32017R2392

Regulation (EU) 2017/2392 of the European Parliament and of the Council of 13 December 2017 amending Directive 2003/87/EC to continue current limitations of scope for aviation activities and to prepare to implement a global market-based measure from 2021


iceland-flag
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2392 frá 13. desember 2017 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að viðhalda núverandi takmörkunum á umfangi flugstarfsemi og til að undirbúa framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar frá 2021
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.03 Loft
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 099/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Reglugerðin felur í sér breytingu á tilskipun 2003/87/ESB þess efnis í fyrsta lagi að halda áfram núverandi takmörkunum á umfangi flugs og öðru lagi er verið að hefja undirbúning á innleiðingu á hnattrænum markaðsaðgerðum um losun frá flugi frá árinu 2021, en í október 2016 á 39. allsherjarþingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) var samþykkt ályktun um hnattrænar aðgerðir frá 2021 sem stefna að því að koma á stöðuleika á losun vegna alþjóðaflugs miðað við árið 2020.

Nánari efnisumfjöllun

Undirliggjandi markmið með reglugerðinni er að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins undir UNFCCC frá 12 desember 2015 um að halda hækkun hitastigs undir 2°C miðað við upphaf iðnbyltingar, og að reynt yrði að halda henni undir 1,5°C. Markmiðið í rammaáætlun ESB ásamt EES ríkjunum sem sett var 23.-24. október 2014 er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 40% fyrir 2030 í samanburði við losunina árið 1990.

Evrópska viðskiptakerfinu með loftlagsheimildir (ETS) er ætlað að stuðla að minnkun gróðurhúsalofttegunda. Vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda tengdum flugi hefur Evrópusambandið þurft að veita tvær tímabundnar undanþágur til að takmarka fullnustuskuldbindingar um losun vegna flugs á milli flugvalla innan EES og er aðgerða því þörf ef framangreind markmið eiga að nást.

Hefði ekki komið til breytinga á tilskipuninni nú hefði upphaflegt gildissvið ETS verið áfram í gildi. Til þess að sömu reglur gildi ekki óbreyttar eftir 2020 var talið nauðsynlegt að breyta tilskipun 2003/87/ESB með nýrri reglugerð sem í meginatriðum felur í sér eftirfarandi breytingar:

Breyting:
Breyting á gildissviði ETS:

Reglugerðin kveður á um áframhaldandi þrengt gildissvið viðskiptakerfisins hvað varðar flug (líkt og kveðið var á um í reglugerð ESB nr. 421/2014) og að gildissvið skuli takmarkað til 31. desember 2023.,

Öll úthlutun losunarheimilda vegna flugstarfsemi til og frá flugvöllum utan EES eftir 31. desember 2023 skal vera háð endurskoðun skv. gr. 28b.
Hvað varðar úthlutun losunarheimilda munu 15% heimilda áfram vera boðnar upp á uppboði, og lagt er til að nota eigi tekjur af uppboðum til að bregðast við loftslagsbreytingum í Sambandinu og þriðju löndum á ýmsan hátt, auk þess sem aðildarríki eiga að senda framkvæmdastjórninni skýrslu um notkun tekna af uppboðum á slíkum losunarheimildum.

Rekstraraðilar í staðbundinni starfsemi geta gert upp sína losun með losunarheimildum fyrir flugstarfsemi frá árinu 2021. Flugrekendur geta áfram gert upp losun bæði með losunarheimildum fyrir flug og iðnað.

Ef hætta er á að skyldur flugrekenda og annarra rekstraraðila falli úr gildi, mega þeir ekki nota losunarheimildir gefnar út af því aðildarríki sem um ræðir.

Frá 1. janúar 2021 verða endurgjaldslausar losunarheimildir háðar línulegum samdráttarstuðli (e. linear reduction factor) eins og gildir um allar atvinnugreinar innan ESB. Flugrekendur munu því fá sama magn endurgjaldslausra losunarheimilda og þeir hafa fengið til ársins 2020, hvort sem þeir fá úthlutað samkvæmt upphaflegri úthlutun eða úr sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi, en eftir það fer úthlutunin stiglækkandi ár frá ári eins og verið hefur í staðbundnum iðnaði.
Endurgjaldslausum losunarheimildum sem koma ekki úr sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi verður eytt.
Aðildarríki skulu birta þann fjölda losunarheimilda án endurgjalds vegna flugs, sem úthlutað er til hvers flugrekanda fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 31. desember 2023 fyrir 1. september 2018.

Framkvæmdastjórn ESB ber að gefa skýrslur til þings Evrópusambandsins og ráðsins um þróun á alþjóðasviðinu og innleiðingu og framkvæmd á alheimsmarkaðsaðgerðum fyrir 1. janúar 2019 og reglulega eftir það. Stefnt er að innleiðingu slíkra aðgerða inn í ESB löggjöf síðar og skal framkvæmdastjórnin gefa skýrslu um hvernig innleiðingunni skal háttað og hvernig hún tengist markmiðum Parísarsáttmálans innan 12 mánaða frá því að ICAO hefur innleitt viðeigandi skjöl og áður en kerfi ICAO tekur gildi.

Viðauka I við tilskipun 2003/87/ESB er breytt þannig að undanþágur fyrir flugrekendur sem eru ekki í atvinnurekstri og losa minna en 1000 tonn af CO2 á ári er framlengd til ársins 2030.

Framkvæmdstjórninni er veitt heimild til að gefa út framseldar gerðir (e. delegated acts) til að kveða á um viðeigandi eftirlit, skýrslugjöf og vottun losunarheimilda með það fyrir augum að innleiða þær hnattrænu markaðstengdu ráðstafanir sem útfærðar eru hjá ICAO.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Innleiða þarf reglugerð ESB 2017/2392 með tilvísunaraðferð. Lagastoð í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32017R2392
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 350, 29.12.2017, p. 7
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2017) 054
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 66, 15.10.2020, p. 43
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 340, 15.10.2020, p. 34