32018D0661

Commission Implementing Decision (EU) 2018/661 of 26 April 2018 amending Implementing Decision (EU) 2015/750 on the harmonisation of the 1452-1492 MHz frequency band for terrestrial systems capable of providing electronic communications services in the Union as regards its extension in the harmonised 1427-1452 MHz and 1492-1517 MHz frequency bands


iceland-flag
Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/661 frá 26. apríl 2018 um breytingu á framkvæmdarákvörðun (ESB) 2015/750 um samræmingu á tíðnisviðinu 1452-1492 MHz fyrir landstöðvakerfi sem eru fær um að veita rafræna fjarskiptaþjónustu innan Sambandsins að því er varðar rýmkun ákvörðunarinnar þannig að hún taki til samhæfðra tíðnisviða 1427-1452 MHz og 1492-1517 Mhz
  • Tillaga sem gæti verið EES-tæk

  • Gerð í skoðun hjá EES-EFTA ríkjunum

  • Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun

  • Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn og í gildi

  • Tekin upp í EES-samninginn en ekki lengur í gildi

Staða og svið tillögu/gerðar

Staða tillögu/gerðar ESB gerð sem hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er í gildi
Svið (EES-samningur, viðauki) 11 Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið, 11.01 Fjarskiptaþjónusta
Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar (JCD) 194/2018
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt á EES-svæðinu
Staðfestur gildistökudagur
Í gildi á EES-svæðinu

Almennar upplýsingar

Útdráttur

Fyrirliggjandi ákvörðun, 2018/661/EC, breyting ákvörðunar 2015/750/EC, er komin til vegna niðurstöðu World radiocommunication conferences, WRC, 2015 um að skilgreina og skipuleggja tíðnisviðin 1427-1452 MHz og 1492-1517 MHz fyrir International Mobile Telecommunicatios, IMT, þannig að þau gildi eins alls staðar, þ.e. á heimsvísu. Sú breyting sem hér er kveðið á um er í samræmi við nefnd Evrópusambandsins um tíðnimál, Radio Spectrum Committee, RSC
Umsögn: Póst- og fjarskiptastofnun gerir ekki athugasemdir við gerðina. Staðan hér á landi í dag er sú að eitt fastasamband sem heimilað var árið 2007 er í notkun á viðbótar tíðnisviðunum. Sú breyting sem hér er mælt fyrir um ætti því ekki að verða til vandræða.
Engin fjárhagsleg skuldbinding hins opinbera felst í innleiðingu þessarar ákvörðunar.

Nánari efnisumfjöllun

Almennt: Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2009/766/EC fjallar í meginatriðum um samræmingu tæknilegra skilyrða fyrir notkun tíðnisviðsins 1452-1492 MHz fyrir farnetsþjónustu innan Evrópu. Fyrirliggjandi ákvörðun, 2018/661/EC, breyting ákvörðunar 2015/750/EC, er komin til vegna niðurstöðu World radiocommunication conferences, WRC, 2015 um að skilgreina og skipuleggja tíðnisviðin 1427-1452 MHz og 1492-1517 MHz fyrir International Mobile Telecommunicatios, IMT, þannig að þau gildi eins alls staðar, þ.e. á heimsvísu. Sú breyting sem hér er kveðið á um er í samræmi við nefnd Evrópusambandsins um tíðnimál, Radio Spectrum Committee, RSC
World radiocommunication conferences, WRC eru ráðstefnunar sem haldnar eru til að endurskoða fjarskiptareglur og alþjóðlega sáttmála sem gilda um fjarskipti. Ráðstefnurnar eru á vegum Alþjóðafjarskiptasambandsins, International Telecommunication Union, eða ITU. ITU er stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fer með tæknileg- og samskiptaleg málefni. Meðal verkefna stofnunarinnar er að skipuleggja notkun tíðnirófsins og notkun gervihnatta. Stofnunin skipuleggur tæknilega staðla sem eiga að tryggja að hægt sé að tengja mismunandi kerfi og mismunandi tækni um allan heim án vandkvæða. Þá vinnur stofnunin að því að bæta aðgang samfélaga sem hafa haft slæma tengingu við internetið hingað til.
Efni: Í ákvörðun 2018/661 er kveðið á um að tíðnisviðin 1427-1452 MHz og 1492-1517 MHz eða hluti þeirra verði opnuð fyrir farnets-þjónustu eigi síðar en 1.10.2018. Sé ekki allt ofangreint tíðnisvið opnað strax fyrir þjónustuna skal stuðla að því að fasa þá notkun út sem fyrir er, sem fyrst og eigi síðar en 1.1.2023 nema engin þörf sé á að nota tíðnisviðin fyrir farnetsþjónstuna. Tryggt skal að farnetsþjónustan trufli ekki þjónustu í aðliggjandi tíðnisviðum.
Þá eru gerðar breytingar á viðauka ákvörðunar 2015/750/EC í samræmi við ofangreint.
Umsögn: Póst- og fjarskiptastofnun gerir ekki athugasemdir við gerðina. Staðan hér á landi í dag er sú að eitt fastasamband sem heimilað var árið 2007 er í notkun á viðbótar tíðnisviðunum. Sú breyting sem hér er mælt fyrir um ætti því ekki að verða til vandræða.
Engin fjárhagsleg skuldbinding hins opinbera felst í innleiðingu þessarar tilskipunar verði hún að veruleika.
Lagastoð: Nefndar breytingar verða uppfærðar, m.a. í tíðnitöflum á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar sbr. 14 gr fjarskiptalaga nr 81/2003.

Staða innan stjórnsýslunnar

Stofnun hefur lokið yfirferð
Þörf á aðlögun í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar Ekki þörf á aðlögun
Fagráðuneyti hefur lokið vinnu við upplýsingablað og samþykkir drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar
Utanríkisráðuneyti hefur veitt samþykki fyrir því að drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar séu send til ESB

Innleiðing

Innleiðing Engar laga- eða reglugerðabreytingar
Tilgreinið hvaða lög eða reglugerð þarf að setja eða breyta Lagastoðin er í 14 gr fjarskiptalaga, nr. 81/2003. Breytingarnar verða innleiddar með birtingu á vefsíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, m.a. í tíðnitöflum.
Staða innleiðingarvinnu Innleiðingarvinnu lokið (tilkynnt til ESA – form 1) eða þarfnast ekki innleiðingar

Samráð

Samráð Nei
Hvaða hagsmunaaðilar póst og fjarskiptastofnun

Áhrif

Áætlaður kostnaður hins opinbera Innan fjárhagsáætlunar

Ábyrgðaraðilar

Ábyrgt ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Ábyrg stofnun Fjarskiptastofa

Samþykktar gerðir birtar í Stjórnartíðindum ESB

CELEX-númer 32018D0661
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB
Samþykkt tilvísun í Stjórnartíðindi ESB OJ L 110, 30.4.2018, p. 127
Þennan dag skulu skilyrði uppfyllt í ESB

Vinnslustig (pipeline stage)

Samþykktardagur i ESB

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar

Sendingardagur EFTA á drögum að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar til framkvæmdastjórnarinnar
Staðfestur gildistökudagur
Tilvísun í EES-viðbæti EEA Supplement No 15, 4.3.2021, p. 29
Tilvísun í stjórnartíðindi ESB OJ L 75, 4.3.2021, p. 30