32018D0646

Decision (EU) 2018/646 of the European Parliament and of the Council of 18 April 2018 on a common framework for the provision of better services for skills and qualifications (Europass) and repealing Decision No 2241/2004/EC

  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, bókun) 31 um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 181/2019
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Markmið ákvörðunar ESB er að búa til ramma til að auka gagnsæi og skilning á hæfni og námsgráðum nemenda EES. Ætlunin er að nútímavæða tæki/tól ESB og þjónustu til að tryggja að þau mæti betur þörfum notenda. Stefnt er að því að einstaklingar geti nálgast víðtæka þjónustu og upplýsingar á einum stað. Aðildarríki eru hvött til að samhæfa betur þjónustuna og gera hana aðgengilegri. Notendahópurinn er breytilegur t.d. náms- og starfsráðgjafar, einstaklingar sem þurfa einstaklingsmiðaða náms- eða starfsráðgjöf og/eða einstaklingar sem ekki hafa aðgang að eða þá færni sem nauðsynleg er til að nota þessi tæki sjálfir á netinu. Ísland hefur tekið þátt í þessari vinnu og umsýsla hefur aðallega verið í höndum Rannís en einnig MMS, HÍ og MRN. Íslandi hefur verið boðið að tilnefna fulltrúa í sérfræðingahóp sem mun hittast fjórum sinnum á ári. Fulltrúar í nefndinni verða frá Rannís og MRN. Samráðsfundir fulltrúa MRN og stofnana

Nánari efnisumfjöllun

Minnisblað 25.11.2016:

Þann 7. nóvember barst fulltrúum í vinnuhópi EFTA um menntun og þjálfun erindi frá EFTA skrifstofunni þar sem óskað var eftir mati á innleiðingu ákvörðunar ESB um Europass frá 4. október 2016 (Commission Proposal for a Decision of the European Parliament and of the Council on a common framework for the provision of better services for skills and qualifications (Europass) and repealing Decision No 2241/2004/EC - COM(2016) 625 ).

Meginmarkmið ákvörðunarinnar er að nútímavæða tæki/tól ESB og þjónustuna til að tryggja að þau mæti breyttum þörfum notenda.
Útfærsla markmiðsins er tvítætt:
Að skapa vettvang þar sem einstaklingar geta nálgast víðtæka þjónustu á einum stað, þar sem t.d. er hægt að nálgast rafræn skjöl og meta hæfni sína. Nýja rammanum er ætlað að sameina á einn stað upplýsingar um Learning Opportunities and Qualifications in Europe Portal (Ploteus), EU skills Panorama og ESCO Portal.
Að stofna þjónustumiðstöðvar sem hafa það markmið að ná til sem allra flestra.

Með tillögunum er ætlunin að hvetja aðildarríkin til að samhæfa betur á landsvísu þá þjónustu sem snýr að þessum tækjum og gera hana aðgengilegri fyrir notendur á kerfisbundinn hátt. Notendahópurinn er breytilegur t.d. náms- og starfsráðgjafar, einstaklingar sem þurfa einstaklingsmiðaða náms- eða starfsráðgjöf og/eða einstaklingar sem ekki hafa aðgang að eða þá færni sem nauðsynleg er til að nota þessi tæki sjálfir á netinu.
Ef ákvörðunin tekur gildi þurfa aðildaríki meðal annars að tilnefna eina stofnun/einn aðila á landsvísu til að hafa yfirumsjón með innleiðingu Europass rammans (e. National Skills Coodination Point).

EFTA skrifstofan hefur fyllt út í eyðublað 1a þar sem hún tilgreinir fyrirstöðu við að innleiða reglugerðina í EES samninginn. Fyrirstaðan er sú að í gr. 9 í ákvörðuninni er vísað í reglugerð 2016/679 um protection of natural persons with regard to the processing of personal data and on the free movement of suce data sem hefur ekki enn verið tekin inn í EES-samninginn (er á Standard Sheet level) og í grein 7(3)(c) er vísað í reglugerð 2016/589 um EURES sem hefur ekki enn verið tekin inn í EES-samninginn (er á Standard Sheet level).

Óskað er eftir að EFTA ríkin fylli út í eyðublað 1b og sendi til EFTA skrifstofunnar í gegnum EEA registrar ([email protected]) með afrit á Jacqueline Breidlid ([email protected]) fyrir 18. nóvember.

Ísland hefur tekið þátt vinnu við flest þau tæki og tól sem tilgreind eru í tilmælunum. Umsýsla þessar verkfæra hefur aðallega verið í höndum Rannís en einnig MMS, HÍ og MRN.
Sjá heimasíður verkfæranna:
Euroguidance: http://www.erasmusplus.is/menntun/stodverkefni/euroguidance (Rannís)
Europass: http://europass.is/ (Rannís)
EQF national contcat point: Rannís
Ploteus: https://ec.europa.eu/ploteus/ (Menntamálastofnun)
EU Skills Panorama: http://skillspanorama.cedefop.europa.eu/en (Ísland ekki þátttakandi - CEDEFOP málefni hjá MRN, MMS og HÍ)
Youthpass: https://www.youthpass.eu/en/youthpass/ (SALTO)
ENIC/NARIC: http://www.enicnaric.is/ (HÍ)

Lagt er til að MRN taki undir mat EFTA skrifstofunnar og tilgreini sömu áskoranir (EEA Horizontal challenges) við innleiðingu nýju reglugerðarinnar í EES-samninginn og sendi eyðublað 1b sem allra fyrst.
Á síðari stigum þarf MRN að fara yfir hvernig innleiðingunni verður háttað hér á landi, koma fyrir verkefnum og skilgreina samhæfingaraðila á Íslandi.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Staða innleiðingarvinnu Innleiðing í vinnslu

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Ekki vitað

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018D0646
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 112, 2.5.2018, p. 42
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

COM numer COM(2016) 625
Dagsetning tillögu ESB
Dagsetning tillögu
Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 74, 10.11.2022, p. 77
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 291, 10.11.2022, p. 73