32018D0229

Commission Decision (EU) 2018/229 of 12 February 2018 establishing, pursuant to Directive 2000/60/EC of the European Parliament and of the Council, the values of the Member State monitoring system classifications as a result of the intercalibration exercise and repealing Commission Decision 2013/480/EU

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/229 frá 12. febrúar 2018 um að ákvarða gildi fyrir flokkun í vöktunarkerfi aðildarríkjanna á grundvelli niðurstaðna úr millikvörðun samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB og um niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/480/ESB
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 20 Umhverfismál, 20.02 Vatn
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 164/2018
Samþykktardagur ákvörðunar sameiginlegu nefndarinnar
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Ákvörðunin er beint til aðildarríkjanna en hún er tekin í samræmi við ákvæði í vatnatilskipun nr. 2000/60/EB og leysir af hólmi eldri ákvörðun framkvæmda-stjórnarinnar um millikvörðunargildi (2013/480/EB.

Í vatnatilskipuninni eru ákvæði um að ríki með eins gerðir vatnshlota skuli ákvarða sameiginleg töluleg viðmið sem afmarka „mjög gott“, gott og „ekki viðunandi“ vistfræðilegt ástand fyrir þá gæðaþætti sem tilgreindir eru í vatnatilskipuninni fyrir hvern vatnsflokk yfirborðsvatns (ár, stöðuvötn, árósa og strandsjó). Vinnan við millikvörðunina hefur staðið yfir í mörg ár. Hún fer fram í samræmi við svokallaða „Common Implementation Strategy“, þ.e. sameigin¬lega stefnu við innleiðingu vatnatilskipunar.

Nánari efnisumfjöllun

Vinnuhópar voru settir á fót fyrir afmörkuð landfræðileg svæði (Geographical Intercalibration Groups (GIG)) til að framkvæma svokallaða „intercalibration exercise“ eða millikvörðun þar sem ríkin höfðu samráð um að fastsetja vistfræðileg gæðahlutföll (EQR) fyrir hvert flokkunarkerfi (aðferð) sem notað er fyrir vistfræðilegt ástand og tryggja þannig samræmda niðurstöðu á milli ríkja þótt ríkin beiti mismunandi aðferðum við flokkunina.

Ákvörðunin á aðeins við þær gerðir vatnshlota sem eru sameigin¬legar með ríkjunum, þ.e. eru skilgreindar eins. Vinnan fór fram á grundvelli gagna yfir tiltekin vatnshlot í hverju ríki og á grundvelli flokkunar- og vöktunar¬kerfa hvers ríkis. Gerðin er í raun birting á niðurstöðum slíkrar vinnu og ákvörðun um notkun þeirra við samanburð vistfræðilegu ástandi vatns á milli ríkja.

Ísland hefur ekki tekið þátt í vinnu við millikvörðunina þar sem vinna við flokkunar- og vöktunarkerfi er of skammt á veg komin og gögn sem þarf til að flokkun geti farið fram skortir. Millikvörðun fer aðeins fram ef viðkomandi gerð á sér samsvörun í gerðum í löndum sem þegar hafa fengið millikvörðun. Millikvörðun fyrir gerðir íslenskar vatnshlota mun fara fram þegar búið er að ákveða hvaða líffræðilegir gæðaþættir verða notaðir til að ástandsflokka eftir og hvaða breytur verða notaðar. Til að hún geti farið fram þarf að hafa hafa safnast nægilega umfangsmikil vöktunargögnt. Millikvörðunin mun þá fara fram í samræmi við CIS-leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar nr. 30: „“Procedure to fit new or updated classification methods to the results of a completed intercalibration exercise“.

Fyrsta áfanga slíkrar millikvörðunar (intercalibration exercise) lauk 2007 sbr. ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/915/EB. Öðrum áfanga lauk með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2013/480/EB. Þriðja og væntanlega síðasta áfanga lauk svo með þessari ákvörðun. Í fyrsta hluta viðauka með gerðinni er gerð grein fyrir viðmiðunargildum þeirra gæðaþátta sem millikvörðun er lokið fyrir. Í síðari hlutanum er gerð grein fyrir gæðaþáttum þar sem ekki tókst að að ákvarða viðmiðunargildi fyrir. Engu að síður skulu ríkin nota þau viðmið sem þar er að finna. Ríkin mega einnig nota gildin í viðaukanum til að ákvarða gott vistmegin manngerðra og mikið breyttra vatnshlota.

Ákvörðunin styðst við lið 1.4.1 (ix) í viðauka V í vatnatilskipuninni (2000/60/EB) en vatnatilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála ásamt reglugerðum settum skv. þeim, rgl. nr. 535/2011 um flokkun vatnahlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun og rgl. nr. 935/2011 um stjórn vatnamála. Undirliður ix var ekki hafður með við innleiðinguna.

Ákvörðunin ógildir fyrri ákvörðun í þessu efni, nr, 2013/480/EB.

Breyta þarf 5. tl. 20 gr. reglugerðar nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun. Þar þarf að vísa til hinnar nýju ákvörðunar í stað þeirrar sem felld hefur verið úr gildi.

Ákvörðunin er ekki talin hafa í för með sér kostnað umfram það sem eldri ákvörðun og ákvæði vatnatilskipunarinnar hafði.

Vakin er athygli á að ákvæði þessu var ekki breytt þegar ákvörðun nr. 2013/480/EU tók gildi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Reglugerð - breyting eða ný
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Breyta þarf 5. tl. 20 gr. reglugerðar nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun. Lagastoð er að finna í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing ekki hafin

Samráð

Samráð Nei

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Ábyrg stofnun Umhverfisstofnun

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018D0229
Samþykktardagur hjá ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 47, 20.2.2018, p. 1
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Samþykktardagur
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 13, 25.2.2021, p. 63
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 67, 25.2.2021, p. 57