrýlamíðs í matvælum, þegar hráefnin innihalda forefni þess, með því að mæla fyrir um viðeigandi mildandi ráðstafanir en það er gert í reglugerð (ESB) 2017/2158. Hægt er að minnka innihald akrýlamíðs með mildandi nálgun, s.s. með því að koma góðum hollustustarfsvenjum í framkvæmd og beita aðferðum sem byggjast á meginreglum um greiningu á hættu og mikilvæga stýristaði (GáHMSS).
Hinar mildandi ráðstafanir sem eru settar fram í reglugerðinni byggjast á núverandi þekkingu á sviði tækni og vísinda, og sýnt hefur verið fram á að þær leiði til minni innihalds akrýlamíðs án þess að hafa neikvæð áhrif á gæði og örverufræðilegt öryggi vörunnar.

Reglugerðin gerir þá kröfu til stjórnenda matvælafyrirtækja að tryggja að magn akrýlamíðs fari ekki yfir viðmiðunarmörkin sem sett eru fram í reglugerðinni og í því felst m.a. að gerðar séu mælingar á akrýlamíði. Reglurnar eru mismunandi eftir tegund og stærð fyrirtækja, og eftir því hvað þau framleiða. Greinarmunurinn er þá helst á milli stærri og minni matvælafyrirtækja, hvar hin síðar nefndu framleiða tilbúinn mat beint til neytenda eins og t.d. matarvagnar (e. food trucks) en þar eru kröfurnar vægari og líklegt að auðveldara sé fyrir slík fyrirtæki að hagræða í vinnslunni til að minnka myndun akrýlamíðs.

En líkt og var rakið að ofan þá er efnið akrýlamíð krabbameinsvaldandi og því er afar mikilvægt fyrir neytendur og lýðheilsu almennt að minnka myndun þess eins og hægt er í framleiðsluferlinu.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Reglugerðin verður innleidd með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Áhrif

Nánari útskýring á kostnaði, þ.á.m. á hvern hann fellur Kostnaður mun falla á framleiðendur vegna sýnatöku.
Áætlaður kostnaður hins opinbera Enginn

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Matvælaráðuneytið
Ábyrg stofnun Matvælastofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R2158
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 304, 21.11.2017, p. 24
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Dagsetning tillögu ESB
C/D numer D048379/05
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 77, 17.11.2022, p. 5
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 298, 17.11.2022, p. 5